Blómstrandi dagar

Bara fjör og gleði... í Hveragerði

Hvað er að gerast ?

Nú er málið að skella sér í heimsókn í Hveragerði.

Dagana 15 . - 18. ágúst


Götuleikhúsið í Hveragerði - Romeo & Juliet

Dagskrá

Bæjarhátíðin Blómstrandi dagar
Það verður sannkölluð menningar- og heilsuveisla dagana 15. – 18. ágúst í Hveragerði. Fjölbreytt afþreying verður alla dagana og líf og fjör í bænum. Markaðsstemmning verður áberandi því margir íbúar verða með heimasölur þessa daga og þjónustufyrirtæki með plöntu-, grænmetis- og bókamarkað og önnur með skemmtidagskrá og glæsileg tilboð.

Á laugardeginum verður Ísdagurinn hjá Kjörís en þá er öllum Íslendingum boðið upp á ís í miklum mæli og koma m.a. Ingó, Latibær o.fl. í heimsókn.

Börnin eru ávallt í fyrirrúmi á hátíðinni og er margt skemmtilegt í boði fyrir þau eins og leiksýning Lottuhópsins, Sirkus Íslands, töframaður, veltibíllinn, leiktæki, hoppukastalar og tónlistarskemmtun.


Frábær tónlistaratriði

Tónlistin skipar stóran sess á hátíðinni og mun landslið tónlistarmanna koma fram á hátíðinni bæði heimamenn og gestir. Má nefna hljómsveitirnar Buff, White Signal og Skuggabandið. Jazzsveit Bryndísar Ásmunds og GMR bandið (Gylfi, Megas og Rúnar), Ingó, Einar Örn, Berglind María, Spilandi flakkarar og margir fleiri. Sólmundur Hólm sér um brekkusönginn í ár og verður flugeldasýning hjálparsveitarinnar glæsileg eins og alltaf.

Hugum að heilsunni

Fjölbreytt dagskrá af heilsutengdum viðburðum verður á hátíðinni en boðið verður upp á gönguferðir, ratleiki, vatns-þrautabraut, strandblak, crossfit, froðubolta, og margt margt fleira fyrir alla fjölskylduna. Brekkuhlaupin hafa skipað sér sess, en þau eru hlaupin í þremur brekkum bæjarins, Laugaskarðs-, Gos(s)a- og Laufskógarbrekku. Einnig verður hægt að rækta líkama og sál í jógaæfingum.

Áhugaverðar sýningar

Ýmsar sýningar verða þessa daga m.a. í Listasafni Árnesinga, Bókasafninu, Sunnumörk og Þorlákssetri, húsi eldri borgara. Í Verslunarmiðstöðinni Sunnumörk eru tvær sýningar uppi allt árið um kring. Annarsvegar Skjálftinn 2008 og hinsvegar Listamannabærinn Hveragerði. Listvinafélagið verður í Varmahlíðarhúsinu með opið hús og býður gestum í orðaleik. Örvar Árdal mun myndskreyta uppistandandi veggi í Eden. Félagar úr Fornbílaklúbbnum munu leggja glæsikerrum sínum á Edenplanið á laugardeginum. Hundafélagið REX verður með kynningu og sýningu og einnig verða talandi og syngjandi páfagaukar til sýnis í Hveragarðinum.

Góða skemmtun og eru gestir velkomnir
Hveragerdi svipmyndir
Fly Fishing Iceland Seatrout jumping Varmá

Hverasnepill

Frjálsóháður miðil

Flögrar um netheima:)

Vilt þú koma einhverju á framfæri ?