DJÚPAVOGSSKÓLI

Fréttir úr skólastarfi

NÆSTA VIKA 21. - 25. SEPTEMBER

MÁNUDAGUR
 • Mætum hress og kát eftir helgarfrí
 • Matsmenn frá Menntamálastofnun í húsi


ÞRIÐJUDAGUR

 • Matsmenn frá Menntamálastofnun í húsi
 • 14:40 kennarafundur


MIÐVIKUDAGUR

 • Stefán Rafn skólahjúkrunarfræðingur í húsi


FIMMTUDAGUR

 • Samræmtpróf í 7.bekk - íslenska
 • 9.bekkur í Logos - lestrarskimun frá Skólaskrifstofu
 • 14:40 Fagfundur


FÖSTUDAGUR

 • Samræmtpróf í 7.bekk-stærðfræði
 • Göngum sátt inn í helgarfrí

HEIMILI OG SKÓLI - FORELDRAVERÐLAUN

Á vefsíðu segir:

Markmið Foreldraverðlauna Heimilis og skóla er að vekja athygli á því gróskumikla starfi sem fer fram innan leik-, grunn og framhaldsskóla, og þeim mörgu verkefnum sem stuðla að öflugu og jákvæðu samstarfi heimila, skóla og samfélagsins.

Foreldraverðlaun eru veitt til eins verkefnis/viðfangsefnis. Einnig eru veitt einstaklingsverðlaun. Dugnaðarforkurinn er einstaklingur sem hefur unnið að eflingu samstarfs heimilis og skóla af mikilli alúð og óeigingirni. Ef dómnefnd hefur þótt ástæða til, hafa jafnframt verið veitt sérstök hvatningarverðlaun.

Heimili og skóli – landssamtök foreldra standa fyrir Foreldraverðlaunum en samtökin sjálf, stjórn eða starfsfólk tilnefna ekki verkefni, heldur vinnur dómnefnd úr innsendum tilnefningum. Niðurstöður dómnefndar byggjast á greinargerðum og rökstuðningi þeirra aðila sem tilnefndu.

Tilnefning fer fram á rafrænu eyðublaði á vefsvæði Heimilis og skóla og þar er jafnframt að finna leiðbeiningar um tilnefninguna. Einnig er hægt fá upplýsingar hjá skrifstofu samtakanna í síma 516-0100.

Vakin er athygli á að verðlaun eru aðeins veitt til verkefnis/viðfangsefnis sem tilnefnt hefur verið með formlegum hætti á rafrænu eyðublaði á vefsvæði landssamtakanna.

FORELDRAVERÐLAUNIN FARA Á DJÚPAVOG

Það er með miklu stolti sem við segja frá því að Foreldraverðlaunin fara þetta árið til Foreldrafélags Djúpavogsskóla. Það var Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, sem afhenti verðlaunin við athöfn í Safnahúsinu við Hverfisgötu í Reykjavík en þau voru nú afhent í 25. sinn.


Verðlaunin eru mikill heiður og hvatning fyrir okkar frábæra Foreldrafélag.

FORELDRAFÉLAG DJÚPAVOGSSKÓLA

Við Djúpavogsskóla starfar öflugt Foreldrafélag sem staðið hefur að mörgum mikilvægum verkefnum sem styrkir allt skólastarfið og eflir samskipti milli heimilis og skóla.


Í lögum um grunnskóla, 9. gr. Foreldrafélag segir:

Við grunnskóla skal starfa foreldrafélag. Skólastjóri er ábyrgur fyrir stofnun þess og sér til þess að félagið fái aðstoð eftir þörfum. Hlutverk foreldrafélags er að styðja skólastarfið, stuðla að velferð nemenda og efla tengsl heimila og skóla.

Foreldrafélag hvers skóla setur sér starfsreglur, m.a. um kosningu í stjórn félagsins og kosningu fulltrúa í skólaráð.


Meðal verkefna sem Foreldrafélagið hefur staðið fyrir eru smiðjur fyrir nemendur og nytjamarkaðurinn Notó.

Big picture
Big picture

VERKEFNALISTI FORELDRAFÉLAGSINS 2020-2021

FRÉTTIR AF SKÓLALÓÐ

Hér gott dæmi um hvernig Foreldrafélag styður við skólann sinn.

Á síðasta laugardag mættu verktakar með möl á skólalóðina sem þurfti að slétta úr. Skólastjóri sendi póst á Foreldrafélagið sem greip málið og mætti með mannskap og lóðin var sléttuð á klukkutíma.

Á skólalóðinni eru nú komnar rólur, vegasalt og svo var klifurgrind fyrir. Nemendur í unglingadeild eru að byggja húsgögn úr brettum hjá Ágústu.

Big picture

KÖRFUBOLTAVÖLLUR

Körfuboltavöllurinn bak við skólann er tilbúinn.
Big picture

TÓNLISTARSKÓLINN

Ilona er þessa dagana að gera allt klárt í Löngubúð og raða í hópa og tíma.
Big picture

YTRA MAT

Dagana 21. - 22. september fer fram mat á Djúpavogsskóla sem er á vegum Menntamálastofnunar. Matið felst meðal annars í að matsaðilar frá Menntamálastofnun munu verða í skólanum áðurnefnda daga og fara í vettvangsskoðanir í kennslustundir hjá öllum nemendum.

UPPFÆRÐAR UPPLÝSINGAR VEGA COVID-19

HUGARFRELSI

Hugrakkur


 • Ég er hugrakkur og þori að vera ég sjálfur.
 • Ég þori að segja það sem mér finnst þótt aðrir séu ósammála mér.
 • Ég er óhræddur við að takast á við ný og krefjandi verkefni.


Bestu kveðjur og góða helgi.

Starfsfólk Djúpavogsskóla