DJÚPAVOGSSKÓLI

HUGREKKI - VIRÐING - SAMVINNA

FEBRÚAR 2023

06.febrúar er dagur leikskóla.

07.febrúar er dagur tónlistarskóla.

11.febrúar er dagur íslenska táknmálsins.

19.febrúar er konudagur.

20.febrúar er Bollu/gestadagur.

21.febrúar er Sprengidagur.

22.febrúar er Öskudagur og skertur dagur.

23.febrúar er vetrarfrí.

24.febrúar er vetrarfrí.

NÆSTA VIKA

Mánudagur 30. janúar

  • Mætum hress og kát


Þriðjudagur 31. janúar

  • Fagfundur 14:20 - 15:50.


Miðvikudagur 01.febrúar

  • Góður dagur fyrir auka stærðfræðidæmi.


Fimmtudagur 02.febrúar

  • Teymisfundir.


Föstudagur 03.febrúar

  • Förum í gott helgarfrí.

MATSEÐILL NÆSTU VIKU

Matseðill næstu viku er aðgegnilegur á heimasíðu skólans.

https://www.djupavogsskoli.is/

SKAPANDI STÆRÐFRÆÐI

Ósk stærðfræðikennari kom í heimsókn til okkar í vikunni.

Hún bauð starfsfólki upp á samtöl og kennsu í stærðfræði auk þess að vera með innlögn í ,,Skapandi stærðfræði“ á unglingastigi.


Á teymisfundi bauð Ósk upp á kynningu, lagði fyrir þrautir og kom með skemmtilega og áhugaverða nálgun á stærðfræðikennslu. Það var mátti greina góðan keppnisanda í starfsmannahópnum :)

Virkilega velheppnaður stærðfræði dagur.

ÍSLENSKI SKÁKDAGURINN

Íslenski skákdagurinn var í vikunni og Natan setti upp skemmtilegt mót í íþróttatíma. Þar sem m.a. var keppt í hraðskák.

Flott framtak hjá Natani og skemmtilegt uppbrot.

NÁTTÚRUFRÆÐI Á UNGLINGASTIGI

Það bar vel í veiði hjá Lilju náttúrufræðikennara sem fékk gefins fallega tófu til að sýna nemendum Djúpavogsskóla.

Lilja sýndi yngri nemendum refinn og í náttúrufræðitíma á unglingastigi var tófan krufin til mergjar, þar sem nemendur fylgdust með og skiluðu skýrslu.

Lyktin var erfið fyrir suma, hýbýlaspreyið var því ekki sparað og nýju gluggarnir opnaðir upp á gátt og loftað fljótt og vel út.

UPPLÝSINGATÆKNI Á YNGSTASTIGI

Jóhanna er mætt aftur til kennslu eftir fæðingarorlof. Hún kennir m.a. upplýsingatækni sem er samþætt við aðra kennslu.

Hér má sjá nemendur á yngstastigi takast á við skemmtilegar þrautir.

Bestu kveðjur,

Starfsfólk Djúpavogsskóla.