Hvalrekinn

Febrúar 2019

Big picture

Í upphafi nýs árs

Ágætu foreldrar.

Þá styttist í langþráð vetrarfrí fyrir nemendur og starfsfólk skólans. En vetrarfríið verður fimmtudag og föstudag 21. og 22. febrúar. Daginn þar á undan, miðvikudag verður skipulagsdagur í skólanum en þá er Holtasel opið fyrir þá nemendur sem þar eru skráðir. Á skipulagsdeginum ætlar starfsfólk skólans og fræðast um kennslu í fjölmenningar- og fjölbreyttum nemendahópi.

Undanfarnar vikur höfum við notið þess að hafa snjóinn og nemendur verið duglegir að renna sér í brekkunum sem eru á skólalóðinni.

Vonum við svo innilega að allir hafi það sem best í vetrarfríinu og mæti aftur hress og kát mánudaginn 25. febrúar.


Kristinn Guðlaugsson, skólastjóri

Skipulagsdagur 20. febrúar

Miðvikudaginn 20. febrúar er skipulagsdagur í Hvaleyrarskóla. Þann dag fellur öll kennsla niður. Frístundaheimilið Holtasel er opið fyrir þau börn sem þar eru skráð. Vetrarfrí verður síðan í framhaldinu, fimmtudaginn 21. og föstudaginn 22. febrúar. Við vonum að nemendur og fjölskyldur þeirra hafi það gott í fríinu.


There will be no school for students on Wednesday the 20th of February as it is an inservice day for teachers and staff. There will be a Winter break on Thursday the 21st and Friday the 22nd of February. Holtasel is open for children who are registered. We hope all our students and their families will enjoy their winter break.


20 luty środa dzien organizacyjny w Hvaleyrarskóla. Swietlica jest otwarta dla uczniow zapisanych. Ferie zimowe 21 luty czwartek i 22 luty piątek. Zyczymy uczniom i ich rodzinom milego wypoczynku.

Vetrarfrí 21. og 22. febrúar

Eins og fram kom hér að ofan þá verður vetrarfrí grunnskólum Hafnarfjarðar fimmtudaginn 21. og föstudaginn 22. febrúar. Við vonum að nemendur og fjölskyldur þeirra hafi það gott í fríinu.

Þegar vetrarfrí er í skólunum þá er samt ýmislegt í boði má benda á dagskrá hjá bókasafni Hafnarfjarðar.


Venju samkvæmt er frítt í sund í vetrarfríinu og menningarstofnanir standa fyrir fjölbreyttri dagskrá. Nánari upplýsingar er hægt að nálgast á meðfylgjandi tenglum á íslensku, ensku og pólsku.


Vetrarfrí – frítt í sund og fjölbreytt dagskrá menningarstofnana

Winter break – free admission to the swimming pools and a lot of fun things to do at the museums and library

Ferie zimowe – darmowe wejście na baseny oraz wiele ciekawych zajęć w Bibliotece oraz Muzeach w Hafnarfjörður

Ævar Benediktsson rithöfundur og vísindamaður

Miðvikudaginn 6. febrúar fengum við Ævar vísindamenn í heimsókn á samveru hjá yngstu deidinni. Hann las upp úr nýjustu bók sinni og kynnt fyrir nemendum lestrarátakið sitt "Hinsta lestrarátak" en það stendur yfir til 1. mars næstkomandi. Hvetjum við alla til að vera duglega að lesa. Frekari upplýsingar er hægt að fá á bókasafninu hjá Sif. Það var gaman að sjá hvað margir voru áhugasamir og einnig hvað margir nemendur hafa verið að dunda sér við að skrifa sögur/ofurhetjusögur.

Dagur stærðfræðinnar

Dagur stærðfræðinnar haldinn í Hvaleyrarskóla þann 1. febrúar síðastliðinn. Kennarar settu stærðfræðiþrautir framan á stofuhurðirnar sem þeir kenna í. Nemendur fóru síðan í hópum um morguninn og glímdu við þrautirnar.

Nemendur í 1. bekk mældu t.d. ganginn fyrir utan stofurnar hjá sér í barnlengdum. Lengd gangsins reyndist vera 43 barnlengdir. Nemendur í 1.AUS eru þarna að mæla ganginn. En hvað ætli gangurinn sé langur í foreldralengd?

Nemendaferðir framundan

Strax að vetrarfrí loknu eða mánudaginn 25. febrúar fara nemendur í 9. bekk að Laugum í Sælingsdal og dvelja þar í fjórar nætur með tilheyrandi útiveru og skemmtilegheitum.

Viku seinna eða mánudaginn 4. mars fara svo nemendur í 7. bekk að Reykjum ásamt sínum umsjónarkennurum og dvelja þar einnig í fjórar nætur. Vonandi verður ekki síður skemmtilegt hjá þeim.

Skólasafn Hvaleyrarskóla – þar sem ævintýrin gerast

Skólasafnið er staðsett í hjarta skólans og því aðgengilegt öllum. Alla jafna er ýmislegt um að vera á safninu, ýmis þemu í gangi sem tengjast því sem er að gerast í skólanum, samfélaginu eða heiminum. Þannig er t.d. bókasafnsdagurinn haldinn hátíðlegur á landsvísu á haustin, auk þess sem um svipað leiti er sér-hafnfirska bóka- og bíóhátíðin. Margt er um að vera þegar norræna bókasafnavikan er haldin hátíðleg á Norðurlöndunum og skólasafnið hefur hvatt nemendur til þátttöku í lestrarátökum Ævars Þórs Benediktssonar rithöfundar og vísindamanns frá upphafi. Skólasafnið er staður þar sem ævintýrin gerast og gaman er að heimsækja, indælt að setjast niður til að slaka á, spjalla við félagana, læra eða taka í spil. 1. og 2. bekkir skólans eiga sína föstu safnatíma og er þá safnið lokað, en utan þess er það opið nær allan daginn og því auðvelt að kíkja í heimsókn. Ýmiskonar lestrarhvatning er á safninu, hvort sem hún er fólgin í bókaklúbbum, meðmælum, lukkuhjóli með lestrarhugmyndum eða útstillingum nýrra bóka. Síðustu ár hefur verið lögð áhersla á að fjölga barna- og unglingabókum á erlendum tungumálum til að koma til móts við sívaxandi nemendahóp af erlendum uppruna. Starfsfólk og velunnarar skólasafnsins hafa fært safninu bækur á erlendum tungumálum, gjarnan eftir ferðalög þeirra til framandi landa, og á því safnið orðið nokkurt úrval. Ekki nóg með að velunnarar safnsins komi færandi hendi með bækur á erlendum tungumálum heldur koma stundum bækur, tímarit og spil í kassavís á safnið, allt gjafir sem nýtast starfi safnsins mjög vel.

Það að geta gleymt sér yfir góðri bók/hljóðbók og dottið inní heim bókanna er dásamlegt. Það er fullorðinsmál að börnin okkar lesi, svo kennum þeim að meta töfraveröld bókanna, á hvaða formi sem þær eru, því galdur bókarinnar má ekki glatast. Og að því sögðu, lesum upphátt fyrir börnin okkar eins lengi og þau hafa áhuga á – það er ódýrt en ómetanlegt.

Hér má sjá fleiri myndir frá ævintýraheimi bókasafnsins.

Heimalestur - Lestrarstund er gæðastund með barninu þínu

Lestrarnám er undirstaða alls annars náms. Það er verkefni sem getur tekið mörg ár og útheimtir oft mikla þolinmæði. Heimili og skóli þurfa því að sinna þessu verkefni í samvinnu. Foreldrar/forráðamenn gegna lykilhlutverki í lestrarnámi barna sinna og hefur viðhorf þeirra mikil áhrif á þróun lestrarfærnina. Það er mikilvægt að foreldrar séu góðar fyrirmyndir og geri heimalesturinn að eðlilegum þætti í daglegu lífi. Þótt börn lesi í skólanum er það ekki í því mæli sem nauðsynlegt er til að þau fái nægilega þjálfun. Þess vegna er heimalestur afar mikilvægur. Börn sem eiga auðvelt með að læra að lesa fara fljótlega að lesa af sjálfsdáðun og þeim fer oftast hratt fram, þótt alltaf þurfi að vera á varðbergi og fylgjast með að þjálfun falli ekki niður. Börn sem eiga í erfiðleikum reyna síður að lesa sjálf og þurfa því mikla hvatningu og aðstoð.

Góð ráð varðandi heimalestur


 • Reyna að skapa reglu og gott andrúmsloft í kringum heimalesturinn strax í upphafi skólans þannig að lesturinn geti orðið ánægjuleg samverustund
 • Ávallt að gefa sér góðan tíma og skapa jákvætt og gott andrúmsloft
 • Byrja á að leyfa barninu að skoða bókina, jafnvel alla bókina í rólegheitum
 • Gott er að byrja með 10-15 mínútum en lengja það svo smám saman
 • Rifja upp stafi og hljóð sem barnið hikar við og fylgist með að það þekki örugglega alla stafina því það er grunnur að góðri lestækni.
 • Hjálpa barninu að lesa aftur erfið eða löng orð.
 • Barn og fullorðinn lesa til skiptis, til dæmis frá punkti til punktar (punktalestur).
 • Barn og fullorðinn lesa saman (fara hægt yfir orð og texta, fingur undir því sem lesið er)
 • Mikilvægt er að útskýra erfið orð (þá eykst skilningur og áhugi á að lesa áfram)
 • Fullorðinn les hægt fyrir barnið og það fylgist með textanum
 • Hrósa barninu fyrir það sem gengur vel til að uppörva það og hvetja.
 • Fá barnið til að segja frá efni sögu, ræðið efni textans og látið reyna á ályktunarhæfni þess.
 • Vera þolinmóð og jákvæð og láta barnið ekki heyra ef þið eruð áhyggjufull, talið við kennara ef lestrarnámið gengur ekki nægilega vel.
 • Lesa fjölbreyttan texta t.d. sjónvarpsdagskrána, uppskriftir, fyrirsagnir úr blöðum og eitthvað sem barnið hefur áhuga á.
 • Nota tölvu bæði til að finna myndir og skrifa sögur við myndirnar, (festir stafina og stafsetningu betur ), lesa texta af netinu sem þið veljið í sameiningu.
 • Leysa verkefni inn á mms.is. Þar er mjög gott og fjölbreytt efni fyrir lestur og ritun. Fyrst þarf að velja dálkinn námsefni, síðan krakkasíður og svo íslensku.
 • Taka upp lesturinn og lofa barninu að hlusta, getur verið spennandi.
 • Lesa í hljóði áður en farið er að sofa eða að allir í fjölskyldunni finni tíma saman í 10-15 mín stilli klukku og allir eru að lesa í hljóði, segja jafnvel annað slagið frá bókinni sem þeir eru að lesa.
 • Fara á bókasafnið og finna áhugaverðar bækur til að skoða og lesa heima.

Heimavinnuaðstoð í Hvaleyrarskóla

Sjálfboðaliðar Rauða krossins taka á móti nemendum á bókasafni skólans og aðstoða við heimanámið. Hittumst á þriðjudögum kl. 13:30 - 15. Allir velkomnir!

Um heimavinnuaðstoð / Heilahristing:
Heimavinnuaðstoðin er fyrir öll börn í 1. til 10. bekk. Markmið verkefnisins er að styrkja börnin í námi og kynna fyrir þeim þjónustu bókasafnsins í tengslum við nám og áhugamál.

Nánari upplýsingar veitir:
Hulda M. Rútsdóttir, Verkefnastjóri Rauða krossins, Netfang: hulda@redcross.is

Viðvera hjúkrunarfræðings

Íris Ómarsdóttir Hjaltalín skólahjúkrunarfræðingur er með viðveru í Hvaleyrarskóla á mánudögum, miðvikudögum og föstudögum frá kl. 8:00 - 15:00 og á þriðjudögum frá kl. 14:00 - 15:00.

Hér má sjá upplýsingar um heilsuvernd skólabarna.

Á döfinni

 • Þann 25. febrúar fara nemendur í 9. bekk að Laugum.

 • 26. febrúar - Upplestarkeppni Hvaleyrarskóla hjá nemendum í 7. bekk.

 • 27. og 28. febrúar er myndataka hjá nemendum í 1., 4., 7., og 10. bekk. Sjá skipulag hér.

 • Þann 4. mars fara nemendur í 7. bekk að Reykjum.

 • Samræmd könnunarpróf verða hjá nemendum í 9. bekk þann 11., 12. og 13. mars.

 • Þann 15. mars fara nemendur í 9. og 10. bekk á Íslandsmótið í iðn- og verkgreinum og framhaldskólakynningu.


KURTEISI ~ ÁBYRGÐ ~ SAMVINNA

Hvalrekinn


Opnunartími skrifstofu:

Kl. 7:45 - 15:30 mán-fim

Kl. 7:45 - 14:00 fösFréttabréf Hvaleyrarskóla. Sent á foreldra nemenda skólans og skólasamfélagið.