Fréttabréf Grænna skrefa
Fræðsla, nýjustu fréttir, viðbætur á heimasíðuna og fleira.
Hvað er að frétta?
Það er ástæða til þess að minna á nýja vinnuskjalið í Grænu skrefunum. Það er komið inn á vef Grænna skrefa til að hlaða niður og ég mæli með því að allir sem eru að byrja á nýju skrefi, hvort sem það er að byrja á byrjuninni eða byrja á skrefi 2, 3 eða 4, sæki sér nýja skjalið og byrji að vinna með það. Aðrir sem eru í miðju kafi að innleiða eitthvað skref halda áfram með gamla skjalið og fara svo að vinna eftir nýja skjalinu þegar byrjað verður á næsta skrefi.
Einnig eru komnir nokkrir nýir límmiðar. Endilega skoðið þá hér í lok myndagallerís, það eru þeir sem ekki eru með bláum ramma.
---------------------- ------------------- -------------------- ------------------- ------------------- --------------------
Á meðal nýrra þátttakenda í Grænu skrefunum eru tveir nýir leikskólar. Það er leikskólinn Ævintýraborg við Nauthólsveg og ungbarnaleikskólinn við Bríetartún. Auk þess hafa frístundaheimilin Bakkasel og Álfheimar einnig skráð sig til leiks.
Frá síðasta fréttabréfi hafa eftirfarandi vinnustaðir fengið viðurkenningu:
Skref 1 - Langholtsskóli, Íbúðakjarninn Þorláksgeisla 2-4
Skref 2 - Leikskólinn Blásalir, Frístundaheimilin Halastjarnan og Eldflaugin
Við minnum á:
- Að það þarf alltaf að skola allar matarleifar úr plastumbúðum áður en þeim er hent í endurvinnslutunnuna.
- Að þegar nýir starfsmenn byrja þá sé farið yfir flokkun með þeim og þeim gerð grein fyrir því að vinnustaðurinn sé þátttakandi í Grænu skrefunum og hvað í því felst.
- Að ganga frá fyrir sumarfrí þannig að það verði engin sóun.
- Að vera jákvæð og bjartsýn. Þetta gengur alveg!
- Að það er gaman að fræðast og kynna sér ýmislegt sem tengist Grænu skrefunum og umhverfismálum. Til dæmis þetta sem mælt er með hér fyrir neðan.
Góðir þættir um matarsóun Upp til agna eru skemmtilegir sænskir þættir um matarsóun sem nálgast má í sarpi RÚV. Þættirnir ganga mikið út á það að finna nýjar leiðir til þess að nýta matvæli betur. Ef einhverjir þátttakendur muna eftir ljúffenga pestóinu úr gulrótagrasinu sem var boðið upp á í 10 ára afmælisveislu Grænna skrefa þá er gaman að sjá þáttastjórnandann gera svipaðar tilraunir í fyrsta þættinum. https://www.ruv.is/sjonvarp/spila/upp-til-agna/28778/8ieb53 Aðrir góðir þættir í þessum flokki eru norsku þættirnir Matsjokket, sem enn er hægt að horfa á á spilara Rúv. | Vistrækt - Borða, rækta, elska Hvaða máli skiptir það að kaupa lífrænt ræktað? Í þessari yndislegu íslensku heimildarmynd um vistrækt (permaculture) eru 6 vistræktendur víðs vegar um heiminn (þ.á.m. á Íslandi) heimsóttir og þeir segja frá hugmyndafræðinni og mikilvægi þess að huga að náttúrunni að öllu leiti. Mynd sem fyllir mann bjartsýni. https://www.ruv.is/sjonvarp/spila/borda-raekta-elska/25483/7j0pdh | Pistill frá Stefáni Gíslasyni um kolefnis-spor kjöts Hér veltir Stefán því fyrir sér hvort að við eigum að sleppa kjöti alfarið og skipta yfir í grænmetisfæði, en hann lætur lesandanum það eftir að taka ákvörðun um það. Það sem er hins vegar svo mikilvægt í allri umræðunni er að við þurfum að breyta einhverju í okkar lífsháttum, helst mörgu. En eins og hann segir þá eru breytingar ekkert alltaf leiðinlegar. |
Góðir þættir um matarsóun
Aðrir góðir þættir í þessum flokki eru norsku þættirnir Matsjokket, sem enn er hægt að horfa á á spilara Rúv.
Vistrækt - Borða, rækta, elska
Pistill frá Stefáni Gíslasyni um kolefnis-spor kjöts
Næsti tengiliðafundur
Ekki er um eiginlegan fyrirlestur að ræða en þetta er góður staður til að ræða saman um grænu skrefin og aðgerðirnar.
Næsti tengiliðafundur verður á TEAMS fimmtudaginn 18. ágúst kl. 09.00. Vinsamlegast sendið póst á graenskref@reykjavik.is til þess að skrá ykkur á fundinn.