Fréttabréf Grænna skrefa

Fræðsla, nýjustu fréttir, viðbætur á heimasíðuna og fleira.

Hvað er að frétta?

Það er ástæða til þess að minna á nýja vinnuskjalið í Grænu skrefunum. Það er komið inn á vef Grænna skrefa til að hlaða niður og ég mæli með því að allir sem eru að byrja á nýju skrefi, hvort sem það er að byrja á byrjuninni eða byrja á skrefi 2, 3 eða 4, sæki sér nýja skjalið og byrji að vinna með það. Aðrir sem eru í miðju kafi að innleiða eitthvað skref halda áfram með gamla skjalið og fara svo að vinna eftir nýja skjalinu þegar byrjað verður á næsta skrefi.

Einnig eru komnir nokkrir nýir límmiðar. Endilega skoðið þá hér í lok myndagallerís, það eru þeir sem ekki eru með bláum ramma.

---------------------- ------------------- -------------------- ------------------- ------------------- --------------------

Á meðal nýrra þátttakenda í Grænu skrefunum eru tveir nýir leikskólar. Það er leikskólinn Ævintýraborg við Nauthólsveg og ungbarnaleikskólinn við Bríetartún. Auk þess hafa frístundaheimilin Bakkasel og Álfheimar einnig skráð sig til leiks.


Frá síðasta fréttabréfi hafa eftirfarandi vinnustaðir fengið viðurkenningu:


Skref 1 - Langholtsskóli, Íbúðakjarninn Þorláksgeisla 2-4

Skref 2 - Leikskólinn Blásalir, Frístundaheimilin Halastjarnan og Eldflaugin

Við minnum á:


  • Að það þarf alltaf að skola allar matarleifar úr plastumbúðum áður en þeim er hent í endurvinnslutunnuna.


  • Að þegar nýir starfsmenn byrja þá sé farið yfir flokkun með þeim og þeim gerð grein fyrir því að vinnustaðurinn sé þátttakandi í Grænu skrefunum og hvað í því felst.


  • Að ganga frá fyrir sumarfrí þannig að það verði engin sóun.


  • Að vera jákvæð og bjartsýn. Þetta gengur alveg!


  • Að það er gaman að fræðast og kynna sér ýmislegt sem tengist Grænu skrefunum og umhverfismálum. Til dæmis þetta sem mælt er með hér fyrir neðan.

Næsti tengiliðafundur

Fundir fyrir tengiliði grænna skrefa eru haldnir reglulega til þess að deila reynslusögum, hafa umræður og til að þið getið spurt og fengið ráðleggingar.

Ekki er um eiginlegan fyrirlestur að ræða en þetta er góður staður til að ræða saman um grænu skrefin og aðgerðirnar.


Næsti tengiliðafundur verður á TEAMS fimmtudaginn 18. ágúst kl. 09.00. Vinsamlegast sendið póst á graenskref@reykjavik.is til þess að skrá ykkur á fundinn.