Delta Kappa Gamma á Íslandi

Félag kvenna í fræðslustörfum

Big picture

Fréttabréf forseta í mars 2019

Sælar verið þið kæru DKG konur um allt land

Dagarnir eru fjölbreyttir um þessar mundir, stundum finnst manni sem vorið sé að koma en þann næsta brestur á með vetur á nýjan leik. Þannig er lífið víst á Íslandi. Í gærmorgun görgðu mávarnir ,,vorgleðigargið" sitt en í dag heyrist ekkert í þeim.

Það er alltaf nóg að gera hjá DKG-konum og nú er allt að smella saman við undirbúning ráðstefnunnar og hægt að fara að snúa sér að öðru. Þó að ráðstefnan framundan sé okkar stærsta verkefni má ekki gleyma hinum hefðbundnu árstíðabundnu störfum samtakanna. Það styttist nú í landssambandsþing og vonandi getum við birt dagskrá þess fyrir lok marsmánaðar. Uppstillingarnefndin hefur verið að störfum og þar er allt að smella saman. Eins hefur námsstyrkjanefndin fengið nokkrar umsóknir sem hún er að vinna úr og tilkynnt verður um styrkhafa á þinginu. Laganefndin hefur unnið að lagabreytingum og sent stjórninni sínar tillögur og eru þær nú til skoðunar, verða kynntar í næsta fréttabréfi og svo lagðar fram á þinginu.

Ég hvet ykkur eindregið til að taka daginn frá og vera með okkur þann 4.maí í Kvennaskólanum í Reykjavík. Við lofum góðri dagskrá og skemmtilegum félagsskap.

Get connected og fleira frá alþjóðasamtökunum

Mars-apríl eintakið af Get connected er komið í loftið. Þar er meðal annars fjallað um dkg appið, ég hvet ykkur til að skoða það svo allar verði með það klárt á ráðstefnum og þingum í framtíðinni.


https://www.dkg.org/DKGMember/Publications/Newsletters/DKGMember/Publications/Get_Connected_Newsletters.aspx?hkey=c9df8089-442e-4c11-86bc-ca843c12dae7


Frá alþjóðasasmtökunum hafa líka komið hlekkir á kynningarmyndband vegna ráðstefnanna sem verða í sumar. Myndbandið er 10 mínútur og skýrir meðal annars þær breytingar sem eru vegna lagabreytinganna frá því sumar.

https://www.youtube.com/watch?v=nH60FYhM230&feature=youtu.be


Að öðru leyti vil ég hvetja ykkur til að skoða heimasíðu alþjóðasamtakanna af og til, þar eru alltaf einhverjar nýjar upplýsingar. https://www.dkg.org/

Skráningar á ráðstefnuna í sumar

Eins og þið vitið sjálfsagt allar eru skráningar hafnar á ráðstefnuna í sumar. Ég minni á að þetta er einstakt tækifæri til að taka þátt í alþjóðlegu starfi án þess að þurfa að kosta mjög miklu til. Dagskráin metnaðarfull og að mestu orðin ákveðin og hana má sjá hér. https://dkgerc2019.weebly.com/program.html

Um 60 konur hafa þegar skráð sig á ráðstefnuna og eru flestar þeirra erlendar. Ég hvet ykkur til að skrá ykkur sem fyrst því eins og ég hef sagt áður er ekki nóg að vera með öflugan undirbúningshóp og flotta fyrirlesara, þá vantar mikilvægasta hópinn sem eru þátttakendur. Skráning fer fram á:

https://www.dkg.is/is/registration

Big picture

Enn um félagatalið

Í síðasta fréttabréfi óskaði ég eftir að allar deildir færu yfir félagatalið sitt og gerðu á því nauðsynlegar breytingar og létu svo bæði mig, formann félaga og útbreiðslunefndar og vefstjóra vita að verkinu sé lokið hvort sem einhverjar breytingar hafi verið gerðar eða ekki svo við getum verið vissar um að félagatalið sé eins gott og það getur orðið. Hér ítreka ég þessi tilmæli til ykkar ágætu formenn. Netföngin okkar eru: sigga@olfus.is; vefstjóra, eyglob@gmail.com og mig jona.dkg@gmail.com. Svo minni ég enn og aftur á myndirnar. Það er bæði gagnlegra og skemmtilegra að skoða þær deildarsíður sem eru með myndum af félagskonum.
Big picture

Og um upplýsingar

Á dögum upplýsingabyltingar eins og þeim sem við lifum er svo skrýtið að hugsa til þess að það er einhvern vegin samt aldrei nóg af upplýsingum. Þessum fréttabréfum er ætlað að koma til ykkar helstu upplýsingum um starfssemi félagsins bæði hér á landi og erlendis, en það getur aldrei fangað allt og eins veit ég ekkert hve margir lesa bréfin. Eins er það svo á ábyrgð formanna deildanna að koma upplýsingunum til sinna félagskvenna, það eru aldrei nein leyndarmál í fréttabréfunum og ekkert því til fyrirstöðu að þið framsendið hlekkina beint á allar deidlarkonur ef þið viljið. Kannski er það ágæt leið til að koma upplýsingum til skila.

Ég minni aftur á að alþjóðsamtökin verða með sérstaka fræðslu fyrir gjaldkera í tengslum við landssambandsþingið og því mikilvægt að þeir mæti allir með tölu.

Hlakka til að hitta ykkur sem flestar 4.maí.

Kveðja úr vorblíðu dagsins.

Jóna