Uppbyggingarflokkurinn

VELDU RÉTT - VELDU OKKUR

Við viljum vinna fyrir ykkur

Við erum orðin þreytt á stjórnmálum eins og þau koma fram í dag. Hver höndin er upp á móti hvor annarri og ekkert gerist því að allir eru að þrasa. Kæmist ekki meira í verk ef að stjórnmálaflokkar myndu vinna saman, það eru allir sammála um hvað þarf að gera í grófum dráttum. En einhverra hluta vegna virðast flokkar eiga erfitt með að vinna að góðum málum nema að þeir eigi hugmyndina og það er slæmt. Hagur ykkar á að vera leiðarljós fyrir stjórnmálamenn í dag og þess vegna biðjum við ykkur um að kjósa okkur svo að við getum unnið fyrir ykkur.

Stefnumál Uppbyggingarflokksins

  1. iPad fyrir alla nemendur grunnskóla landsins
  2. Meiri mannarsiði í grunnskólakerfinu
  3. Bæta tækjakost grunnskólakerfinu landsins
  4. Meira fjármagn til grunnskóla

Samvinna er lykill að góðri framtíð barna okkar

Við leggjum áherslu á Samvinnu. Með því að kynna okkar hugmyndir fyrir fólki, heyra hvað öðrum finnst og segja okkar skoðun á hugmyndum annarra, víkkum við sjóndeildar- hringinn og eigum auðveldara með að hafa jákvæð áhrif á allt í kringum okkur.

Uppbyggingarflokkurinn.

Formaðurinn er Óli Björn Sigurðsson

Varaformaðurinn er Davíð Þór Torfason

Ritari er Árni Þór Þorvaldsson

Kynningastjórinn er Victor Birgisson