Komdu á Makerý á Ísafirði

11. - 13. október 2019

Komdu með í sköpunarferð á Ísafjörð og nágrenni

Helgina 10.-13. október mun Vexa hópurinn standa fyrir fræðsluferð og vinnusmiðjum á Ísafirði og nágrenni. Þema helgarinnar er: “Hagnýtar aðferðir og Makerspace-verkefni í grunnskólum.”


Lagt verður af stað á föstudagsmorgni með rútu í fræðsluferð frá Ísafirði. Farið verður á milli áhugaverðra staða og skólar og vinnusmiðjur sem tengjast Maker hugmyndafræðinni heimsóttar á Þingeyri og Flateyri. Á laugardeginum verða ýmis verkefni unnin í Menntaskólanum á Ísafirði þar sem Fab Lab Ísafjörður er meðal annars til húsa og mjög góð vinnuaðstaða til að fikta og prófa sig áfram með fjölbreytt viðfangsefni.Dagskrá í grófum dráttum:

(Birt með fyrirvara um breytingar)


Fimmtudagur 10. október - Frjáls þátttaka

Flug frá Reykjavík til Ísafjarðar kl. 16:15 (fyrir þá sem þurfa)

Heimsókn í Fab Lab Ísafjörður


Föstudagur 11. október

Kl. 09:00 - Mæting í Menntaskólann á Ísafirði

Kl. 09:30 - Lagt af stað með rútu í fræðsluferð

Kl. 10:00 - Heimsókn og verkefnavinna í Blábankanum á Þingeyri

Kl. 11:00 - Heimsókn í Málmsmiðjuna á Þingeyri

Kl. 12:00 - Hádegismatur

Kl. 13:00 - Heimsókn í Lýðháskólann á Flateyri

Kl. 14:30 - Heimsókn í Módelskipasmíðastöð á Flateyri

Kl. 16:00 - Kaffi og spjall

Hlé á dagskrá

Kl. 19:30 - Sameiginlegur kvöldverður


Laugardagur 12. október

Kl. 09:00 - Mæting í Menntaskólann á Ísafirði

Kl. 09:30 - Vinnusmiðjur

Kl. 12:30 - Hádegisverður

Kl. 13:30 - Vinnusmiðjur

Kl. 15:40 - Kaffi og spjall

Hlé á dagskrá

Kl. 19:30 - Sameiginlegur kvöldverður


Sunnudagur 13. október - Frjáls þáttaka

Kl. 10:00 - Fræðsluganga um Ísafjörð

Kl. 13:20 Flug til ReykjavíkurÞátttakendur fá afhenta staðfestingu á þátttöku fyrir kostnaðarþátttöku stéttarfélags.


Verð: 27.700 kr.

Innifalið í gjaldinu eru öll námskeiðsgögn, efniskostnaður, fyrirlestrar, vinnustofur og rútuferð.

Gisting er ekki innifalin í gjaldinu.


Ath. gisting er greidd sér á staðnum.


Gert er ráð fyrir að þátttakendur gisti í þrjár nætur á Ísafirði og hafa skipuleggjendur tekið frá gistingu í Mánagisting - Guesthouse.


Gistiplássin eru samtals 12.

Gert er ráð fyrir að tveir þátttakendur deili herbergi og kostar nóttin 8.000 kr. eða 4.000 kr. á mann. Aðgangur að sameiginlegum baðherbergjum, eldhúsi, setustofu og þvottahúsi.


Ekki er hægt að endurgreiða þátttökugjald eftir 1. október 2019.

Hlökkum mikið til að sjá ykkur á Ísafirði

VEXA hópurinn

Anna María Þorkelsdóttir, Kennsluráðgjafi Hörðuvallaskóla

Bjarndís Fjóla Jónsdóttir, verkefnastjóri NýMið á Skóla- og frístundasviði Reykjavíkurborgar

Erla Stefáns, verkefnastjóri Mixtúru margmiðlunarvers Reykjavíkurborgar

Hildur Rudolfsdóttir, UT kennsluráðgjafi Garðaskóla Garðabæ

Hugrún Elísdóttir, UT verkefnastjóri Grunnskóla Snæfellsbæjar

Rósa Harðardóttir, skólasafnskennari og UT Verkefnastjóri Selásskóla

Þorbjörg Þorsteinsdóttir, verkefnastjóri NýMið á Skóla- og frístundasviði Reykjavíkurborgar