Frjóir fimmtudagar

- Menntabúðir um UT í námi og kennslu

Taktu þátt í næstu menntabúðum!

Fimmtudaginn 21. nóvember kl. 16-18 verða haldnar menntabúðir í stofu H-207 í aðalbyggingu Menntavísindasviðs Háskóla Íslands við Stakkahlíð. (Smelltu á dagsetninguna til að skrá þig).


Menntabúðir er samkoma þar sem fólk kemur saman til þess að miðla af eigin reynslu og þekkingu og afla sér fróðleiks frá öðrum þátttakendum. Þær eru ætlaðar starfandi kennurum á öllum skólastigum og kennaranemum. Þátttakendur fá staðfesta viðurkenningu á endurmenntun frá Starfsþróun Menntavísindastofnunar HÍ. Þátttaka er ókeypis. Sjá umfjöllun á UT-torgi.

Fyrirkomulag

Þátttakendur eru beðnir að koma með framlag í búðirnar en alls ekki er ætlast til að allir komi með innlegg. Framlög geta verið margbreytileg, t.d. að segja frá kennsluhugmynd, vefsíðu, forriti, smáforriti, námsskrárvinnu, eða að varpa fram spurningum. Nóg af áhugaverðu efni verður til reiðu. Þátttakendur eru hvattir til að koma með fartæki (fartölvu, spjaldtölvu, snjallsíma,...) með sér og hægt verður að tengjast neti.


Twitter-og facebookmerking: #menntabudir

Samstarfsaðilar um menntabúðir


UT-torg og Menntamiðja

Fagaðilar og framhaldsnemar í upplýsingatækni og miðlun, Rannsóknarstofa í upplýsingatækni og miðlun (RANNUM) og Menntasmiðja
3f - félag um upplýsingatækni og menntun