Nesskólafréttir

Fréttabréf um skólastarf í samkomubanni...

Ævar vísindamaður

Ævari vísindamaður er með upp­lest­ur í beinn­i út­send­ing­u á hverj­um virk­um degi klukk­an 13 á Fac­e­bo­ok síðu sinn­i. Nemendur okkar í 1. og 2. bekk hlustuðu á kappann til að stytta sér stundir. Lesturinn varð kveikja að risaeðlumyndunum sem hér fylgja.

,,Takk fyrir lesturinn. Við í 1.-2. bekk Nesskóla Neskaupstað hlustum á þig að lesa um risaeðlurnar í nestistima rúmlega 9 á morgnana. Hlustuðum á fyrsta þáttinn í dag og hlökkum til morgundags. Þessar myndir sem koma núna eru handa þér."

Ekki stóð á svari frá Ævari sem sendi um hæl:

"Takk fyrir æðislegar myndir kæru krakkar"

Vinasel... á pólsku in Polish...og íslenski textinn líka...

Witajcie drodzy rodzice dzieci, które uczeszczaja na swietlice Vinasel

Na początku chciabym podziekowac Wam za szybka reakcje, aby wczesniej odbierac dzieci ze swietlicy, w miare mozliwosci. Nastaly bardzo dziwne czasy, szczegolnie duze obciazenie dla najmlodszych uczniow, ktorzy rozpoczynaja dzien o godz. 8 i przebywaja prawie caly dzien w zamknietej, tej samej grupie az do pojscia do domu. Uczniowie wyszli na przerwe na boisko szkolne, zdjedli posilek w sali a pozniej braly udzial w zajeciach swietlicowych. Wszystko wedlug okreslonych zasad. Mozecie pochwalic swoje dzieci za ich pilne posluszenstwo wzgledem mycia rak, dezenfekcji i wszelkich innych zalecen, ktore musza teraz znosic. Dobrze by bylo, jesli jest to mozliwe aby odbierac dzieci ze swietlicy o godz. 15, aby moc posprzatac sale w ktorych przebywaly. Klasy sa w ciaglym uzyciu od godz. 8, nie ma laczenia i mieszania grup.

Kiedy przychodzicie do szkoly odebrac dzieci, najlepiej zadzwonic pod numer 4771124, sekretariat powiadomi odpowiednia klase i wysle ucznia do odpowiedniego wyjscia. Jeszcze raz dziekuje za pomoc i wyrozumialosc.


Ég vil byrja á að þakka ykkur fyrir skjót viðbrögð og vera dugleg að taka börnin fyrr af Vinaseli. Þetta eru skrítnir tímar og mikið álag á okkar yngstu nemendur, að koma í skólann klukkan 08:00 og vera næstum innilokaður með sama hópnum þar til að heimferð kemur. Allir fengu nemendurnir þó útfrí í morgun, mat í matsal og uppbrot á Vinaseli. Allt samt eftir settum reglum. Ykkur alveg óætt að hrósa börnum ykkar fyrir hversu dugleg þau eru að hlýða varðandi handþvott, sprittun og allt sértæka umstang sem þau þurfa að þola núna. Í framhaldinu er mjög gott ef allir sem geta og eiga börn á Vinaseli sæki þau um 15:00 svo hægt verði að komast í þrif á stofunum. Stofurnar eru nefnilega í stanslausri notkun frá skólabyrjun og ekkert hægt að sameina hópa. Þegar þið komið að skólanum til að sækja er best að hringja í 4771124 eða beint í Jennýju 8441386, við síðan látum vita í stofurnar um að hægt sé senda börnin að þeirra inngangi (útgangi :)). Enn og aftur kærar þakkir fyrir góða aðstoð.

Nýtt merki Nesskóla

Sú umræða að breyta merki Nesskóla hefur oft komið upp undanfarin ár en enn hefur engu verið breytt. Nú gæti hins vegar orðið breyting þar á, allavega tímabundið meðan á samkomubanninu stendur :) Máni Franz nemandi í 5. bekk kom með þessa skemmtilegu tillögu. Það er kannski viðeigandi að Máni eigi næsta merki því karl faðir hans, Jóhann Þorsteinn Þórðarsons, átti það sem nú er notað... :)

Leiðbeiningar um sóttkví ef til hennar kemur - Frá almannavörnum og landlækni

Smitrakningarteymi almannavarna og sóttvarnalæknis vill árétta eftirfarandi:

Einstaklingur fer í sóttkví ef hann hefur:

· Mögulega umgengist einstakling með nýja kórónuveirusýkingu

· Verið á áhættusvæði en er ekki ennþá veikur sjálfur.

Aðrir á heimilinu sem ekki voru útsettir fyrir smitinu þurfa EKKI í sóttkví. Ef um ungt barn er að ræða er nauðsynlegt að fullorðinn einstaklingur fari í sóttkví með barninu.

Mikilvægt er að skipuleggja umgengni á heimilinu þannig að þeir sem eru í sóttkví og hinir séu sem allra minnst á sömu svæðum íbúðarinnar. Í sameiginlegum rýmum eins og á salerni og í eldhúsi þarf að gæta sérstaks hreinlætis.

Sóttkví vegna COVID-19 eru 14 dagar frá þeim degi sem einstaklingur var nálægt smituðum einstakling. Ef einstaklingur í sóttkví fær einkenni á hann að hringja í heilsugæsluna sína næsta virka dag til að fá sýnatöku.

Frekari leiðbeiningar vegna sóttkvíar í heimahúsi er að finna á https://www.covid.is/flokkar/sottkvi.is og www.landlæknir.is

Vinsamlega kynnið ykkur leiðbeiningarnar vel. Ef spurningar vakna má hafa samband við netspjall á www.heilsuvera.is

Big picture

Matur

Matseðill mötuneytisins heldur sér að mestu en reynt er að einfalda skömmtun sem mest.

Matur er afgreiddur í mötuneytinu eftir ákveðnum reglum. Búið er að skipta matsalnum í þrjú hólf og nemendum 1. - 6. bekkjar í níu hópa. Þrír hópar borða í einu, síðan er þrifið þá næstu þrír hópar, þrifið að nýju og svo síðustu þrír hóparnir.

11:00 Nemendur 1. og 2. bekkjar

11:20 Nemendur 3. og 4. bekkjar

11:40 Nemendur 5. og 6. bekkjar

Big picture

Spurt og svarað: skólastarf á neyðarstigi almannavarna

Hér er leitast við að svara algengum spurningum um skólastarf, nú þegar í gildi eru takmarkanir á skólahaldi. Síða þessi verður uppfærð eins ört og kostur er.


Sjá einnig:

(English and polish translations will be available shortly).

Veikindi og leyfi frá skóla, mikilvægt að kynna sér

Þurfi barn að vera heima er mikilvægt að forráðamenn setji sig í samband við skólann svo umsjónarkennari geti skipulagt nám viðkomandi barns í samráði við forráðamenn.


Sýni nemandi einkenni sem líkjast sjúkdómseinkennum sem tengjast kórónaveirunni skal hann ekki sækja skóla og foreldrar vera í samráði við heilbrigðisyfirvöld um dvöl þeirra heima (sími 1700).

Algengustu einkennin eru hiti, hósti, þreyta, vöðva-, bein- eða höfuðverkur.


Mjög mikilvægt er að senda ekki nemendur í skólann nema foreldrar séu fullvissir um að nemendur hafi náð sér af veikindum hafi þau verið lasin. Eins og stendur er ekki í boði að nemendur "jafni" sig eftir veikindi í skólanum, þ.e. innivera að loknum veikindum.