HÚSBRÉFIÐ

12. ÁRG., 5. TBL

DAGSKRÁ VIKUNNAR 19. - 23. sept.

MÁNUDAGUR 19. september

Göngum í skólann: Keppni um "Gullskóinn 2016" heldur áfram.


ÞRIÐJUDAGUR 20. september

Fundur á Bókasafni Vestmannaeyja kl. 17:00 fyrir foreldra erlendra nemenda vegna lestrar- og heimanámsstuðnings.


MIÐVIKUDAGUR 21. september

Fagfundur í samfélagsfræði í Bs kl. 14:00.

Fagfundur í samfélags- og náttúrufræði í Hs kl. 13:45?

Enginn kennarafundur - kennarar vinna í áætlunum


FIMMTUDAGUR 22. september

Samræmt próf í 7. bekk íslenska

Stjórnendafundur kl. 14:30


FÖSTUDAGUR 23. september

Samræmt próf í 7. bekk stærðfræði

Þrif á skólalóðum

Barnaskóli 7. JGJ

Hamarsskóli 1. ALS

Áhugaverð atriði næstu vikur

  • Google aðstoð: Guðbjörg verður með opinn tíma í tölvustofu Bs frá kl. 13:00 þriðjudaginn 20. sept.
  • Göngum í skólann Keppni um Gullskóinn í 2. - 7. bekk stendur yfir 12.- 23.sept. http://www.gongumiskolann.is/
  • Samræmd próf í 7. bekk verða 22. og 23. sept. og í 4. bekk 29. og 30. sept. Kennarar í þessum árgöngum eru beðnir um að skoða upplýsingar um samræmd próf inni á mms. Einnig er gott að likea þessa facebook síðu: https://www.facebook.com/rafprofmms/?fref=ts.

Tilkynningar !!


  • Fundur á Bókasafni Vestmannaeyja þriðjudaginn 20. september kl. 17:00 fyrir foreldra erlendra nemenda um lestrar- og heimanámsstuðning á Bókasafni Vestm.
  • Brightonfarar - Í hólfinu ykkar er miði með upplýsingum um hvað á að greiða erlendis. Millifærið á reikning Starfsmannafélagsins, það þarf að gerast fyrir kl. 12:00 mánudaginn 19. september. Munið eftir að setja nafnið ykkar í skýringu.
  • UTÁ- þarfaplattar: Þeir sem eiga eftir að greina sig þurfa að klára það og hengja þá upp.
  • Lesferill - nýtt matstæki frá Menntamálastofnum sem metur læsi. Prófin verða lögð fyrir í september, janúar og maí. Búið er að opna fyrir september prófin, komin inn á skólagáttina, opið er fyrir prófin frá 12. sept. - 12. okt. Prófun byrjaði í síðustu viku og stendur áfram í þessari viku.

Limra vikunnar

Nú er offramboð mætra manna

sem mörg nýleg dæmi sanna

fyrst er prófkjör og röðun

síðan pólitísk böðun

og svo grátur og gnístran tanna.

Afmælisbörn vikunnar

Lára Skæringsdóttir 25. sept.

Hrós vikunnar fá

Dóra Guðrún, Bjartey, Guðbjörg, Nína og Herdís fyrir góðar kynningar fyrir skólana á föstudaginn. Vel gert :)

Spakmæli vikunnar

Lífið er skóli. Þeir sem láta kærleika og hjálpsemi stjórna sér útskrifast með sóma.

GRV- google á facebook

Þeir sem hafa ekki gerst meðlimir af þessari síðu á facebook endilega geri það sem fyrst.

Hér má finna leiðbeiningar og ýmislegt tengt google.

https://www.facebook.com/groups/1035022529945313/?fref=ts

GRV - fræðsla á facebook

Endilega fylgjast með á facebook síðunni GRV- fræðsla. Þar má finna ýmislegt fræðandi og skemmtilegt. M.a. má finna glærurnar frá Páli Ólafssyni sem var með frábæran fyrirlestur miðvikudaginn 24. ágúst.

https://www.facebook.com/groups/985308401484961/?fref=ts

Náttúruvísindadagar í 8. - 10. bekk

Big image