DJÚPAVOGSSKÓLI

HUGREKKI - VIRÐING - SAMVINNA

NÓVEMBER OG FÖRUM AÐ HUGA AÐ DESEMBER

NÓVEMBER

 • 20.nóvember - Á sunnudaginn er Dagur mennréttinda barna.
 • 25.nóvember - Sameiginlegur skipulagsdagur starfsmanna í Múlaþingi.


DESEMBER

 • 01.desember - Fullveldisdagurinn og gestadagur
 • 20.desember - Stofujól

NÆSTA VIKA

Mánudagur 21.nóvember

 • Hefjum nýja viku með bros á vör.
 • Þrír nemendur koma í starfskynningu í skólanum eftir hádegi.


Þriðjudagur 22.nóvember

 • Fagfundur 14:20 - 15:50


Miðvikudagur 23.nóvember

 • Góður dagur til að staldra við og njóta.


Fimmtudagur 24.nóvember

 • 14:20 - 15:50 Teymisfundir.
 • Nemendur fara í langt helgarfrí.


Föstudagur 25.nóvember - í dag eiga nemendur frí.

 • Starfsfólk Djúpavogsskóla tekur þátt í sameiginlegum starfsdegi leik- og grunnskóla í Múlaþingi.

MATSEÐILL NÆSTU VIKU

Big picture

GESTAGANGUR OG SMÁSAGNAGERÐ MEÐ BERGRÚNU ÍRISI Á DEGI ÍSLENSKRAR TUNGU

Á Degi íslenskrar tungu var boðið upp á smiðjur í smásagnagerð. Það var Bergrún Íris rithöfundur sem kom til okkar á vegum bókasafna í Múlaþingi, og var með smiðju fyrir miðstig.


Foreldrafélagið nýtti ferðina og bauð yngstastigi upp á samskonar smiðjur, vel gert hjá þeim.


Báðir þessir viðburðir voru mjög vel heppnaðir og nemendur keppust við að skrifa sínar sögur. Þetta passaði mjög vel inn í aðra skemmtilega vinnu hjá okkur á þessum degi.


Þessi dagur var líka gestadagur og mikið erum við þakklát fyrir hvað margir gestir komu í heimsókn.

Fyrir utan gesti sem nemendur buðu með sér þá fengum við líka gesti úr stjórnsýslunni í Múlaþingi og Lögreglustjórinn á Austurlandi kom líka í heimsókn.


Stefanía Malen, grunnskólafulltrúi í Múlaþingi var með viðveru í Djúpavogsskóla á þessum degi. Við nýttum okkur það vel og fyrir utan að leiðbeina Obbu með ýmis verkefni þá fundaði hún með mið- og unglingastigi og fór í alla bekki og hitti nemendur.

Big picture

Þorri var sáttur með smiðjuna og fékk að kaupa sínar uppáhalds bækur.

Big picture
Big picture

SKÓLABÓKASAFN

Nú eru flestar barna- og unglingabækur komnar fram á gang og mynda fallegt skólabókasafn.

Fyrir utan að aðgengi er betra fyrir nemendur og starfsfólk þá er það mjög huggulegt að það fyrsta sem mætir manni þegar komið er inn í skólann, eru bækur.


Enn sem komið er þarf að handskrá þær bækur sem nemendur fá að láni en stefnan er að nemendur og starfsfólk geti skannað inn eintök í sjálfsafgreiðslukerfi en það kerfi er ekki tilbúið í nýju bókasafns-skráningarkerfinu sem tekið var upp í vor í öllum bókasöfnum á landinu.


Hér er hægt að leita í safnkosti í okkar safni.

https://djup.leitir.is/discovery/search?vid=354ILC_ALM:01097

Big picture

Þessi leikur er alltaf jafn skemmtilegur, sama á hvaða aldri maður er :)

Big picture

NEMENDUR Í STARFSKYNNINGU Í TRYGGVABÚÐ

Í vetur hefur Unnur verið með valgrein þar sem nemendur geta heimsótt vinnustaði.

Þeir Sævar og Matti fóru í starfskynningu til Möggu í Tryggvabúð í vikunni. Þeirra fyrsta verk var að brjóta saman þvott. Þeir fór létt með það og alveg augljóst að þeir kunnu það fyrir :)Í næstu viku verða þrír nemendur í starfskynningu í skólanum en þeir ætla að kynna sér kennslu á yngstastigi og hvaða verkefni eru helst á borði skólastjóra.

Big picture

AUGLÝSING AF HEIMASÍÐU MÚLAÞINGS

Helgina 26. - 27. nóvember mun Umhyggja í samstarfi við Systkinasmiðjuna standa fyrir grunnnámskeiði fyrir systkini langveikra barna á aldrinum 8 til 14 ára á Egilsstöðum. Skráning er hafin, en laus pláss á námskeiðið.


Hér er hægt að skoða þetta betur og skrá þátttöku:

https://www.mulathing.is/is/frettir/systkinasmidja-a-egilsstodumSKINKUHORN ÚR HEIMILISFRÆÐI


2½ dl volgt vatn

2 msk olía

4 tsk þurrger

2 tsk sykur

1 tsk salt

6 dl hveiti

Sesamfræ

Rifinn ostur

Fylling

Egg + mjólk til að pensla með

· Stillið ofninn á 200°C.

· Setjið þurrger, volgt vatn og sykur í glas og látið standa í ca 5mín eða þangað til farið er að freyða.

· Mælið hveiti, salti og olíu í skál og blandið vel saman.

· Setjið gerblönduna úti og hnoðið vel saman, amk. í 6mín, deigið á að vera pínu klístrað en bætið við hveiti eftir þörfum.

· Fletjið deigið út eins og pizzu.

· Skerið með pizzaskera í 8 þríhyrninga.

· Setjið fyllingu í breiðari endann á hverjum þríhyrning og smá ost yfir.

· Rúllið deiginu frá breiðari endanum þegar þið lokið hornunum, passa að loka vel svo gúmmulaðið leki ekki úr.

· Raða skinkuhornunum á bökunarplötu og látið lyfta sér í ca 15 mín.

· Pískið egg og mjólk saman og penslið skinkuhornin, stráið sesamfræjum yfir.

· Bakið í 10-12 mín.

Big picture
Big picture

BESTU KVEÐJUR OG GÓÐA HELGI.

STARFSFÓLK DJÚPAVOGSSKÓLA.