Fréttabréf Vesturbæjarskóla

Fréttir og upplýsingar um skólastarfið í Vesturbæjarskóla

Skóladagatal Vesturbæjarskóla

Við minnum á skóladagatal Vesturbæjarskóla sem er á heimasíðu skólans. Hægt er að sækja dagatalið í Google calendar, sjá hnapp á síðunni.

Verkalýðsdagurinn 1. maí

Frí er í skólanum 1. maí á verkalýðsdaginn.
Big picture

Hefðbundið skólastarf 4. maí

Skólastarf í leik- og grunnskólum verður með hefðbundnum hætti frá 4. maí. Engar takmarkanir eru á hámarksfjölda barna í rými. Það þýðir að skipulag varðandi hádegismat og frímínútur verða einnig með eðlilegum hætti. Starfsmenn verða að halda tveggja metra regluna og mega ekki koma saman fleiri 50 í hverju rými með tvo metra á milli sín.


Skólinn verður ennþá læstur og mega foreldrar eða aðrir sem ekki starfa við skólann koma inn í skólahúsnæðið.

Samsöngur

Venjulega er samsöngur alla föstudaga kl. 8:40 og foreldrar eru ávallt velkomnir. Vegna aðstæðna verður ekki hefðbundinn samsöngur restina af skólaárinu.

Námsmat í Mentor

Lokað er fyrir námsmat í Mentor í maí á meðan kennarar eru að vinna að því. Á skólaslitadaginn 5. júní er opnað fyrir námsmat í öllum námsgreinum. Á heimasíðu skólans er hægt að lesa nánar um námsmatið eins og hæfniðviðmið, mikilvæga þætt og matskvarða. Á skólaslitadaginn fá nemendur afhentan vitnisburð með mikilvægum þáttum. Mikilvægir þættir lýsa lykilhæfni sem skilgreind er í Aðalnámskrá grunnskóla þar sem metnir eru meðal annars þættir um hæfni til tjáningar, gagnrýnnar hugsunar, hæfni til samstarfs við aðra, sjálfsþekkingar, ábyrgðar og sjálfstæðis og frumkvæðis.

Við hvetjum foreldra til að sækja sér Mentor appið.

Réttindaráð

Haldnir eru tveir fundir í Réttindaráði í hverjum mánuði. Fjallað er um ýmis mál tengdum réttindum barna. Markmiðið er að gefa börnum skólans tækifæri á að segja skoðanir sínar og hafa áhrif á skólastarfið.


Verkefni Réttindaráðs fram að skólaslitum er að fara yfir aðgerðaráætlun þessa árs og búa til skýrslu Réttindaráðs.


Fundir í Réttindaráði eru 6. og 27. maí.

Vinaleikar Vesturbæjarskóla

Vinaleikarnir verða með hefðbundnu sniði 20. maí. Vinaleikar Vesturbæjarskóla eru dagur þar sem nemendum er skipt í hópa þvert á árganga og taka þátt í fjölbreyttum þrautum og leikjum. Markmið er að nemendur geri sér grein fyrir styrkleikum sínum og fái tækifæri til að leggja sitt af mörkum í samvinnu við aðra, allir geta eitthvað, enginn getur allt. Tilgangurinn er þó fyrst og fremst að hafa gaman.

Uppstigningardagur 21. maí

Frí er í skólanum 21. maí á uppstigningardag.

Vorferðir

Hefð er fyrir því að nemendur og kennarar fari í vorferðir í lok maí eða byrjun júní. Upplýsingar um vorferðir koma síðar.

Annar í hvítasunnu 1. júní

Frí er í skólanum 1. júní á annan í hvítasunnu.

Skólaslit 5. júní

Skólaslit eru 5. júní. Skipulag skólaslita verður með öðrum hætti þar sem foreldrar mega ekki koma inn í skólahúsnæðið. Fyrirkomulag skólaslita verður kynnt síðar.