Tíðindi frá Hólabrekkuskóla

12. desember 2022

Á döfinni

7. bekkur á Reykjum

7. bekkur lagði af stað á Reyki í Hrútafirði í morgun og verður þar fram á föstudag. Skemmtileg vika framundan hjá þeim.


Jólastundir á morgun

Á morgun, þriðjudag, verða jólastundir hjá nemendum skólans. Fyrst kemur 1. - 5. bekkur inn á sal og syngur saman jólalög. 6. - 10. bekkur mun einnig koma á sal og verða sungin þar lög og farið í leiki.


Kósýdagur hjá unglingadeild 19. desember

19. desember verður jólakósýdagur hjá 8. - 10. bekk. Nemendur koma með sparinesti og hafa kósý með kennurum. Jólaleyfið hefst hjá þeim þegar skóla lýkur 19. desember


Jólaskemmtanir 20. desember

Jólaskemmtanir verða 20. desember fyrir nemendur í 1. - 7. bekk.

Nemendur mæta kl. 8:30 í skólann. Þá verða haldin stofujól í árgöngum þar sem nemendur mega mæta með smákökur og safa. Eins verður haldið jólaball á sal skólans þar sem dansað er í kringum jólatréð og góðir gestir koma og skemmta nemendum.

Skóla lýkur þennan dag kl. 11:00 hjá öllum nemendum. Boðið verður upp á gæslu fyrir börn sem eru skráð í frístund þennan dag að stofujólum loknum þar til frístund hefst.


Kennsla hefst miðvikudaginn 4. janúar eftir jólaleyfi

3. janúar er samstarfsdagur kennara og hefst kennsla því miðvikudaginn 4. janúar samkvæmt stundatöflu.

Myndir úr skólastarfinu

Verkefni hjá 1. bekk

1. bekkur í stærðfræðihringekju og ýmsum stafa-, hljóða- og orðaleikjum

Samfélagslögreglan ræðir við nemendur í 7. bekk

Samfélagslögreglan kom og ræddi við nemendur í 7. bekk um bætt samskipti á samfélagsmiðlum og í raunheimum.

Jólaleikrit í 7. bekk

Nemendur í 7. bekk fluttu jólaleikrit fyrir skólann í síðustu viku. Við þökkum þeim kærlega fyrir skemmtilega sýningu

Jólahurðir um allan skóla

Það er skemmtileg hefð hér í skólanum að á aðventunni eru allar hurðir skólans skreyttar með jólaskreytingum.

Hólabrekkuskóli

Tíðindi frá Hólabrekkuskóla,

tekin saman af stjórnendum skólans


Lovísa Guðrún Ólafsdóttir, skólastjóri

Arnór Heiðarsson, aðstoðarskólastjóri

Heiða Berta Guðmundsdóttir, deildarstjóri eldra stigs

Hjördís Þórðardóttir, deildarstjóri yngra stigs