Skólasafn Langholtsskól

Fréttabréf 2. desember 2015

Nýjar bækur ............

Jæja þá eru nokkrar nýjar bækur komnar á safnið, endilega skoðið úrvalið.
Big image

Sogið

Lýst er eftir átta ára stúlku sem hverfur úr skólanum einn haustdag. Undarlegur spádómur unglings kemur upp úr hylki sem innsiglað var fyrir tíu árum, í kjölfarið taka voveiflegir atburðir að gerast í Reykjavík. Og lögreglan er ráðalaus.

Hér stíga fram á sviðið sömu aðalpersónur og í síðustu bók Yrsu Sigurðardóttur, DNA, bestu íslensku glæpasögunni árið 2014.

Sogið er ellefta glæpasaga Yrsu en Þriðja táknið kom út fyrir nákvæmlega tíu árum. Á þessum tíma hefur hún í tvígang fengið Blóðdropann fyrir bestu íslensku glæpasöguna og í fyrra átti hún bestu norrænu glæpasöguna í Bretlandi.

Höfundur: Yrsa Sigurðardóttir

Big image

Stelpur - tíu skref að sterkari sjálfsmynd

Kynþroski og bólur, foreldrar, vinkonur og vinir, heilsa og lífsstíll, ofbeldi og einelti, sjálfstraust og ást, útlit og heilbrigði, eyðsla og sparnaður …

Allt þetta og miklu fleira skiptir unglingsstelpur máli. Í þessari stórfróðlegu og skemmtilegu bók leggur metsöluhöfundurinn Kristín Tómasdóttir fram tíu leiðir fyrir þær að sterkari sjálfsmynd.

Big image

Eldum sjálf

Eldum sjálf er matreiðslubók fyrir börn með uppskriftum sem þau geta spreytt sig á sjálf.

Einfaldleikinn var hafður að leiðarljósi við val á uppskriftum í bókina svo allir í fjölskyldunni geti átt ánægjulega stund í eldhúsinu. Ekki skemmir fyrir að bókina prýða myndir af börnum úr Langholtsskóla.

Höfundur: Dögg Hjaltalín

Big image

Söngleikurinn Úlfur úlfur

Undanfarinn áratug hefur uppsetning á söngleikjum verið stór þáttur í skólastarfi Grundaskóla á Akranesi. Nemendur í 8. - 10 bekk hafa að jafnðai sett upp stórt verk þriðja hvert ár. Úlfur úlfur er sjötti söngleikurinn sem þau settu upp og er sögusafnið bókasafnið en það er heimili fjölmargra ævintýrapersóna. Við fengum bæði DVD og tónlist úr þessu flotta verki.
Söngleikurinn - Úlfur, úlfur - Grundaskóli Akranesi
Big image

Börn og menning - hausthefti

Hausthefti Barna og menningar er komið á safnið en að þessu sinni hverfist blaðið að mestu um ungmennabækur. Í því má meðal annars lesa um mann sem hatar börn, neyðarleg meltingarvandamál, þroskasögu kanadískrar barnastjörnu, Eðvarð Ingólfsson og kaup á getnaðarvörnum í Færeyjum – svo fátt eitt sé nefnt. Það er von okkar og trú að eftir lestur blaðsins verðið þið ekki aðeins fróðari um unglinga og hugðarefni þeirra heldur meira og minna öll farin að bera briljantín í hárið, sauma risastóra axlapúða inn í jakkana ykkar eða gramsa eftir Buffaloskóm í geymslunni!