"Samfélagið í gamla daga"

Þemadagar í Bláskógaskóla Reykholti 25.-29. mars 2019

Skiptum öllum skólanum upp í 3 aldursblandaða hópa

Hver hópur vann verkefni út frá samfélaginu á sínum tíma:
 • 1920-1940
 • 1950-1970
 • 1980-2000

1920-1940

 • Dans - leikir - söngvar
 • Gamli skólinn
 • Gömul tækni
 • Fréttaskot
 • Föndur
 • Afþreying


Grímur Bjarndal Jónsson, fyrrverandi skólastjóri Reykholtsskóla, heimsótti okkur og sagði frá sögu grunnskólans, hefðum og siðum í gegnum tíðina.


Nemendur útbjuggu fréttaskot sem eru aðgengileg á veggspjöldum í skólanum með qr-kóðum.

Draugar, álfar og tröll:

Big picture

1950-1970

Líf, starf, framfarir og helstu byggingar í Biskupstungum á árunum 1940-1979


Makmiðið með þessu verkefni er að:


 • nemendur kynnist nærumhverfi sínu sem best
 • auka virðingu þeirra fyrir umhvefi sínu
 • nemendur nefnt dæmi um það sem er líkt og ólíkt í húsnæði, klæðaburði, mataræði, heimilislífi, menntun, siðum og venjum nú og á öðru tímaskeiði
 • þeir kanni og geti gert grein fyrir nokkrum uppfinningum og tækninýjungum og áhrifum þeirra á samgöngur

 • sýna fram á þá ánægu sem þeir geta haft af sínu nánasta umhverfi ef þeir þekkja vel sögu þess
 • þekki þróun búsetu í eigin heimabyggð og mismunandi notkun lands
 • nemendur hafi þroskað með sér ábyrgðartilfinningu gagnvart sjálfbærri þróun þannig að hann geti lifað í samræmi við þá hugmyndafræði


Bjarney G. Þórarinsdóttir og Skúli Sæland komu í heimsókn og sögðu frá því hvernig var að vera nemandi í Reykholtsskóla á árunum 1950 - 1979. Krökkunum þótti margt ótrúlega skrítið sem þau höfðu að segja og útbjuggu plagat með “Sturluðum staðreyndum”.


Nemendur máttu velja sér eitt viðfangsefni af sjö mögulegum. Þau voru: Grunnskólinn (stækkun 1959), Aratunga (´62) Reykholtshver (´76) Garðyrkjustöðvar (upp úr ´45), Iðubrú (´57) Skálholtsstaður (´63), Kötlugos (1970) og vélavæðing í sveitum. Þau fengu svo nokkuð frjálsar hendur með útfærsluna en í boði voru nokkur öpp: Explain Everything (glæruapp), iMovie (stuttmyndir) Minecraft (byggingar-líkön) Sock puppet / Puppet pals (brúðuleikrit) og Book creator (vinnubók/teiknimyndasaga.

Vinsælustu viðfangsefnin voru: Aratunga, Skólinn og Skálholt. Vinsælasta verkfærið var Minecraft en á eftir því kom Sock puppet og Puppet pals.

Sýnishorn sem unnin voru með Minecraft: Iðubrú, Skálholt og gamli skólinn

https://youtu.be/gRNkwjcPL3A
https://youtu.be/F9I4jmf_fKo
https://youtu.be/Ep4xIo1X84Q

1980-2000

 1. Íþróttastarf í UMFBisk - sagan á þessu tímabili - gerður útdráttur og plaköt
 2. Landbúnaður/landbúnaðartæki - tækin á þessu tímabili - gerðar myndir og plaköt
 3. Húsin í þorpinu - einnar hæðar hús - rætt um húsagerð í þorpinu (Reykholt) - gerð hús út frá ímyndinni - búið til þorp
 4. Trivial - spilið sem var spilað á þessum tíma spilað með nemendum
 5. Biskupstungur - mynd Búnaðarfélagsins sýnd og staldrað við þá sem nemendur þekkja
 6. Íþróttahúsið - reitur afmarkaður í stærð Aratungu og farið í íþróttaleiki og æfingar á því svæði

Big picture