Smiðjuhelgar

5. og 6. apríl 2019

Val á unglingastigi

Haldin var 6. smiðjuhelgin þann 5. og 6. apríl síðastliðinn. Smiðjuhelgar hófust sem samstarfverkefni 4 skóla: Bláskógaskóla Laugarvatni, Bláskógaskóla Reykholti, Flóaskóla og Kerhólsskóla. Flóaskóli dró sig út úr verkefninu eftir 4. helgina en eftir standa hinir skólarnir 3. Skólarnir skiptast á að halda smiðjurnar og skipuleggja eftir óskum og væntingum nemenda. Smiðjuhelgar veita smærri skólum meiri tækifæri til að auka úrval á vali nemenda og einnig er þetta góð leið til að efla félagslega færni nemenda.

Val á helgarsmiðjum

Það er frekar fjölbreytt valið sem hefur staðið nemendum til boða. Nemendur hafa alltaf fengið að koma sínum hugmyndum á framfæri og þeim hefur verið fylgt svo fremi sem það hefur verið mögulegt. Sumt hefur verið háð því að foreldrar hjálpi til, svo sem akstur á krossarahjólum og hestum, og það hefur verið einhugur meðal samfélagsins að láta þetta ganga upp. Hérna er dæmi um það val sem nemendur hafa haft á helgarsmiðjum:


 • Almennar íþróttir og leikir
 • Mótorkross
 • Hestamennska
 • Eldamennska og bakstur
 • Leðurvinna
 • Forritun
 • Box
 • Jóga
 • Boltaíþróttir
 • Tálgun
 • Föndur og saumar
 • Leiklist
 • Sleðagerð
 • Húð, neglur og hár
 • Stelpur rokka
 • FabLab
 • Sirkusæfingar
 • Bogfimi
 • Eldsmiðja
 • Tónlist
 • Listsköpun
 • Bifvélavirkjun
 • Útivist
 • Parkour

Fræðsla á helgarsmiðjum

Auk smiðjanna sem nemendur velja um hafa þau fengið ýmsa fræðslu og nú síðast fengu foreldrar einnig boð um fræðslu frá "fokk me - fokk you". Hér eru dæmi um þá fræðslu sem hefur verið á helgarsmiðjum:


 • Fræðsla frá næringarfræðingi
 • Fokk me - fokk you (sjálfsmynd, samfélagsmiðlar og samskipti kynjanna)
 • Ráðgjafi hjá Kvan fjallaði um sjálfstraust, samskipti og leiðtogahæfileika
 • Kynning á forritun
 • Kynjafræðsla