Djúpavogsskóli

Fréttir úr skólastarfi

OKTÓBER - SKÓLADAGATAL

Samræmdumprófum í 4.bekk er lokið.

05.október - starfsdagur

24.október - fyrsti vetrardagur

26.október - vetrarfrí

27.október - vetrarfrí

29.október - dagar myrkurs

30.október - dagar myrkurs

Næsta vika 5. - 9.október 2020

MÁNUDAGUR - STARFSDAGUR
  • Fagfundar og skipulagsvinna.


ÞRIÐJUDAGUR

  • Nemendur mæta hressir eftir langa helgi.
  • 14:40 Starfsmannafundur (hefur ekki áhrif á viðveru en það þarf að sækja nemendur upp í skóla).
  • Fræðslustjóri kemur í heimsókn.


MIÐVIKUDAGUR

  • Forvarnardagurinn.


FIMMTUDAGUR

  • 14:40 Fagfundur.


FÖSTUDAGUR

  • Göngum rólega inn í helgina.


Lesskimun í 1.bekk hefst í þessari viku.

FORVARNARDAGUR

Markmið Forvarnardagsins er að vekja athygli á mikilvægum þáttum í forvarnarstarfi sem snúa að ungu fólki. Á heimasíðu Forvarnardagsins er meðal annars að finna fróðleik og myndbönd um forvarnir.


https://www.forvarnardagur.is

Dagur íslenskrar náttúru

Nemendur í 3. - 4.bekk settu niður birkiplöntur á skólalóðinni á degi íslenskrar náttúru. Á hverju ári bætast við plöntur í litla grendarskóginn okkar.
Big picture

BYRJENDALÆSI

Nemendur í 1.-2. bekk unnu með lausa stafi í vikunni og bjuggu til allskonar orð sem þeim datt í hug. Það voru þó einhverjir nemendur sem þótti kennslustundin heldur of löng eins og sést.
Big picture

ALLIR Í BÍÓ

Í dag var frumsýning á Cittaslowmyndinni okkar.


Forsagan er að árið 2016 fékk Djúpavogsskóli styrk úr Sprotasjóð og Erasmus+ sem opnaði tækifæri fyrir skólann að hefja samstarf við Cittaslow skóla á Ítalíu og innleiða hugmyndafræðina inn í allt skólastarf.Hluti af styrknum sem skólinn fékk fór í að taka upp heimildarmynd um innleiðingarferlið. Greta Mjöll og framleiðslufyrirtækið Obbosí ehf komu að gerð heimildarmyndarinnar sem nú er tilbúin og verður vonandi sýnd öllu skólasamfélaginu sem fyrst.


Allir fengu popp og svala og fylgdust spenntir með.

Big picture

POPPAÐ Á KENNARASTOFUNNI

Það tekur tíma að poppa fyrir 90 nemendur. Skólastjórnendur tóku daginn snemma og þegar skýningin hófst voru rúmlega hundrað popppokar klárir. Pokarnir voru gerðir úr gömlum tímaritum.
Big picture

BRAS - LIST FYRIR ALLA

Á mánudaginn fékk miðstig heimsókn á vegum Bras. Þetta var dansverkið Rákir með þeim Rán Flygenring og Katrínu Gunnarsdóttur.


Hér má lesa meira um dansverkið.


https://listfyriralla.is/event/rakir-ad-teikna-hreyfingu/

Big picture

HUGARFRELSI VIKUNNAR

Brostu eins oft og þú getur, þá munu aðrir brosa oftar til þín og lífið verður léttara.


Bestu kveðjur og góða helgi.

Starfsfólk Djúpavogsskóla.

DJÚPAVOGSSKÓLI

HUGREKKI - VIRÐING - SAMVINNA