Menntabúðir - 30. október 2019

#menntabudir #uttorg #Mixtura_RVK #menntastefna

Staðsetning: Mixtúra - Margmiðlunarver SFS Safamýri 5, 108 Reykjavík

Hvenær: Miðvikudagurinn 30. október kl. 16:00-18:00

Samstarfsaðilar: Menntavísindasvið HÍ, Nýsköpunarmiðja Skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar, RANNUM og Upplýsingatæknitorg


Menntabúðirnar eru opnar öllum og þema dagsins er UT í skólastarfi.


Skráning fyrir kynningar er á eftirfarandi vefslóð:


Skráning: https://forms.gle/XwkBLodUurba32Ye9


Dagskráin er enn í mótun og mun birtast hér fyrir neðan:


 1. Búnaðarbanki Mixtúru
 2. iMovie og Green screen
 3. HTC Vive
 4. Stafræn saumavél
 5. Makedo og Strawbee
 6. Tónlist og tækni
 7. 3D prentarar
 8. Tæknikistur leikskóla
 9. WeVideo og grænskjár (e. Green Screen)
 10. Cricut föndurvél
 11. Quizlet
 12. Piazza
 13. Canvas - námsumsjónarkerfið
 14. Hermilíkön PhET
 15. Pasco stafrænir mælarÓskir um kynningu á:


 1. Hvernig á að útbúa verkefni í Osmo stafaleiknum?

Hvað eru menntabúðir?

Menntabúðir (e. EduCamp) er óformleg jafningjafræðsla. Þær stuðla að aukinni umræðu á milli skólastiga og eflingu tengslanets þátttakenda sem miðla af eigin reynslu og þekkingu og afla sér fróðleiks frá öðrum.


Settar eru upp nokkrar stöðvar með fjölbreyttum kynningum og eru þátttakendur beðnir um að koma með framlag/kynningu í búðirnar. Framlög geta verið margbreytileg, t.d. að segja frá kennsluhugmynd, vefsíðu, smáforriti, varpað fram spurningu eða koma með eitthvað málefni sem þarfnast lausnar.


Í stuttu máli "Lærum saman og deilum með öðrum".


Ekki er ætlast til að allir komið með framlag til búðanna en gert er ráð fyrir virkri þátttöku með því að ganga á milli stöðva, spjalla og spyrja spurninga.


#Mixtura_RVK

#menntastefna

#menntabudir

#menntaspjall

#uttorg

Menntabúðir í Mixtúru

Wednesday, Oct. 30th 2019 at 4-6pm

5 Safamýri

Reykjavík