Hvalrekinn

Apríl 2019

Big picture

Þemadagar og páskafrí

Ágætu foreldrar,

Senn líður að páskafríi en það hefst í lok vikunnar.

Áður en að páskafríinu kemur ætlum við að brjóta upp hefðbundið skólastarf og hafa þemadaga hjá okkur. Yfirskrift þemadaganna verður að þessu sinni Jörðin. Fjallað verður um jörðina frá ýmsum hliðum.

Minnum við á að á föstudaginn 12. apríl verður opið í hús í skólanum frá kl. 10:00 til 12:00 þar sem foreldrar eru hjartanlega velkomnir til að sjá afrakstur þemadaganna.

Einnig verða nemendur í 10. SB með til sölu kleinur og pizzasnúða sem þeir ætla að baka á þemadögunum, ágóði sölunnar rennur í ferðasjóð nemenda en þeir eru á leið að heimsækja vinabekk í Danmörku.


Kristinn Guðlaugsson, skólastjóri

Big picture

Þemadagar 10. - 12. apríl. Opið hús

Síðustu dagana fyrir páska ætlum við í Hvaleyrarskóla að brjóta upp kennsluna og vera með þemadaga. Þemadagarnir verða með yfirskriftinni Jörðin.

Miðvikudaginn 10. apríl og fimmtudaginn 11. apríl verður skóladagurinn frá kl. 8:20 - 13:20. Einnig falla niður sundtímar á fimmtudeginum og föstudeginum.


Föstudaginn 12. apríl ætlum við síðan að vera með opið hús frá kl. 10:00 - 12:00 þar sem við bjóðum foreldrum og velunnurum skólans að koma og skoða afrakstur þemadagana.

Ef nemendur yngstu deildar þurfa gæslu frá kl. 08:20 til 10:00 þá geta þeir komið í skólann og fengið gæslu á þessum tíma.

Ingunn Lind 7. BJG í 1. sæti í Stóru upplestrarkeppninni

Lokahátíð Stóru upplestarkeppninnar var haldin í Hafnarborg þriðjudaginn 2. apríl. Að keppninni standa Raddir, samtök um vandaðan upplestur og framsögn, í samstarfi við Hafnarfjarðarbæ. Á hátíðinni lásu nemendur í 7. bekk, sem valdir voru úr grunnskólum Hafnarfjarðar, brot úr skáldverki og ljóð. Skáld keppninnar að þessu sinni voru þau Ævar Þór Benediktsson og Anna Sigrún Snorradóttir. Að venju valdi dómnefnd þrjá bestu upplesarana og veitti þeim viðurkenningu og að auki voru tilkynnt úrslit í smásagnasamkeppni 8. - 10. bekkja og veittar viðurkenningar.


Fulltrúi Hvaleyrarskóla Ingunn Lind Pétursdóttir 7. BJG stóð uppi sem sigurvegari einnig tók Kamilla Guðrún Lowen 7. SHS þátt, þær stóðu sig vel og voru skólanum til mikillar sóma. Amelía Björk Kowalczyk í 7. SHS las ljóð á pólsku " POLSKA " og gerði það mjög vel . Frábærir lesarar þar á ferð! Óskum við Ingunni innilega til hamingju með sigurinn og glæsilegan upplestur.

Á myndinni má sjá Ingunni Lind ásamt Hafdísi kennara sem sá um þjálfun og Sigrúnu aðstoðarskólastjóra.

Stærðfræðikeppni Flensborgar

Undanfarin ár hafa stærðfræðikennarar í Flensborg sé um stærðfræðikeppni fyrir nemendur í unglingadeildum grunnskólanna í Hafnarfirði. Öll árin hafa nemendur Hvaleyrarskóla tekið þá og oft með góðum árangri.

Núna í ár sigraði Hrafnkell Hvanndal Halldórsson 8. MK í stærðfræðikeppni nemenda í 8. bekk með miklum yfirburðum. Óskum við Hrafnkeli til hamingju með árangurinn.

Á myndinni má sjá Hrafnkel ásamt Gunni Baldursdóttur stærðfræðikennara.

Páskafrí

Páskafrí hefst að loknu Opnu húsi föstudaginn 12. apríl.

Kennsla hefst aftur að loknu páskafrí samkvæmt stundatöflu þriðjudaginn 23. apríl kl. 8:20.

Vonum að allir hafi það sem best í páskafríinu og komi endurnærðir að loknu fríi.

Holtasel er opið venju samkvæmt í páskavikunni og hefur póstur verið sendur til foreldra þeirra barna sem eru skráðir í Holtasel.

Spjaldtölvur til nemenda í 8. bekk

Loksins fengu nemendur í 8. bekk afhentar spjaldtölvur í síðustu viku. En búið er að bíða lengi eftir því að geta afhent nemendum spjaldtölvurnar.

Hefur mikil framför orðið í umsýslu með spjöldin frá þeim spjöldum sem afhent vorum nemendum sem nú eru í 9. og 10. bekk. Til stendur að innkalla öll spjöld í vor og verða þau sett upp út frá nýju kerfi en það einfaldar alla umsýslu með spjöldin og þau öpp sem fara eiga á spjöldin. Við ítrekum að spjöldin eru kennslutæki nemenda til að styðja við aukinn sveigjanleika og fjölbreyttari kennsluhætti.

Á myndinni má sjá nemendur í 8. MK þegar þau voru nýbúin að fá spjöldin afhent.

Heimavinnuaðstoð í Hvaleyrarskóla

Sjálfboðaliðar Rauða krossins taka á móti nemendum á bókasafni skólans og aðstoða við heimanámið. Hittumst á þriðjudögum kl. 13:30 - 15. Allir velkomnir!

Um heimavinnuaðstoð / Heilahristing:
Heimavinnuaðstoðin er fyrir öll börn í 1. til 10. bekk. Markmið verkefnisins er að styrkja börnin í námi og kynna fyrir þeim þjónustu bókasafnsins í tengslum við nám og áhugamál.

Nánari upplýsingar veitir:
Hulda M. Rútsdóttir, Verkefnastjóri Rauða krossins, Netfang: hulda@redcross.is

Viðvera hjúkrunarfræðings

Íris Ómarsdóttir Hjaltalín skólahjúkrunarfræðingur er með viðveru í Hvaleyrarskóla á miðvikudögum, fimmtudögum og föstudögum frá kl. 8:00 - 15:00 og á þriðjudögum frá kl. 14:00 - 15:00.

Hér má sjá upplýsingar um heilsuvernd skólabarna.

Á döfinni

  • Forinnritun nýnema sem eru að útskrifast úr 10.bekk er 8. mars – 13. apríl.

  • Þemadagar verða 10. - 12. apríl þar sem unnið verður með jörðina mína. Afrakstur vinnunnar verður á opnu húsi föstudaginn 12. apríl.

  • Mánudaginn 29. apríl halda allir nemendur 10. bekkjar til Danmörku og heimsækja sína vinabekki í Sct. Nicolai Skolen í Köge og Gudenåskolen í Ry.

  • Fimmtudaginn 25. apríl er sumardagurinn fyrsti en þá er frí í skólanum.

  • Miðvikudaginn 8. maí er íþróttakeppni 9. bekkinga og verður hún haldin í Kaplakrika þetta árið.

  • Prófadagar verða í mið- og elstudeilda 23. og 24. maí, skipulag verður nánar auglýst síðar.

  • Fimmtudaginn 29. maí er Uppstigningardagur - þá er frí í skólanum.

  • Föstudaginn 30. maí er Skipulagsdagur, þá er frí hjá nemendum í skólanum en Holtasel verður opið fyrir þá nemendur sem þar eru skráð.

KURTEISI ~ ÁBYRGÐ ~ SAMVINNA

Hvalrekinn


Opnunartími skrifstofu:

Kl. 7:45 - 15:30 mán-fim

Kl. 7:45 - 14:00 fösFréttabréf Hvaleyrarskóla. Sent á foreldra nemenda skólans og skólasamfélagið.