Hvalrekinn

Desember - Árið 2018

Big picture

Hvalrekinn í nýju formi

Ágætu foreldrar.

Hér gefur að líta Hvalrekann okkar sem er fréttabréf skólans. Miðill til að upplýsa foreldra um skólastarfið, hvað hefur verið að gerast undanfarið og ekki síður um það sem er á döfinni.

Desembermánuður er genginn í garð og senn líður að styðsta degi ársins, það sem gleður líka augað í þessum mánuði eru öll jólaljósin sem komin eru upp. Skólinn var skreyttur af starfsfólki í síðustu viku og mun örlítið bætast við á næstu vikum.

Nú er yndislegur tími í hönd þar sem við í Hvaleyrarskóla leggjum upp með að hafa rólegheit og gaman í skólanum. Dagskráin í desember verður mismunandi eftir árgöngum og deildum en umsjónarkennarar munu senda út nánari dagskrá þegar nær dregur. Dagskráin í desember og litlu jólanna í Hvaleyrarskóla má sjá hér fyrir neðan.

Kristinn Guðlaugsson, skólastjóri

Jólamatur 12. desember

Miðvikudaginn 12. desember ætlum við að gera okkur glaðan dag og mæta öll í jólapeysum. Í hádeginu þennan dag verður hátíðarmatur hjá Skólamat. Þeir nemendur sem ekki eru í mataráskrift þennan dag geta keypt staka máltíð, þ.e. „hátíðarmiða“ á 600 kr. Þeir sem eiga matarmiða geta skipt honum út fyrir „hátíðarmiða“ í mötuneytinu. Í matinn verður hangikjöt ásamt meðlæti og ís í eftirrétt. Salan (og miðaskiptin) stendur yfir dagana 5. - 10. desember milli kl. 9 og 11 í mötuneytinu. Aðeins er hægt að borga með peningum.

Öðruvísi jóladagatal

Margir bekkir í yngi- og miðdeild Hvaleyrarskóla hafa ákveðið að taka þátt í verkefninu Öðruvísi jóladagatal sem kemur frá SOS barnaþorp Sameinuðu þjóðanna. Á hverju skóladegi frá 3. – 14. desember opna nemendur nýja glugga með kennara sínum og sjá þá stutt myndband um börn frá ýmsum heimshlutum.

Áhersla er að gefa frá okkur og styrkja gott málefni. Nemendur geta unnið létt heimilisverk heima við og unnið sér þannig inn smá pening sem rennur til SOS Barnaþorpanna. Heimilisverkin og tímasetning þess ákveða nemendur í samráði við foreldra sína og það er undir hverri fjölskyldu komið að ákveða hvort og þá hvaða upphæð gefa skuli, margt smátt gerir eitt stórt (Sjá bréf sem nemendur fóru heim með sér). Best er að koma með umslagið í lok tímabilsins þ.e 14. desember.

Litlu jólin hjá 6. og 7. bekk frá 16.30-18.30 - 19. desember

16.30 Stofujól

17.15 Helgileikur

17.30 - 18.30 Jóladiskó

Smákökur og gos en sælgæti er ekki í boði. Pakkaleikur verður í bekkjunum en miðað er við 1000 kr. hámark sem pakkinn má kosta.

Litlu jólin hjá 8. – 10. bekk frá kl. 19:30 – 21:30 - 19. desember

Boðið er upp á nýbakaðar vöfflur ásamt kakói með rjóma. Þá verða skemmtiatriði og uppistand þar á eftir. Þeir nemendur sem ekki mæta á litlu jólin mæta á fimmtudaginn 20. desember frá kl. 9:00 til 12:00 og hjálpa til á jólaskemmtunum hjá yngri nemendum.

Litlu jólin hjá 1.-5. bekk - 20. desember

Litlu jólin hjá 1.- 2. bekk.

  • 9.00-9.45 Stofujól
  • 9.45-10.30 Helgileikur og jólaball


Litlu jólin hjá 3.-5. bekk.

  • 10.30-11.15 Stofujól
  • 11.15-12.00 Helgileikur og jóladiskó


Smákökur og gos, sælgæti er ekki í boði.

Ath. pakkaleikur er hjá nemendum í 5. bekk, miðað er við 1000 kr. hámark sem pakkinn má kosta.

Að loknu jólafríi

  • Föstudaginn 4. janúar er skipulagsdagur kennara og því frí hjá nemendum.
  • Kennsla hefst samkvæmt stundaskrá mánudaginn 7. janúar 2019.

Jólakveðja

Við óskum ykkur og fjölskyldum ykkar gleðilegra og ánægjuríkra jóla. Megi gleði og gæfa umvefja ykkur um hátíðina og á nýju ári.

Með bestu jólakveðjum,
Stjórnendur og starfsfólk Hvaleyrarskóla.

Á döfinni

  • Námsviðtöl verða þriðjudaginn 29. janúar
  • Dagur stærðfræðinnar er föstudaginn 1. febrúar

KURTEISI ~ ÁBYRGÐ ~ SAMVINNA

Hvalrekinn


Opnunartími skrifstofu:

Kl. 7:45 - 15:30 mán-fim

Kl. 7:45 - 14:00 fösFréttabréf Hvaleyrarskóla. Sent á foreldra nemenda skólans og skólasamfélagið.