
Skólafréttir ágúst 2023👋
Þekking - færni - virðing & vellíðan
Skólastart 🥳
🧘🏻 allir hafi náð að hlaða batteríin
📖 Lesið góða bók
🍿 Séð skemmtilega bíómynd
🚌 Og ekki hugsað mikið um skólann (jæja, kannski aðeins)
🙉 En nú byrjum við annað frábært skólaár og hlökkum til áframhaldandi samstarfs við ykkur kæru foreldrar.
Í þessu fréttabréfi eru helstu upplýsingar varðandi fyrstu dagana í skólanum.🌟
Skóli hefst samkvæmt stundatöflu þriðjudaginn 22. ágúst kl. 8:00
Nemendur í 2. - 10. bekk mæta allir í skólann klukkan 8:00
Skólasetning hjá 2. - 4. bekk kl: 8:00 - foreldrar velkomnir
Skólasetning hjá 5. - 6. bekkur kl: 8:30 - foreldrar velkomnir
Skólasetning hjá 7. - 10. bekk kl: 9:00 - foreldrar velkomnir
1. bekkur mun mæta í viðtal hjá sínum umsjónakennara þennan dag og byrjar samkvæmt stundatöflu miðvikudaginn 23. ágúst kl. 8:00
Frístund
Frístund er heilsdagsskóli fyrir nemendur 1.-4. bekkjar og hefur aðsetur í skólanum. Eins og staðan er í dag þá hefur ekki tekist að ráða starfsfólk í Frístund og því mun hún ekki taka til starfa um leið og skólinn hefst. Nánari upplýsingar verða sendar á næstu dögum.
Göngudagur & berjadagur
Á næstu tveimur vikum stefnum við á göngudag og berjadag. Frekari upplýsingar verða sendar til ykkar í pósti þegar veðurspá og dagsetningar eru klárar.
Mynd frá göngudegi haustið 2022. Nemendur á leið heim eftir að hafa gengið yfir Reykjaheiði
Teymi veturinn 2023-2024
Teymi 1. - 2. bekkjar
Ingibjörg - stuðningsfulltrúi
Gréta - umsjónakennari
Guðbjörg - stuðningsfulltrúi
Kolbrún - umsjónakennari
Linda - umsjónakennari
Teymi 3. - 4. bekkur
Anna Lauga - umsjónakennari
Bryndís - umsjónakennari
Lilja - umsjónakennari
Teymi 5. - 6. bekkjar
Jón Bjarki - umsjónakennari
Einar - stuðningsfulltrúi
Jónína - umsjónakennari
Teymi 7. - 8. bekkjar
Rúnar Helgi - umsjónakennari
Kristján Freyr - umsjónakennari
Lovísa María - stuðningsfulltrúi
Guðrún Anna - umsjónakennari
Teymi 9. - 10. bekkjar
Einar Kára - umsjónakennari
Hugrún Felixdóttir - umsjónakennari
Ingibjörg María - stuðningsfulltrúi
Jóhann - stærðfræðikennari
Stoðteymi
Gunnhildur - verkefnastjóri sérkennslu
Magnea Kristín - sérkennari
Elsa Hlín - Sérkennari
Valdís - iðjuþjálfi
Arna - þroskaþjálfi
Verkgreinateymi
Ásrún - handmennt
Guðný Ólafs - upplýsingatækni
Skapti - myndmennt
Sólveig Lilja - smíðar
Ingibjörg - heimilisfræði
Íþróttateymi
Helena Frímans
Harpa Heimis
Stjórnendateymi
Katla - deildarstjóri eldra stigs
Vilborg - ritari
Hjördís Jóna - deildarstjóri yngra stigs
Friðrik - skólastjóri
Skólaliðar eldra stigs
Elín Hreiðars
Hólmfríður Stefáns
Lilja Kristins
Skólaliðar yngra stigs
Ella
Snjóka
ÍSAT teymi
Erna Þórey
Gerða Maja
Skólagögn
Skólinn útvegar nemendum flest öll skólagögn. Mikið hefur borið á því síðustu ár að nemendur fari illa með blýanta og strokleður og því höfum við ákveðið að eftirfarandi reglur gildi. Foreldrar þurfa því að yfirfara pennaveski barna sinna stöku sinnum yfir veturinn. Foreldrar nemenda í 7. bekk þurfa að kaupa casio vasareikni fyrir sín börn, þetta er vasareiknir sem nemendur geta notað út skólagönguna, í framhaldsskólanum og jafnvel inn í háskólann.
Blýantar
Hver nemandi fær 2. blýanta að hausti og 1.-2. um áramót. Gott er að benda nemendum á að geyma þá í pennaveski í tösku þegar ekki er verið að nota þá. Foreldrar þurfa að útvega fleiri ef nemandi þarf fleiri blýanta yfir veturinn.
Strokleður
Nemandi fær 1 strokleður að hausti og eitt um áramót ef þarf. Foreldrar þurfa að útvega fleiri ef nemandi þarf fleiri strokleður yfir veturinn.
Litir
1. bekkur fær afhenda liti þegar þau koma inn í skólann. Í öðrum bekkjum er boðið upp á litakörfur. Þeir nemendur sem ekki vilja nýta þær geta verið með eigin liti í pennaveski.