ÍSLE3SK05

Íslenskar skáldsögur

UNDANFARI: 2 áfangar á 2. þrepi í íslensku

Í áfanganum kynnast nemendur völdum íslenskum skáldsögum. Þeir fá einnig þjálfun í greiningu þeirra og lesa jafnframt ýmsar fræðigreinar um bókmenntir. Nemendur gera einnig grein fyrir lestrarreynslu sinni munnlega og skriflega. Lesnar verða 5-6 íslenskar skáldsögur frá upphafi skálsagnaritunar á Íslandi til okkar daga. Flestar bækur verða valdar af kennara en stundum fá nemendur frjálsar hendur um val. Krafa um mikinn lestur.

Menntaskólinn á Ísafirði