Skólastarfið í mars
Vinátta - Samvinna - Ábyrgð
Lokakeppni skólans í Stóru upplestrarkeppninni
Þeir sem komust í úrslit eru: Steinunn Björk Gunnarsdóttir, Birna Sól Einarsdóttir, Elsa Diljá Lunddal Rúnarsdóttir, Sara Berglind Pálsdóttir, Jón Elías Óskarsson, Sara Karabin, Soffía Karen Björnsdóttir, Theodór Elvis Ólafsson, Ólöf Natalie Gonzales, Karen Björg Stefnisdóttir, Orri Jóhannsson og Telma Sif Árnadóttir.
Skólatónleikar fyrir 1.-4. bekk
Fjallaævintýraferðir
14. mars fyrir miðdeild
15. mars fyrir unglingadeild
Þessar ferðir eru fyrir alla sem vilja fara á skíði, bretti, snjóþotu, sleða, gönguskíði, í göngutúr, fjallaklifur o.s.frv. Nú er bara að vona að veðrið verði okkur hagstætt svo við getum átt geggjaðan útivistardag saman. Nánari upplýsingar verða sendar til ykkar þegar nær dregur.
Samvinna barnanna vegna
Endilega skráið ykkur á fundinn hér: https://forms.gle/RhT5niz458zoZ7wc7.
Mikilvægt er að skrá inn netfang ef þið ætlið að vera í streymi.

Alþjóðlegi dagur stærðfræðinnar eða PÍ dagurinn 14. mars
Við hér í Hraunvallaskóla höfum reglulega gert eitthvað skemmtilegt á þessum degi og hafa stærðfræðikennararnir bryddað upp á ýmsu. Svo verður einnig í ár og verður gaman að sjá hvað kennarar ætla að gleðja nemendur með.
Alþjóðlegi downsdagurinn 21. mars
Vímuefnafræðslan VELDU fyrir 8. bekk
Fyrirtækið Heilsulausnir mun koma og fræða nemendur um vímuefni.
Rætt verður um vímuefni sem eina heild og farið yfir hvernig áhrif þau hafa á líkama okkar, huga og líf. Farið verður yfir algengustu vímuefnin eins og t.d. áfengi, kannabis og nikótín.
Fræðslan endar á því að ræða um sjálfsmyndina en það að byggja upp sterka og jákvæða sjálfsmynd er besta forvörnin gegn áhættuhegðun eins og vímuefnanotkun.
Nálgunin er svona:
"Við reynum að lexía ekki yfir þeim heldur notum við frekar áhugahvetjandi samtalstækni. Þannig gefum við þeim sannreyndar upplýsingar svo hvetjum við þau til að taka sjálf ákvörðun hvort þau vilji nota vímuefni eða ekki.
- Allt fræðsluefni okkar er samið og flutt af okkur.
- Allt efnið er byggt á nýlegum og gagnreyndum heimildum.
- Fræðslan er í stöðugri þróun í takt við nýjar upplýsingar og venjur í samfélaginu."
Taflmót í Hvaleyrarskóla fyrir miðdeild 22. mars
Spurningakeppni miðdeildar 24. mars
Sökum Covid höfum við ekki haft spurningakeppnina okkar í miðdeild síðan 2019. Við ætlum að endurvekja hana þetta skólaárið og hlökkum mikið til. Keppnin hefur verið afar skemmtileg og gaman að sjá nemendur og starfsfólk vinna saman þegar á hólminn er komið. Það eru 10 bækur undir í keppninni og hvetjum við sem flesta til að lesa eins og þeir geta.
Fyrirkomulag kepnninnar:
1. Almennur hluti án hjálpar - spurningar um höfunda og bækur (eingöngu aðallið má svara) Eitt stig fyrir hvert rétt svar
2. Vísbendingaspurningar - þrjár spurningar (Hér þarf að þekkja persónur bókanna – geti lið svarað eftir fyrstu vísbendingu fær það 3 stig, 2 eftir aðra og 1 eftir þriðju (Hér er kíkt á það sem þau skrifa en ekki sagt upphátt nema öll lið hafi rétt eða rangt svar) (Hér má leita hjálpar hjá samnemendum
3. Kahoot hópur svarar spurningum (sigurlið fær 5 stig annað sæti 3 og þriðja 1)
4. Almennur hluti með sal spurningar um höfunda og bækur. Má fá aðstoð úr sal (eitt stig fyrir hvert rétt svar)
5. Látbragðsleikur (Valinn leikari stígur á svið einn frá hverjum árgangi og leikur spurningu öll lið svara í einu – 1 stig fyrir hvert rétt svar)
6. Lukkuhjólið (nýtt 2019) flokkar 1. Íslenskir höfundar 2. Erlendir höfundar 3. Sögupersónur/söguþráður (þarf 6 spurningar úr hverjum flokki) einn snýr til þess að velja úr hvaða bók eða hvaða höfundur er spurt um – eitt stig fyrir hvert rétt svar og eitt lið að svara)
7. Spurt um höfunda - Erfiðar spurningar – Hér má fá hjálp frá sal og starfsfólki 1 stig fyrir rétt svar
8. Textabrot - Hér verða lesin upp textabrot sem á að þekkja. Þrjú slík verða lesin og hægt er að fá 1 stig fyrir hvert rétt svar. Hér má fá aðstoð bæði hjá nemendum og kennurum árgangs.
Söngleikur ársins
Hraunvallaleikar 28.-30. mars
Þriðjudaginn 28. mars byrja hinir árlegu Hraunvallaleikar en þá er hefðbundið skólastarf brotið upp í fjóra daga. Hugmyndin með leikunum er að búa til skemmtilegan viðburð þar sem nemendur og starfsfólk eiga góða daga við leik og skemmtun. Við tökumst á við fjölbreytt verkefni, þrautir og leiki þar sem allir fá að spreyta sig og stórir sem smáir hjálpast að.
Íþróttir, sund, smiðjur og valgreinar verða ekki kenndar þessa daga og allir ljúka sínum skóladegi kl. 13:20. Hraunsel starfar eins og venjulega og opnar kl. 13:15.
Nemendur eru í 54 hópum og eru einn til tveir hópstjórar úr unglingadeild í hverjum hópi.
Hver hópur hefur ákveðið númer sem staðsett er á ákveðnum stað á göngum skólans, merkt með fjólubláum lit. Þar hittir hópurinn hópstjórana sína í upphafi hvers dags. Samtals 11-13 nemendur eru í hverjum hópi og er aldursblöndunin frá 1. og upp í 10. bekk. Markmiðið með því er að tengja saman nemendur á mismunandi aldri, efla samskipti og góðan skólaanda.
Nemendur koma með nesti með sér að heiman sem þeir borða þar sem þeir eru staðsettir þegar að nestistíma kemur. Þeir nemendur sem eru í áskrift fara í fylgd í matsalinn, sækja sér ávöxt og fara sömu leið til baka og borða með sínum hópi.
Ein föst stöð eru í gangi alla þrjá dagana og er hún fyrir miðdeild. Þetta eru „Varlafréttir“ sem er fjölmiðlastöð leikanna. Nemendur sem völdu þá stöð vinna að ákveðnu verkefni allan tímann og fara ekki á aðrar stöðvar. Oftast velja fleiri en komast að og því er dregið í hópana.
Föstudagurinn er sveigjanlegur skóladagur. Þá lýkur kennslu kl. 11:00/11:15. Sá dagur verður nokkurskonar uppskeruhátíð Hraunvallaleikanna og nemendur í unglingadeild fá umbun fyrir sitt frábæra starf að leiða hópana sína.
Við vonumst til að þessi síðasta vika fyrir páskaleyfi verði skemmtileg og spennandi fyrir okkur öll og hlökkum til að takast á við fjölbreytt og skemmtileg verkefni.
Skertur skóladagur í 1.-10. bekk 31. mars
Foreldrasími heimilis og skóla
Við hjá Heimili og skóla, landssamtökum foreldra höfum aukið við þjónustuna okkar og erum farin að bjóða upp á "Foreldrasíma heimilis og skóla".
Foreldrasíminn er hugsaður fyrir foreldra og fagfólk til að fá ráðgjöf og stuðning. Í Foreldrasímanum eru veittar upplýsingar um hvert skal leita með mál og ráðgjöf veitt eftir atvikum til að styðja við og efla foreldrasamstarf og jákvæð samskipti foreldra og skóla.
Foreldrasími Heimilis og skóla er 516-0100 og er opinn frá kl. 09:00 -12:00 og 13:00 -21:00 á virkum dögum og frá kl. 10:00 -14:00 um helgar.
Með góðri kveðju,
Heimili og skóli, landssamtök foreldra


Foreldrarölt
Á undanförnum árum hafa foreldrar og forráðamenn í samstarfi við foreldrafélög skólanna, félagsmiðstöðvarnar og lögregluna farið í skipulagt foreldrarölt á kvöldin um helgar. Um er að ræða sjálfboðaliðastarf foreldra þar sem leitast er við að ná fram samstöðu þeirra á meðal um að virða reglur um útivist barna og koma í veg fyrir hópamyndun unglinga eftir að lögbundnum útivistartíma er lokið.
Með því að taka þátt í foreldrarölti kynnist þú öðrum foreldrum og hverfinu, styrkir tengslanet og auðveldar samskipti foreldra/forsjáraðila, hefur þú áhrif á góðan hverfisbrag og það félagslega umhverfi sem börnin okkar og unglingar búa í.
Besta forvörn ósækilegrar hópamyndunar unglinga er sýnileiki fullorðinna og með virku foreldrarölti minnka líkur á hópamyndunum, notkun vímuefna, eineltis og ofbelis. Allir þessir hlutir ógna öryggi hverfisins okkar, sem hefur bein eða óbein áhrif á þitt barn.
Foreldraröltið er frábært tækifæri til að virkja foreldra til samstöðu um að virða reglur um útivist barna og unglinga, búa til tengslanet þeirra á milli og koma í veg fyrir hópamyndun unglinga að loknum lögbundnum útivistartíma. Röltið er einnig gott verkfæri til að efla og styrkja foreldra í uppeldishlutverki sínu.
Foreldrarölt fer alla jafna fram á föstudagskvöldum en stundum kemur það fyrir að það sé á miðvikudagskvöldum.

Tómstundamiðstöð skólans
HraunselHlutverk frístundaheimila er að bjóða upp á fjölbreytt frístunda- og tómstundastarf án aðgreiningar fyrir börn á aldrinum 6-9 ára eftir að kennslu lýkur. Markmið starfsins er að efla sjálfstraust og félagsfærni. Starfsemi frístundaheimila hefur áhrif á félagsþroska barna og er vettvangur þar sem þau æfa sig í vináttu og samskiptum. Börnin læra gagnkvæma virðingu, traust og umburðarlyndi í gegnum leik og starf. Umhverfi frístundaheimila einkennist af öryggi og fagmennsku. Aðstæður eiga að einkennast af jákvæðum samskiptum og lýðræðislegum starfsháttum. Í frístundaheimilinu er hlustað, rætt saman og ekki síst er pláss fyrir allar tilfinningar. Hér er dagskrá uppbrotsdaga í MARS. Hraunsel er opið alla virka daga frá kl. 13:20-17:00. | Mosinn miðdeildMarkmið félagsmiðstöðva er að ná til allra nemenda í miðdeildum og unglingadeildum skólanna og gefa þeim tækifæri á að stunda skapandi og þroskandi félagsstarf í heilbrigðu umhverfi á jafnréttisgrundvelli. • Félagsmiðstöðin skal vera vettvangur þar sem börn og unglingar fá tækifæri til að sýna frumkvæði, axla ábyrgð og sýna sjálfstæði í vinnubrögðum. | Mosinn unglingadeild Markmið félagsmiðstöðva er að ná til allra nemenda í miðdeildum og unglingadeildum skólanna og gefa þeim tækifæri á að stunda skapandi og þroskandi félagsstarf í heilbrigðu umhverfi á jafnréttisgrundvelli. Félagsmiðstöðin skal vera vettvangur þar sem börn og unglingar fá tækifæri til að sýna frumkvæði, axla ábyrgð og sýna sjálfstæði í vinnubrögðum. Hér er dagskrá fyrir MARS en Mosinn er opinn á mánudögum, miðvikudögum og föstudögum frá kl. 19:30-22:00. Við hvetjum alla til að mæta enda hefur þátttaka í tómstundastarfi ákaflega jákvæð áhrif á nemendur. |
Hraunsel
Hlutverk frístundaheimila er að bjóða upp á fjölbreytt frístunda- og tómstundastarf án aðgreiningar fyrir börn á aldrinum 6-9 ára eftir að kennslu lýkur. Markmið starfsins er að efla sjálfstraust og félagsfærni. Starfsemi frístundaheimila hefur áhrif á félagsþroska barna og er vettvangur þar sem þau æfa sig í vináttu og samskiptum. Börnin læra gagnkvæma virðingu, traust og umburðarlyndi í gegnum leik og starf. Umhverfi frístundaheimila einkennist af öryggi og fagmennsku. Aðstæður eiga að einkennast af jákvæðum samskiptum og lýðræðislegum starfsháttum. Í frístundaheimilinu er hlustað, rætt saman og ekki síst er pláss fyrir allar tilfinningar.
Hér er dagskrá uppbrotsdaga í MARS. Hraunsel er opið alla virka daga frá kl. 13:20-17:00.
Mosinn miðdeild
Markmið félagsmiðstöðva er að ná til allra nemenda í miðdeildum og unglingadeildum skólanna og gefa þeim tækifæri á að stunda skapandi og þroskandi félagsstarf í heilbrigðu umhverfi á jafnréttisgrundvelli. • Félagsmiðstöðin skal vera vettvangur þar sem börn og unglingar fá tækifæri til að sýna frumkvæði, axla ábyrgð og sýna sjálfstæði í vinnubrögðum.
Mosinn unglingadeild
Hér er dagskrá fyrir MARS en Mosinn er opinn á mánudögum, miðvikudögum og föstudögum frá kl. 19:30-22:00. Við hvetjum alla til að mæta enda hefur þátttaka í tómstundastarfi ákaflega jákvæð áhrif á nemendur.