Menntabúðir #Eymennt 5/8

Brekkuskóla 26. janúar 2016 kl. 16:00-17:30

Upplýsingatækni og einstaklingsmiðun

Að þessu sinni verður viðfangsefni menntabúðanna upplýsingatækni og einstaklingsmiðun. Þær verða haldnar í Brekkuskóla þriðjudaginn 26. janúar 2016 kl. 16:.00-17:30.


Markmið menntabúðanna er að gefa kennurum og þeim sem hafa áhuga kost á að miðla reynslu sinni af notkun upplýsingatækni og læra hver af öðrum. Kennarar eru hvattir til að segja frá reynslu sinni og deila góðum hugmyndum.

Kynningar, spurningar og umræður

Jafnhliða því sem kennarar eru hvattir til að koma á menntabúðirnar til að deila reynslu sinni og þekkingu þá er nú þegar ljóst að fjölbreyttar menntabúðir verða í boði:


 • PuppetPals - forrit til að búa til myndasögur
 • Bráðger börn og upplýsingatækni í námi
 • OSMO hugbúnaðurinn - reynir á hug, hönd og rökhugsun. Sjá https://playosmo.com/en/ .
 • Quizlet - forrit til að búa til spurningaspjöld (flip cards)
 • Sound Cloud og Vacaroo - forrit til að taka upp hljóðskrár sem hægt er að tengja við bækur, próf eða skoðanakannanir með QR kóða.
 • Foxit Reader og Scanner - forrit til að skanna texta og vinna með í tölvu t.d. skrifleg verkefni og vinnnubækur eða pdf. skjöl. Einnig verður fjallað um hvernig sækja má hljóðbækur í snjalltæki.
 • Forrit í sérkennslu


Á menntabúðunum verða eftirtaldar spurningar verða ræddar:


 • Hvað er árangursríkt að vinna með nemendum í upplýsingatækni og hvers vegna?
 • Hver eru helstu vandamálin við upplýsingatækni og einstaklingsmiðun náms og hvernig má komast hjá þeim?
 • Hvaða smáforrit (öpp) virka vel við einstaklingsmiðun náms og hvernig eru þau notuð?
 • Hvaða smáforrit virka ekki og hvers vegna ekki?
 • Hvernig myndu kennarar vilja sjá upplýsingatækni og einstaklingsmiðun náms?
Big image

Hvað eru menntabúðir #Eymennt?

Menntabúðir #Eymennt eru styrktar af Endurmenntunarsjóði grunnskóla og eru samstarfsverkefni Hrafnagilsskóla, Brekkuskóla á Akureyri, Þelamerkurskóla og Dalvíkurskóla. Kennarar úr öðrum leik- og grunnskólum eru velkomnir að fylgja samstarfsskólunum fjórum eftir í þessari endurmenntunarvegferð.


Á núverandi skólaári er áætlað að halda átta menntabúðir, eina í hverjum mánuði og verða ólík þemu sett upp í hvert skipti.