Litlu - jól í Brekkuskóla

21. desember 2017

Ágætu foreldrar og forráðamenn

Jólin nálgast óðfluga og að venju höldum við Litlu - jólin hátíðleg í skólanum. Hér fyrir neðan er dagskrá þeirra.

Í desember er margt skemmtilegt brallað í skólanum, má nefna að vinabekkir hafa verið að hittast og föndra saman. Nemendum hefur verið boðið á tónleika í Hofi, á leikskýningu í Samkomuhúsinu og á jólasýningu í Minjasafninu. Við höfum fengið rithöfunda í heimsókn og eigum von á fleiri heimsóknum.

Fimmtudaginn 14. desember ætlum við að hafa „jólafatadag“ þá mæta þeir sem vilja í einhverju jólalegu og dagurinn verður fyrir vikið enn skemmtilegri.


Með von um ánægjulega aðventu!

Litlu jólin 21. desember 2017

Nemendur í 4., 7. og 10. bekk mæta klukkan 08:00 í heimastofur. Klukkan 09:00 koma þeir á sal skólans, þar sem verður dansað í kringum jólatré. Skóladegi lýkur milli klukkan 9:30 og 10:00 og Frístund opnar fyrir nemendur sem þar eru skráðir.


Nemendur í 3. , 6., og 8. bekk mæta klukkan 09:00 í heimastofur. Klukkan 10:00 koma þeir á sal skólans, þar sem dansað verður í kringum jólatré. Skóladegi lýkur milli klukkan 10:30 og 11:00 og Frístund verður opin frá kl. 8 fyrir nemendur sem þar eru skráðir.


Nemendur í 1., 2., 5. og 9. bekk mæta klukkan 10:00 í heimastofur. Klukkan 11:00 koma þau á sal skólans, þar sem dansað verður í kringum jólatré. Skóladegi lýkur milli klukkan 11:30 og 12:00. Frístund verður opin frá kl. 8 fyrir nemendur sem þar eru skráðir.


Starfsdagur verður miðvikudaginn 3. janúar.

Kennsla hefst á nýju ári samkvæmt stundaskrá þann 4. janúar 2018.