eTwinning samvinna á Íslandi

Námskeið fyrir leik-, grunn- og framhaldsskólakennara

eTwinning námskeið

Hér er á ferðinni námskeið fyrir leik-, grunn- og framhaldsskólakennara sem langar að taka þátt í stærsta starfssamfélagi kennara í Evrópu. eTwinning byggist á samstarfi kennara og nemenda sem í sameiningu vinna að einföldum rafrænum verkefnum, bæði innanlands og á milli landa.


eTwinning er fyrst og fremst samvinnuvettvangur til að deila hugmyndum, þekkingu og menningu sem og að efla samskipti og tengslanet kennara í Evrópu.


Á haustmisseri verða í boði tvö námskeið:

 • Staðnámskeið laugardaginn 8. október kl. 10:00-13:30 og hins vegar
 • Vefnámskeið laugardaginn 15. október kl. 10:00-13:30.


Dagskrá:

 • Grunnpakki eTwinning (1 klst.)
 • Kennsla á UT verkfæri (1 klst.)
 • Hádegisverður (30 mín.)
 • Vinna við eTwinning verkefni (1 klst.)


Hæfniviðmið

Eftir námskeiðið mun þátttakandi:

 • Hafa innsýn inn í eTwinning starfssamfélagið
 • Geta skráð sig og tekið þátt í verkefnum
 • Geta tekið þátt í umræðu á Twinspace
 • Geta leitað að verkefnum
 • Þekkja eTwinning verkfærin
 • Þekkja eTwinning gæðamerkin
 • Þekkja og geta nýtt ýmis upplýsingatækni-verkfæri sem henta eTwinning verkefnumSTAÐNÁMSKEIÐ

Stund: Laugardagurinn 8. október 2016 kl. 10:00-13:30

Fyrir hvern: Kennara á öllum skólastigum

Staður: Kelduskóli - Korpa - Bakkastöðum 2, 112 Reykjavík

Verð: 3.000 kr. - Innifalið í verði eru námskeiðsgögn og léttur hádegisverður.


Þátttakendur mæta með eigin tölvur


Skráning á staðnámskeiðið er á eftirfarandi slóð: https://goo.gl/forms/6HG4OGajzeKqsHbO2VEFNÁMSKEIÐ

Stund: Laugardagurinn 15. október kl. 10:00-13:30

Fyrir hvern: Kennara allra skólastiga

Staður: Vefslóð verður send í tölvupósti 30 mín. fyrir útsendingu

Verð: 2.000 kr. - Innifalið í verði eru námskeiðsgögn


Laugardaginn 15. október 2016 kl. 10:00-13:30 verður bein útsending frá námskeiðinu og geta þátttakendur tekið þátt með eigin tækjum.


Skráning á vefnámskeiðið fer fram á eftirfarandi slóð: https://goo.gl/forms/hKIRFz16dBJ6OSSy2

Hvað er eTwinning?

eTwinning er stærsta starfssamfélag kennara í Evrópu. Félagið samanstendur af 398.771 kennurum sem vinna að 50.736 verkefnum í 164.219 skólum víðsvegar um Evrópu. Á Íslandi er Rannís landsskrifstofa fyrir eTwinning.


Samstarfið er á milli tveggja eða fleiri skóla og fer aðallega fram rafrænt. Haldnir eru samstarfsfundir og þá er reynt að heimsækja flest þátttökulöndin. Núna geta tveir skólar á Íslandi unnið saman að verkefni. Sem er tilvalinn vettvangur til að byrja í eTwinning.


Reglulega eru haldnir viðburðir og námskeið víðsvegar um Evrópu og geta félagsmenn sótt þá sér að kostnaðarlausu.


Kennarar:

Bjarndís Fjóla Jónsdóttir, upplýsingatæknikennari, verkefnastjóri hjá Kennslumiðstöð HÍ,
UT-torgi, SAMspil2015 og ráðgjafi hjá iNámskeið.is. bjarjons@gmail.com


Rakel G. Magnúsdóttir, stundakennari á sviði upplýsingatækni hjá Kelduskóla og Vesturbæjarskóla og ráðgjafi hjá iNámskeið.is. rakel@inamskeid.is

Saturday, Oct. 8th, 10am-1:30pm

Bakkastaðir

Reykjavík, Capital Region