HÚSBRÉFIÐ

11. ÁRG., 31. TBL

DAGSKRÁ VIKUNNAR 9. - 15. MAÍ

MÁNUDAGUR 9. MAí

Nemendaverndarráðsfundur í Bs kl. 8:30

Vorskóli fyrir verðandi 1. bekk


ÞRIÐJUDAGUR 10. MAÍ

Nemendaverndarráðsfundur í Hs kl. 8:15

Fundur í Hs kl. 15:00 hjá undirbúningshópi vegna Fjölgreindaleika


MIÐVIKUDAGUR 11. MAÍ

Söngur á göngum í Hs kl. 8:10

Foreldrafundur með foreldrum barna í 6. bekk í sal Bs kl. 11:30

Fagfundur í dönsku í Bs
Verk- og listgreinakennarar funda í Hs kl. 13:40

Kennarafundur - allir kennarar funda í Hs kl. 14:30

Vorskóli fyrir verðandi 1. bekk


FIMMTUDAGUR 12. MAÍ

Foreldrafundur með foreldrum barna í 3. bekk í sal Hs kl. 12:00

Stjórnendafundur 14:30


FÖSTUDAGUR 13. MAÍ

Takk fyrir góða viku

Þrif á skólalóðum

Hamarsskóli 2. GSnæ.

Barnaskóli 10. LS

Áhugaverð atriði næstu vikur


 • Vorskóli fyrir væntanlega nemendur 1. bekkja verður 9. og 11. maí. Kynningarfundur fyrir foreldra verður þriðjudaginn 24. maí kl. 17:15 í sal Hs.
 • Hópforeldrafundir - Fundur fyrir foreldra nemenda í 3. bekk verður kl.12:00 fimmtudaginn 12. maí í sal Hs.
  Fundur fyrir foreldra nemenda í 6. bekk verður miðvikudaginn 11. maí kl. 11:30 í sal Bs.
 • Dansað í Bárugötunni verður föstudaginn 20. eða 27. maí, fer eftir veðri.
 • Lokaverkefni í 10. bekk 20. maí -2. júní
 • UNICEF - hreyfingin, verkefni 5. og 6. bekkja verður á Stakkó í vikunni 23. - 27. maí, fer eftir veðri.
 • Starfsfræðsludagar í 8. og 9. bekk 1. - 3. júní
 • Fjölgreindaleikar á mið- og yngstastigi verða 1. og 2. júní.
 • Allt starfsfólk á mið- og yngstastigi er hvatt til að horfa á youtubemyndböndin frá Vogaskóla til að kynna sér hvernig þessir leikar fara fram. Hér eru linkarnir https://www.youtube.com/watch?v=acXY8JdTR7E - https://www.youtube.com/watch?v=4shl5kPhEnc

Tilkynningar !!


 • Lokamat - minnum kennara á að fara yfir hópana sína og námsgreinar. Hafa samband við Línu ef það þarf að breyta einhverju.

 • Allt námsmat sér-og verkgreinakennara á að vera komið inn á Mentor 21. maí. Seinna hjá 10. bekk, látum vita nánar með það síðar.

 • Útfærsla á lokamati í 10.bekk er ekki allveg klár, látum vita um leið og það verður tilbúið.

 • Allt um nýtt námsmat á þessari slóð: http://vefir.nams.is/namsmat/index.htm

 • Glærur frá námskeiði Sigríðar og Huldu eru komnar inn á K-drifið- námskeið.

 • Skólinn er með facbooksíðu - endilega látið foreldra vita af þeirri síðu, slóðin er: https://www.facebook.com/grunnskolivestmannaeyja/?fref=ts
 • Skólinn er á youtube - endilega segið frá henni þetta er slóðin: https://www.youtube.com/channel/UCVTDLYwS1i3NYLvm2Vtgfpw

 • Starfsfólk í Hamarsskóla - Í næstu viku kemur nemandi í skólann sem er með bráðaofnæmi fyrir hnetum. Vinsamlegast komið ekki með neitt með hnetum í skólann og fjarlægið úr skólanum ef þið eigið eitthvað á kaffistofunni.
 • Aðstoð við heimalestur og heimanám erlendra nemenda á Bókasafni Vestmannaeyja. Vegna ferðar starfsfólks Bókasafnsins verður síðasti tíminn 9. maí. Ákveðið hefur verið að halda þessu samstarfi áfram næsta vetur. Kennarar eru hvattir til að koma með ábendingar til deildarstjóra um það sem má betur fara.

Afmælisbörn næstu viku:

Guðbjörg Guðmannsdóttir 15. maí

Sigurlína Sigurjónsdóttir 15. maí

Hrós vikunnar fá

Kennarar og starfsfólk Hs fyrir glæsilegan skóladag

Limra vikunnar

Varla það vefst fyrir okkur

og vafi þar leikur ei nokkur

sama hvað innst

Sigrúnu finnst,
er Dómhildur drullusokkur


Árni Jónsson

Spakmæli vikunnar

Oft er samvinna tveggja einstaklinga auðveldari og ánægjulegri en að glíma við eitthvað einn.

Uppskrift vikunnar

180 g hveiti
1 poki þurrger
1 ½ tsk salt
240 ml vatn
4 msk hunang
2 msk olía
120 ml haframjöl
130 g heilhveiti (eða spelt)
60 g ristaðar valhnetur, saxaðar

 1. Blandið hveiti, þurrgeri og salti saman í skál.
 2. Setjið vatnið, hunang, olíu og haframjöl í pott og hitið þar til blandan er orðin volg. Hellið henni þá yfir hveitiblönduna og hrærið saman í um 3 mínútur.
 3. Hnoðið því næst heilhveiti, hnetum saman við deigið og bætið við hveiti við ef þörf er á.
 4. Setjið deigið í olíuborna skál, hlyjið með viskustykki eða plastfilmu og látið standa í um 15 mínútur.
 5. Hnoðið deigið lítillega og setjið í stórt brauðform. Leyfið að lyfta sér í um 40-60 mínútur eða þar til það hefur tvöfaldast í stærð.
 6. Hrærið saman eggi, 1 msk af vatni og penslið brauðið með blöndunni. Stráið haframjöli yfir brauðið og setjið inn í 175°c heitan ofn í um 35 mínútur.

Lúðrasveit Vestmannaeyja

Skemmtilegt myndband frá tónleikum Lúðrasveitar Vestmannaeyja, þegar sveitin bauð nemendum í 1. - 7. bekk á tónleika í Íþróttahúsinu. Nemendur tóku vel undir í Frozen syrpunni. Endileg gefið ykkur tíma til að hlusta.
Frozen syrpan

Skilaboð frá Guðbjörgu og Sverri !

Þau eru ótrúlega ánægð með hvað kennarar eru farnir að nota spjaldtölvurnar mikið og leita til þeirra eftir aðstoð og til að kynna sér þær nýjungar sem við erum með.

Gott hjá ykkur :)