Kynningar fyrir nýja nemendur

Menntaskólinn á Ísafirði

Miðvikudaginn 17. ágúst verða kynningar fyrir nýja nemendur.
Nýnemakynning fyrir nemendur sem eru að koma úr grunnskóla verður miðvikudaginn 17. ágúst kl. 11:00. Kynningin fer fram í fyrirlestrarsalnum okkar, stofu 17. Gengið er inn um aðalinngang bóknámshússins og beygt fyrst til hægri og svo til vinstri þegar inn er komið.


Þau sem eiga tölvu eru beðin um að koma með hana með sér, hægt er að fá tölvu lánaða hjá ritara skólans á staðnum. Allir nemendur eiga að hafa fengið aðgangsorða að tölvukerfi skólans sent í tölvupósti, athugið að pósturinn gæti hafa lent í ruslpósti.


Á kynningunni er farið yfir allt það helsta sem varðar skólastarfið. Að kynningu lokinni er öllum boðið í hádegismat í mötuneyti skólans. Kynningunni verður lokið í síðasta lagi kl. 13:00.

Kynning fyrir nýja eldri nemendur verður miðvikudaginn 17. ágúst kl. 13:00. Kynningin fer fram í fyrirlestrarsalnum okkar, stofu 17. Gengið er inn um aðalinngang bóknámshússins og beygt fyrst til hægri og svo til vinstri þegar inn er komið.


Þau sem eiga tölvu eru beðin um að koma með hana með sér, hægt er að fá tölvu lánaða hjá ritara skólans á staðnum. Allir nemendur eiga að hafa fengið aðgangsorða að tölvukerfi skólans sent í tölvupósti, athugið að pósturinn gæti hafa lent í ruslpósti.


Á kynningunni er farið yfir allt það helsta sem varðar skólastarfið. Áætlað er að kynningin taki ekki lengur en klukkustund.

Mánudaginn 22. ágúst kl. 17:30 fer fram kynningarfundur á skólastarfinu fyrir forráðamenn. Kynningin fer fram í fyrirlestrarsalnum okkar, stofu 17. Gengið er inn um aðalinngang bóknámshússins og beygt fyrst til hægri og svo til vinstri þegar inn er komið. Að kynningu lokinni verður boðið upp á súpu í mötuneyti skólans.