
Fréttabréf Leikaskólans Undralands
Júní 2023
Njálgur á ferð
Hin síendurtekna en þó óvinsæla heimsókn er staðreynd, njálgurinn er mættur í Undraland. Og því þurfum við að bregðast við. Óþarfi er þó að missa sig alveg þó vissulega mörgum þyki þessi leiðinda gestur með þeim allra verstu. En svona skulum við bregðast við:
Greina smitið
Foreldrar geta skoðað svæðið umhverfis endaþarminn 2–3 klst. eftir að barnið er sofnað t.d. með því að lýsa á svæðið með vasaljósi eða skoða endaþarmsopið snemma að morgni áður en barnið vaknar. Oft er þá hægt að sjá orma við endaþarmsopið. Aðrar leiðir fela í sér að smásjá sé við hödina, svo við látum þær liggja á milli hluta.
Rannsóknir sýna að 90% allra njálseggja eru dauð eftir tvo daga í stofuhita.
Meðferð
Meðferð
Til að ráða niðurlögum njálgs þarf lyfjameðferð og eru tvö lyf skráð hér á landi, Vanquin og Vermox og er hvort tveggja til sem töflur og mixtúra. Vanquin er selt í lausasölu í apótekum en til að fá Vermox þarf lyfseðil frá lækni. Lyfin eru yfirleitt tekin tvisvar þ.e. fyrst einn skammtur og síðan annar skammtur 2 vikum síðar (ekki gleyma þessum mikilvæga punkti).
Mjög mikilvægt er að ALLIR á heimilinu taki lyfin og þeir sem mikið hafa umgengist barnið.
Drögum úr dreifingu og hættu á endursmiti með því að:
Þið munið Covid er það ekki? Þuluna um handþvott og þurrka með hreinu handklæði í hvert sinn eftir salernisferðir, bleyjuskipti og matvæli eru handleikin? - Hún á svaka vel við núna!
- Sturta að morgni dags er góð - betri en bað, eða skola vel bossann að morgni.
- Hrein nærföt daglega og skipt ört um náttföt og sængurföt.
- Þvo allan þvott við 40 gráður eða meira.
- Best er að setja fötin í þurrkara - við eins mikinn hita og hægt er
- Gæta þess að barnið sé ekki með hendur við endaþarmsopið (klóri sér innan klæða)
- Gott er að sofa í þröngum buxum, leggings eða sokkabuxum - muna að þvo bossa að morgni.
- Klippa neglur hafa þær hreinar - alls ekki naga neglur.
- Gott almennt hreinlæti er gulls í gildi.
- Eftir hverja lyfjagjöf þarf að skiptum um nærföt, náttföt og sængurfatnað.
Kynning og umræður
Fundur um betri vinnutíma og skóladagatal leikskólans verður 27.06. klukkan 20:30 í leikskólanum.