DJÚPAVOGSSKÓLI

FRÉTTIR ÚR SKÓLASTARFI

NÓVEMBER

08.nóvember...Baráttudagur gegn einelti (sjá eineltisáætlun á heimasíðu skólans). https://www.djupavogsskoli.is/copy-of-áfengis-og-f%C3%ADknivarnir


16.nóvember...Dagur íslenskrar tungu.

20.nóvember...Dagur mannréttinda barna.

30.nóvember...Starfsdagur.

NÆSTA VIKA 9. - 13. NÓVEMBER

Mánudagur
  • Mætum hress í okkar hólf.


Þriðjudagur

  • 14:40 Starfsmannafundur


Miðvikudagur

  • Góður dagur til að staldra við og njóta


Fimmtudagur

  • 14:40 Fagfundur


Föstudagur

  • Förum brosandi (bak við grímuna) inn í helgina.

SKÓLASTARF Í SÓTTVARNARHÓLFUM

Þessi fyrsta vika í breyttu skipulagi hefur gengið mjög vel. Auðvitað koma upp hnökrar í svona flóknu skipulagi en við bregðumst við því og finnum lausnir saman.


Yngstastigið er á sínum stað og hefur til umráða tvær kennslustofur og ganginn. Það er ekki annað að sjá en nemendur séu sáttir og þeir ættu ekki að finna fyrir mikilli breytingu, þurfa ekki að nota grímur né halda fjarðlægð.

Starfsfólk á yngstastigi getur notað kaffistofuna og vinnuherbergi kennara.


Miðstigið hefur komið sér vel fyrir uppi á palli og hafa þar til umráða 3 kennslustofur auk þess að hafa eina stofu fyrir vinnu/fundar /undirbúning/sérkennslu og kaffistofu. Þær hafa skipt miðstiginu í þrjú sóttvarnarhólf og í hverju hólfi eru 11-12 nemendur. Þar er nóg pláss og nemendur geta því haldið 2m reglu og sloppið við grímuna nema í sameiginlegu rými.

Nemendur á miðstigi fara í þessu þremur hólfum í mat og frímínútur og hólfin hittast ekki.


Unglingarnir eru í nýju listgreina stofunum. Það er frekar þröngt hjá þeim en með útsjónarsemi var hægt að koma öllum nemendum fyrir í 2m reglu þannig að nemendur þurfa ekki að nota grímur þegar þeir eru í sínum sætum. Hægt var að setja upp smá kaffiaðstöðu fyrir starfsfólk á ganginum en þau hafa ekki vinnuaðstöðu fyrir undirbúning. Kennarar hafa hins vegar aðgang að Helgafelli og ætla að nýta það með nemendum nokkrum sinnum í viku. Þar sem unglingarnir eru staðsettir í listgreinastofunum og Pálmi og Hildur eru í þeirra hólfi þá verður hægt að bjóða upp á list- og verkgreinar þar og áhersla sett á að brjóta upp daginn.


Öll teymi sjá um að nemendur fá frímínútur, útiveru og fylgd í mat.


Hvert teymi hefur útbúið stundarskrá fyrir næstu daga og vikur. Þar hafa þau sett vinnu/kennsluskyldu hvers og eins inn og svo skipta þau með sér kennslu og stuðningi við sína nemendur.

Sem dæmi þá kennir Pálmi venjulega hönnun- og smíði í öllum bekkjum. Nú getur hann ekki farið á milli hólfa og kennir því hönnun- og smíði í sínu hólfi og fyllir svo upp í sína stundarskrá með því að kenna stærðfræði og náttúrufræði á meðan þetta ástand varir. Þannig fær Lilja sem heldur utan um stærðfræði og náttúrufræði á unglingastigi góðan liðsauka og hægt er að kafa dýpra í efnið og sinna hverjum og einum betur.


Sama má segja um Heru sem vanalega kennir íþróttir í öllum bekkjum. Nú er íþróttahúsið lokað og Hera er staðsett á miðstigi núna. Hún hefur tekið að sér að kenna stærðfræði og ensku auk þess að taka þátt í sameiginlegu verkefni sem samþættir íþróttir/heimilisfræði/náttúrufræði og samfélagsfræði.


Annað dæmi er að til þess að hægt sé að halda úti viðveru þá færði Svala sig niður á yngstastig og þar er hún stuðningsfulltrúi fyrir hádegi og heldur svo utan um viðveruhópinn, í sama hólfi eftir hádegi.


Með þessu fyrirkomulagi eru öll teymi vel mönnuð, geta hjálpast að við hin ýmsu verkefni sem upp koma á einum skóladegi. Við telju að með með þessu fyrirkomulagi séu meiri líkur á að hægt sé að halda skipulagðri kennslu áfram og einn af kostunum er að allir starfsmenn eru inni í þeim kennsluáætlunum og því skipulagi sem unnið er með í hverju teymi.


Markmiðið er alltaf að halda úti fullri kennslu fyrir alla nemendur og með þessu skipulagi teljum við að hægt sé að einbeita sér betur að hverjum og einum.


Kristrún og Obba þeytast svo um gangana og færa teymunum það sem vantar. Mest er beðið um ljósrit, kaffi, Ipada, tölvur, grímur, teskeiðar og spritt, en ekki endilega í þessari röð :)

Þær stöllur reyna líka að svara símanum eftir bestu getu en eftir fyrsta daginn var ákveðið að Dröfn tæki símavakt þegar Kristrún fer úr húsi. Þetta fyrirkomulag hefur gengið mjög vel þar til í dag er sími og net datt út fyrir hádegi. Unnið er að viðgerð og vonandi verður það allt komið í lag sem fyrst.


Þegar skóladegi nemenda líkur er hægt að klára þrifin sem þessa dagana er lögð aukin áhersla á. Marzena þrífur alla snertifleti nokkrum sinnum á dag og Daniela og Peter buðust til að hjálpa Marzenu og sjá þau nær alfarið um þrif í sínu sóttvarnarhólfi.

Kristrún sótthreinsar allar tölvur milli notenda og Barbara sér um þrif á Helgafelli og í Löngubúð.


Það er óhætt að segja að hugrekki - virðing og ekki síst samvinna sé lykil atriðið þessa dagana.


Það er frábært að sjá hvernig teymiskennslan er að styrkja okkur á svo margan hátt og hvernig aðstæður eru í raun að hjálpa okkur að taka næstu skref í teymiskennslunni.


Takk kæru foreldrar fyrir stuðningin og takk fyrir góðar ábendingar og hvetjandi tölvupósta síðustu dagana. Þeir hjálpa og þeir gefa okkur aukna orku inn í daginn.


Bestu kveðjur,

Starfsfólk Djúpavogsskóla

VEITUM ÞVÍ ATHYGLI ÞEGAR VEL GENGUR

Nemendur í 4. og 7. bekk fengu niðurstöður úr samræmdum prófum með sér heim í dag. Við óskum þessum frábæru krökkum til hamingju með áfangann. Þau stóðu sig frábærlega, hver á sinn hátt.

Veljum að veita því athygli sem vel gengur og klöppum fyrir þessum flottu krökkum.

HUGARAFRELSI VIKUNNAR

  • Ég vel að gera mitt besta.
  • Ég vel að horfa á kosti annarra.
  • Ég vel að hugsa í lausnum.

BREYTT NETFANG SKÓLASTJÓRA

Við samkeyrslu netfanga í nýju sveitarfélagi fékk skólastjóri tvö netföng. Annars vegar thorbjorg.sandholt@mulathing.is og hins vegar netfang sem tengdist beint við skólastjóra.

Þetta reyndist ekki nógu vel og ákveðið hefur verið að einfalda málið. Nú hefur skólastjóra netfangið verið aftengt og framvegist þarf að senda póst á thorbjorg.sandholt@mulathing.is


Minnum á að neðst í öllum vikufréttum er netfang skólastjóra, símanúmer skólans, facebook og heimasíða skólans sem er í vinnslu.