Velkomin/n í fjarnám

Menntaskólinn á Ísafirði

Big picture

Velkomin/n í fjarnám í MÍ

Kæri fjarnemi


Héðan frá Ísafirði sendum við okkar bestu kveðjur og bjóðum þig hjartanlega velkomna/velkominn í fjarnám við Menntaskólann á Ísafirði.


Hér að neðan er að finna allar helstu upplýsingar sem snúa að fjarnáminu.

Við fjarnámskennslu notum við í MÍ námsumhverfið Moodle. Á heimasíðunni okkar, www.misa.is, geturðu farið beint á Moodle-síðuna okkar.


Allir fjarnemar sem hafa borgað greiðsluseðil fá sendan aðgang í tölvupósti áður en haustönn hefst þann 18. ágúst n.k. Ef þú hefur verið áður í fjarnámi hjá okkur notarðu sama aðgang og áður. Ef aðgangurinn er glataður er hægt að hafa samband við Elínu, ritara skólans á netfangið elin@misa.is

Nemendur í fjarnámi fá aðgang að Microsoft Office pakkann hjá skólanum og geta notað hann á meðan þeir eru skráðir í nám við skólann.

INNA er námsumsjónarkerfi sem allir framhaldsskólar á Íslandi nota. Í INNU getur þú séð í hvaða áfanga þú ert skráð/ur í, einkunnir, lotumat o.fl. Til að skrá sig inn á INNU þarf að nota rafræn skilríki eða Íslykil.
Vandræði með innskráningu?

Ef þú lendir í vandræðum með innskráningu í tölvukerfin okkar vinsamlegast sendu póst á elin@misa.is

Fjarnemar fá fljótlega greiðsluseðil í heimabanka. Ef fjarnámsnemandi er ekki orðinn 18 ára fer greiðsluseðillinn í heimabanka forráðamanns.


Athugaðu þó að þetta á ekki við um nemendur sem eru í fjarnámi í gegnum Fjarmenntaskólann eða eru í sjúkraliðanámi í Fjarmenntaskólanum.


Verðskrá:


  • Skráningargjald er 6.000 kr á önn
  • Fyrsti áfangi 13.000 kr
  • Annar áfangi 13.000 kr
  • Þriðji áfangi 13.000 krÁkveði fjarnámsnemandi að hætta í áfanga þarf hann að láta kennara og fjarnámsstjóra MÍ (fjarnam@misa.is) vita. Hægt er að segja sig úr áföngum til 12. september. Ef nemandi hættir í áfanga eftir það fær hann fall (F) í áfanganum.


Fjarnámsgjöld eru ekki endurgreidd.

Skólastarf á haustönn hefst þann 18. ágúst. Frá 12. ágúst verður hægt að nálgast bókalista í INNU en hann verður einnig aðgengilegur á heimasíðunni okkar, www.misa.isVið í MÍ hvetjum þig til að byrja fjarnámið strax af krafti og óskum þér góðs gengis í náminu. Endilega hafðu samband við okkur ef eitthvað er.

Mikilvægt er að fara nokkrum sinnum í viku inn á Moodle til að fylgjast með því sem fram fer í áfanganum. Á Moodle er m.a. að finna námsáætlun áfanga og mikilvægt að nemendur kynni sér hana vel í upphafi annar. Í námsáætlun koma m.a. fram upplýsingar um:

  • efni áfangans
  • markmið
  • áætlun um yfirferð
  • námsmat
  • námsgögn


Í MÍ er lögð áhersla á leiðsagnarnám þar sem nemendur eru metnir jafnt og þétt alla önnina með það að markmiði að bæta námsárangur og kennslu. Nemendur þurfa því að vinna jafnt og þétt yfir önnina. Námsmat í fjarnámi er fjölbreytt og getur t.a.m. falið í sér verkefnaskil, skýrsluskrif, hlutapróf, ritgerðir og fleira. Engin lokapróf eru í fjarnámi og enginn einn stakur námsmatsþáttur má gilda meira en 40%


Hverri önn er skipt niður í þrjár námslotur. Eftir fyrstu tvær loturnar er gefið lotumat. Á skóladagatalinu okkar má finna allar mikilvægar dagsetningar skólaársins.

Nemendur með námsörðugleika þurfa að láta kennara sína vita. Þurfi nemendur á sérstökum úrræðum í námi að halda, t.d. vegna lesblindu, þarf beiðni þar að lútandi að koma frá nemandanum sjálfum.


Nemendur hafa aðgang að náms- og starfsráðgjafa. Náms- og starfsráðgjafi skólans er Erna Sigrún Jónsdóttir (erna@misa.is) Möguleiki er að fá viðtöl við hana eftir samkomulagi. Tímapöntun fer fram hér og geta þau farið fram á skrifstofu náms- og starfsráðgjafa, í síma eða á Teams.