Fréttabréf

Átthagafélag Vestmannaeyja - ÁtVR

Big picture

Kæru félagsmenn Á.t.V.R.

Aðventukvöld Átthagafélagsins var haldið í Seljakirkju 12. desember, þar sem séra Ólafur Jóhann Borgþórsson tók á móti okkur. Jólaguðspjallið var lesið og einnig tvær jólasögur að vanda. Hafsteinn, Þórólfur og Gísli spiluðu undir fjöldasöng og má með sanni segja að fólk hafi notið kvöldsins vel.


Goskaffið var eins og í fyrra haldið í Restaurant Reykjavík í janúar. Í ár eru liðin 45 ár frá eldgosinu á Heimaey og af því tilefni var hraun og gos á borðum fyrir gestina.

Inga Jóna Hilmisdóttir, formaður Á.t.V.R. sagði frá sinni upplifun gosnóttina og tímabilið sem fylgdi. Kristín Jóhannsdóttir sagði frá eigin reynslu á námsárum í austur Þýsklandi og las úr nýútgefinni bók sinni „Ekki gleyma mér“. Að lokum spiluðu Helgi og Hermann Ingi Hermannssynir nokkur lög við góðar undirtektir gesta.

Aðalfundur

Aðalfundur ÁtVR 2018 verður haldinn sunnudaginn 15. apríl kl 14:00 í Kópavogsskóla við Digranesveg í Kópavogi.


Dagskrá:

Hefðbundin aðalfundarstörf.
Að aðalfundarstörfum loknum býður félagið upp á ljúffengar vöfflur með rjóma ásamt ilmandi kaffi.
Þá mun Ólafur Sæmundsson, sögumaður að vestan, með sterka tengingu við Eyjar segja frá afa sínum og ömmu; presthjónunum á Ofanleiti, séra Halldóri Kolbeins og frú Láru.


Reggie Óðins syngur nokkur lög við gítarundirspil Antons Rafns Gunnarssonar.


Bestu kveðjur;

f.h. stjórnar Á.t.V.R


Inga Jóna Hilmisdóttir

Þeir sem fá þetta fréttabréf í pósti og vilja afþakka það í pappírsformi sendið okkur endilega póst um það á eyjarnar@gmail.com Það sparar okkur tíma, fé og fyrirhöfn.

Greiðsla á árgjaldi

Árgjaldið mun birtast í heimabanka félagsmanna en þeir sem vilja fá gíróseðil sendan í pósti eru vinsamlegast beðnir um að senda tölvupóst á eyjarnar@gmail.com eða hafa samband við stjórnarmeðlimi.

Breytt netföng eða heimilsföng

Á heimasíðu félagsins er tengill merktur „Gerast félagi í ÁtVR eða breyta skráningu“.

Þar geta félagar breytt og uppfært upplýsingar um sig í félagaskránni.


Eins er hægt að senda tölvupóst á eyjarnar@gmail.com og hafa samband við stjórnarmeðlimi til að tilkynna breytt netfang/heimilisfang.

Við vonumst við til að sjá sem flesta á uppákomum félagsins í vetur og minnum um leið á heimasíðuna og fésbókarsíðuna okkar þar sem hægt er að fylgjast með starfseminni hverju sinni:

Facebook-síða ÁtVR

Vefsíða ÁtVR