HEIM3KV05

Heimspeki og kvikmyndir

UNDANFARI: FÉLV1IF05 eða sambærilegur áfangi

Áfanginn fjallar í megindráttum um tengsl heimspeki við kvikmyndamiðilinn. Í áfanganum verða teknar fyrir kvikmyndir sem kynna heimspekileg þemu eða hugsun. Lögð er áhersla á að nemendur læri um ýmsar heimspekilegar, siðferðilegar, sálfræðilegar og félagsfræðilegar hugmyndir hugmyndir sem birtast í kvikmyndum og sjónvarpsefni og öðlist skilning á því hvernig kvikmyndaformið getur kynnt hugmyndir og þekkingu á ólíkan hátt en ritað mál. Auk þess að vinna með valdar kvikmyndir og sjónvarpsefni munu nemendur vinna með ýmsa texta og annað efni.

Menntaskólinn á Ísafirði