Nýjar áherslur á vorönn 2020

Menntaskólinn á Ísafirði

Í upphafi vorannar 2020 kynnum við í MÍ nýjar áherslur til leiks eins og fram kom við skólabyrjun þann 6. janúar s.l. Það er okkur mikilvægt að bestu aðstæður til náms séu til staðar í MÍ á hverjum tíma. Okkur finnst nauðsynlegt að skerpa á ýmsum hlutum og hlökkum til að efla skólastarfið okkur öllum til heilla. Við minnum á að skólastarf er samstarf starfsfólks skólans, nemenda og foreldra/forráðamanna þeirra.

1. Mætingar

Það er mikilvægt að mæta í skólann og mæta vel! Nú munum við taka mætingarstöðu fjórum sinnum á önn:


  • Eftir 10 daga
  • Við lotumat 1 og 2
  • Í lok annar


Unnið verður með 85% lágmark í mætingarstöðu. Nemendur sem eru ekki að standa sig hvað mætingu varðar eru boðaðir í viðtal til aðstoðarskólameistara, með forráðamönnum ef þeir eru undir 18 ára aldri. Í framhaldinu er fylgst reglulega með stöðu þeirra og gripið til viðeigandi ráðstafana sem geta verið t.d. mætingarsamningur eða úrsögn úr áfanga. Nemendur undir 85% mætingu í lok annar þurfa annað hvort eða bæði að fara á mætingarsamning og verða skráðir í færri áfanga næstu önn.

2. Hertar skilareglur

Um tíma hefur verið í gildi svokölluð 5 daga skilaregla (ef verkefni er skilað of seint lækkar einkunn um tvo heila og ekki er tekið við verkefnum eftir 5 daga). Sú skilaregla gildir ekki lengur. Nú gildir það að skilafrestur á verkefnum verður aðeins einn - sá frestur sem kennarinn tilgreinir þegar verkefnið er lagt fram. Nemendur munu alltaf fá að vita af skilaverkefnum með 5-7 daga fyrirvara.

3. Unnið frekar með niðurstöður úr námsmati

Við viljum nýta námsmat, enn betur en við höfum gert, til að bæta árangur nemenda.


Úrvinnsla úr lotumati 1 og 2

Nemendum sem gengur ekki nógu vel í 1-2 greinum fá hvatningartölvupóst frá aðstoðarskólameistara. Nemendum sem gengur ekki nógu vel í 2 eða fleiri greinum eru boðaðir í viðtal til náms- og starfsráðgjafa sem aðstoðar þá við að finna leiðir til að bæta námsárangur.


Úrvinnsla með lokamat

Nemendum sem falla í 2 greinum eða fleiri eru boðaðir í viðtal til náms- og starfsráðgjafa/áfangastjóra þar sem farið verður yfir námsferil nemendans og áföngum á næstu önn fækkað í 3-5.

4. Aukin aðstoð við nemendur

Aðstoð við nemendur með annað móðurmál en íslensku er í boði á vorönn 2020 en þeim nemendum býðst að taka áfangann STUÐ1UA05. Kennarar eru Guðjón Torfi Sigurðsson og Nadja Widell.


Við minnum á þjónustu náms- og starfsráðgjafa en hægt er að panta tíma á skrifstofu skólans s. 4504400.

5. Aukin fræðsla


Á vorönn 2020 er stefnt að ýmiss konar fræðslu fyrir nemendur um t.d.:  • hvernig byggja má upp seiglu og góða námsgetu
  • ýmis námstengd atriði (t.d. verkfæri fyrir nemendur með e.k. greiningar)
  • kvíða
Þeir sem hafa tillögur að áhugaverðri fræðslu geta sent tölvupóst á Heiðrúnu Tryggvadóttur aðstoðarskólameistara, heidrun@misa.is

6. Umhverfið skoðað

Gott umhverfi er nauðsynlegt. Við teljum að þörf á að huga betur að umhverfi námsins í MÍ, bæði umhverfinu á Moodle og í skólahúsnæðinu. Á skólamálaþingi sem haldið var í haust komu fram margar áhugaverðar hugmyndir sem nú er verið að skoða.

Big picture

Símar og ýmis tækni geta oft komið að góðu gagni í námi. Of mikið er þó um að nemendur láti síma og ýmsa tækni s.s. Youtube, streymisveitur eins og t.d. Netflix o.fl. trufla sig í kennslustundum. Kennarar hafa fulla heimild til að gefa nemendum fjarvist (F) ef nemendur hlýða ekki fyrirmælum og eru uppteknir við aðra iðjuen nýtist þeim í kennslustundinni.


Hver nemandi ber ábyrgð á sínu námi - og þá um leið ábyrgð á því að sýna virkni í kennslustundum.

Big picture