Hvalrekinn

Febrúar 2020

Big picture

Skipulagsdagur og vetrarfrí í nánd

Ágætu foreldrar,


Þá líður að skipulagsdegi sem er á miðvikudag og vetrarfríi sem er á fimmtudag og föstudag en þá fellur öll kensla niður. Nánar um það hér að neðan.

Janúar og febrúar eru búnir að vera ansi hressilegir hjá okkur með tilliti til veðurfars. Hver lægðin á fætur annarri skautar fram hjá okkur. Síðasta föstudag 14. febrúar var almennt skólahald fellt niður sökum slæmrar veðurspár. Það kom á daginn að veður var með allra versta móti á höfuðborgarsvæðinu. Það gekk sem betur fer niður fljótlega eftir hádegið.

Eftir vetrarfrí eru síðan bolludagur, sprengidagur og síðan öskudagur. Á öskudag gerum við okkur glaðan dag og mætum í náttfötum eða grímubúningi en kennt er til kl. 11:20.


Hafið það sem best með ykkar börnum í vetrarfríinu.Kristinn Guðlaugsson, skólastjóri.

Skipulagsdagur 19. febrúar

Miðvikudaginn 19. febrúar er skipulagsdagur í Hvaleyrarskóla. Þann dag fellur öll kennsla niður. Frístundaheimilið Holtasel er opið fyrir þau börn sem þar eru skráð. Vetrarfrí verður síðan í framhaldinu, fimmtudaginn 20. og föstudaginn 21. febrúar. Við vonum að nemendur og fjölskyldur þeirra hafi það gott í fríinu.


There will be no school for students on Wednesday the 19th of February as it is an inservice day for teachers and staff. There will be a Winter break on Thursday the 20th and Friday the 21st of February. Holtasel is open for children who are registered. We hope all our students and their families will enjoy their winter break.


19 luty środa dzien organizacyjny w Hvaleyrarskóla. Swietlica jest otwarta dla uczniow zapisanych. Ferie zimowe 20 luty czwartek i 21 luty piątek. Zyczymy uczniom i ich rodzinom milego wypoczynku.

Vetrarfrí 20. og 21. febrúar

Eins og fram kom hér að ofan þá verður vetrarfrí grunnskólum Hafnarfjarðar fimmtudaginn 20. og föstudaginn 21. febrúar. Við vonum að nemendur og fjölskyldur þeirra hafi það gott í fríinu.

Þegar vetrarfrí er í skólunum þá er samt ýmislegt í boði má benda á dagskrá hjá bókasafni Hafnarfjarðar.


Venju samkvæmt er frítt í sund í vetrarfríinu og menningarstofnanir standa fyrir fjölbreyttri dagskrá. Nánari upplýsingar er hægt að nálgast á meðfylgjandi tenglum á íslensku, ensku og pólsku.Ytra mat Menntamálastofnunar - niðurstöður

Matsaðilar Menntamálastofnunar skiluðu skýrslu ytra mats Hvaleyrarskóla um miðjan janúar. Þær Gunnhildur og Svanhildur matsmenn komu og kynntu helstu niðurstöður fyrir starfsfólki skólans, stjórn foreldrafélgsins og skólaráði í lok janúar. Skólastjóri hefur einnig farið yfir helstu niðurstöður með stjórn foreldrafélagsins. Geta má þess að við komum ákaflega vel út úr þessari úttekt og fékk skólinn mikið hrós á mörgum þáttum starfseminnar. Þarna er einnig bent á fjölmörg tækifæri til að gera betur.


Hér má nálgast skýrsluna.

Fyrir 1. mars þarf skólinn að skila umbótaáælun til Menntamálastofnunar. Skipulagsdaginn 19. febrúar ætlar starfsfók skólans að nýta að stórum hluta til vinnu umbótaáætlunar.

Dagur stærðfræðinnar

Dagur stærðfræðinnar haldinn í Hvaleyrarskóla föstudaginn 7. febrúar síðastliðinn. Kennarar settu stærðfræðiþrautir framan á stofuhurðirnar sem þeir kenna í. Nemendur fóru síðan í hópum um morguninn og glímdu við þrautirnar.

Fréttir frá foreldrafélaginu

Foreldrafélag Hvaleyraskóla hefur ákveðið að styrkja bekkjatengla fyrsta til fimmta bekkjar um hámark 5.000 kr. á önn til þess að gera eitthvað skemmtilegt með bekkjunum. Fyrirkomulagið er þannig að kvittanir fyrir útlögðum kostnaði auk samantektar á heildarkostnaði er send á póstfang foreldrafélagsins (foreldrafelag@hvaleyrarskoli.is). Þar sem koma þarf fram nafn bekkjar og tilefni (hvað var gert með bekkjunum) og nafn, kennitala og bankaupplýsingar bekkjatengils. Gefum okkur um viku til að endurgreiða útlagðan kostnað.

KURTEISI ~ ÁBYRGÐ ~ SAMVINNA

Myndir eftir nemendur í 9. bekk

Big picture

Á döfinni

  • Sameiginlegur skipulagsdagur í grunn- og leikskólum Hafnarfjarðar miðvikudaginn 19. febrúar.
  • Vetrarfrí 20. og 21. febrúar.
  • Bolludagur, sprengidagur og öskudagur eru 24. - 26. febrúar. Á öskudag er dagskrá/kennt til kl. 11:20.
  • Netöryggi barna og unglinga, fræðsla fyrir nemendur í 5. - 10. bekk, Eyjólfur Örn kemur þann 27. febrúar. kl. 8:30 hjá nemendum í 5. - 7. bekk og kl. 10 hjá nemendum í 8. - 10. bekk.
  • Nemendur í 10. bekk fara í heimsókn í Flensborgarskólann þann 3. mars.
  • 100 mið veislan er færð til 4. mars.
  • Samræmd könnuarpróf, 9. bekkur - 10., 11. og 12. mars.
  • Starfsfræðsla hjá nemendum í 10. bekk dagana 11. og 12. mars.
  • Lokahátíð Stóru upplestarkeppninnar er 17. mars.
  • Fræðsla frá Samtökunum 78, fyrir 8. GB þann 17. mars og 24. mars fyrir 8. SB.

Hvalrekinn


Opnunartími skrifstofu:

Kl. 7:45 - 15:30 mán-fim

Kl. 7:45 - 14:00 fösFréttabréf Hvaleyrarskóla. Sent á foreldra nemenda skólans og skólasamfélagið.