Jákvæður agi á Íslandi

Fréttaskot febrúar 2020

Kæru félagsmenn!

Í tilefni af nýju ári sendum við ykkur hér nokkra fréttapunkta sem varða starf félagsins okkar. Það er ánægjulegt að segja frá því að það fjölgar jafnt og þétt í okkar hópi og er þar bæði um að ræða nýja félagsmenn svo og skóla sem hefja innleiðingu Jákvæðs aga.


Stærstu verkefni félagsins snúa sem fyrr að námskeiðahaldi og þýðingamálum. Prýðileg þátttaka var á námskeiðum okkar á síðasta ári en eins og kunnugt er voru þau haldin bæði af innlendum og erlendum leiðbeinendum. Við höfum nú sett námskeið á dagskrá í mars sem sniðin eru sérstaklega að leikskólastiginu annars vegar og grunnskólastiginu hins vegar. Þá er að hefjast vinna við þýðingar á endurbættum útgáfum handbóka fyrir starfsfólks grunnskóla og leikskóla en samtökin hafa samið um þýðingarrétt á þeim ritum. Við vonumst til að við getum gefið handbækurnar út fyrir næsta haust.


Við minnum á aðalfund félagsins sem haldinn verður á Akureyri laugardaginn 14. mars næstkomandi og væri gaman að sjá þar sem allra flesta.

Með von um áframhaldandi vöxt og viðgang Jákvæðs aga á Íslandi um ókomna tíð!

Námskeið - Jákvæður agi í skólastofunni

Tveggja daga grunnnámskeið í Jákvæðum aga með áherslu á starfið í grunnskólanum verður haldið að Laugarbakka í Miðfirði dagana 16.-17. mars nk. Smellið til að fá nánari upplýsingar..

Námskeið - Jákvæður agi í leikskólanum

Tveggja daga grunnnámskeið í Jákvæðum aga með áherslu á starfið í leikskólanum verður haldið á Akureyri dagana 30.-31. mars nk. Smellið til að fá nánari upplýsingar..

Aðalfundur Jákvæðs aga á Íslandi

Saturday, March 14th, 11am

Naustaskóli, Akureyri, Iceland

Akureyri

Aðalfundur samtakanna Jákvæður agi á Íslandi verður haldinn laugardaginn 14. mars kl. 11:00 í Naustaskóla á Akureyri. Á dagskrá eru hefðbundin aðalfundarstörf auk umræðna og fræðslu.

30 skólar og hátt í hundrað félagsmenn

Alltaf bætist í hóp þeirra sem vilja kynna sér Jákvæðan aga og nýta stefnuna í starfi með börnum og unglingum. Nú telst okkur til að það séu orðnir 30 skólar á Íslandi sem vinna með Jákvæðan aga og þeim fjölgar smátt og smátt. Jafnframt fjölgar í félaginu okkar sem telur nú hátt í 100 félagsmenn.

Ágúst í stjórn Positive Discipline Association

Í nóvember á síðasta ári tók Ágúst Jakobsson sæti í stjórn Positive Discipline Association og situr í stjórninni næstu tvö árin. Það er gaman fyrir okkur að eiga fulltrúa í stjórn móðursamtakanna og er tvímælalaust styrkur að því að auka tengslin við þau og alla þá öflugu og reyndu leiðbeinendur sem innan þeirra starfa.

Heimasíðan - www.jakvaeduragi.is

Við erum nú aftur byrjuð að vinna við að bæta heimasíðu samtakanna og setja þar inn efni sem nýst getur félagsmönnum. Hugmyndin er að í tengslum við heimasíðuna verði til lokað svæði fyrir félagsmenn þar sem nálgast megi ýmis gögn sem varða Jákvæðan aga.

Ákveðið hefur verið að birta nöfn félagsmanna á heimasíðunni en ef einhver er mótfallinn þeirri nafnbirtingu biðjum við viðkomandi um að láta okkur vita.

Think tank - ráðstefnur árið 2020

Félagsmenn í Jákvæðum aga á Íslandi sem lokið hafa tveggja daga grunnnámskeiðum eiga kost á að sækja árlegar ráðstefnur á vegum samtakanna sem kallaðar eru "Think tank". Árið 2020 verða haldnar þrjár ráðstefnur af þessu tagi. Í Atlanta í Bandaríkjunum dagana 10.-12. júlí, Í Beijing í Kína 13.-14. maí og í Madríd á Spáni dagana 6.-8. nóvember.

Skráning á ráðstefnuna í Atlanta er þegar hafin og má nálgast upplýsingar um hana á heimasíðu PDA - www.positivediscipline.org

How to Get Control of the Classroom - Teachers Love - Positive Discipline in the Classroom