Jákvæður agi á Íslandi
Fréttaskot febrúar 2020
Kæru félagsmenn!
Stærstu verkefni félagsins snúa sem fyrr að námskeiðahaldi og þýðingamálum. Prýðileg þátttaka var á námskeiðum okkar á síðasta ári en eins og kunnugt er voru þau haldin bæði af innlendum og erlendum leiðbeinendum. Við höfum nú sett námskeið á dagskrá í mars sem sniðin eru sérstaklega að leikskólastiginu annars vegar og grunnskólastiginu hins vegar. Þá er að hefjast vinna við þýðingar á endurbættum útgáfum handbóka fyrir starfsfólks grunnskóla og leikskóla en samtökin hafa samið um þýðingarrétt á þeim ritum. Við vonumst til að við getum gefið handbækurnar út fyrir næsta haust.
Við minnum á aðalfund félagsins sem haldinn verður á Akureyri laugardaginn 14. mars næstkomandi og væri gaman að sjá þar sem allra flesta.
Með von um áframhaldandi vöxt og viðgang Jákvæðs aga á Íslandi um ókomna tíð!
Tveggja daga grunnnámskeið í Jákvæðum aga með áherslu á starfið í grunnskólanum verður haldið að Laugarbakka í Miðfirði dagana 16.-17. mars nk. Smellið til að fá nánari upplýsingar..
Tveggja daga grunnnámskeið í Jákvæðum aga með áherslu á starfið í leikskólanum verður haldið á Akureyri dagana 30.-31. mars nk. Smellið til að fá nánari upplýsingar..
Aðalfundur Jákvæðs aga á Íslandi
Saturday, March 14th, 11am
Naustaskóli, Akureyri, Iceland
Akureyri
30 skólar og hátt í hundrað félagsmenn
Ágúst í stjórn Positive Discipline Association
Heimasíðan - www.jakvaeduragi.is
Ákveðið hefur verið að birta nöfn félagsmanna á heimasíðunni en ef einhver er mótfallinn þeirri nafnbirtingu biðjum við viðkomandi um að láta okkur vita.
Think tank - ráðstefnur árið 2020
Skráning á ráðstefnuna í Atlanta er þegar hafin og má nálgast upplýsingar um hana á heimasíðu PDA - www.positivediscipline.org