Fréttabréf Naustaskóla

4.tbl. 11.árg 2019 apríl

Kæra skólasamfélag


Nú erum við á fullu að undirbúa árshátíðina okkar sem verður 11. apríl. Um skólann ómar söngur af æfingum nemenda og mikil gleði ríkir í skólanum . Kennarar og nemendur eru í óða önn að leggja lokahönd á búninga og sviðsmyndir. Hér að neðan má sjá skipulag sýningardagsins en umsjónarkennarar munu senda ykkur upplýsingar um það í hvaða hópum nemendur eru.

Skólastarfið verður með óhefðbundnu sniði í árshátíðarvikunni - en í grófum dráttum verða dagarnir á þessa leið:


Mánudagur og þriðjudag: Generalprufur, æfingar og fjör í íþróttasalnum.


Miðvikudagur: „Venjulegur“ dagur. Fínpússun á atriðum o.fl.


Fimmtudagur: Árshátíðardagur!


Föstudagur: Snakk – og bíódagur. Skemmtistöðvar, bíó og popp. Þennan dag er kósýfatadagur og frjálst nesti. Allir fara heim kl. 12:00.


Skipulag árshátíðardagsins er hér fyrir neðan. Kennarar munu senda ykkur í tölvupósti hvaða hóp krakkarnir ykkar eru.

Að lokum bendum við foreldrum og forráðamönnum á að talsvert hefur safnast upp af óskilamunum og biðjum við ykkur að koma við og athuga hvort þar leynist eitthvað sem ykkar barn hefur glatað. Kærar páskakveðjur

Bryndís, Alla og Heimir.

Skipulag árshátíðardagsins 11.apríl

Hér til hliðar sjáið þið skipulag árshátíðardagsins.

Skólahreysti 3.apríl

Það verður stemning í höllinni á miðvikudaginn 3.apríl klukkan 13:00.

Fyrir hönd Naustaskóla mun Katrín Jónsdóttir, Rósný Ísey Hólm Harðardóttir, Natalía Hrund Baldursdóttir (varamaður) , Friðrik Ingi Eyfjörð Þorsteinsson, Aron Ísak Hjálmarsson og Breki Mikael Adamsson (varamaður) taka þátt. Áfram Naustaskóli!

Á döfinni í apríl 2019

2.apríl - Alþjóðlegur dagur einhverfunnar

3. apríl - Skólahreysti í íþróttahöllinni

11.apríl - Árshátíð Naustaskóla

12.apríl - Árshátíðardagur nemenda. Kósýfatadagur og snakk og bíó. Þetta er uppbrotsdagur, skóla lýkur klukkan 12:00.

14.apríl - 22.apríl Páskafrí

25.apríl - Sumardagurinn fyrsti

Þemavinna í 4.-5.bekk

4. og 5. bekkur er búinn að vera í þemavinnu úr bókinni Blái Hnötturinn eftir Andra Snæ Magnússon. Eitt af verkefnunum sem þau unnu var hópverkefni þar sem hver hópur valdi sér eitthvert dýr, aflaði sér upplýsinga um dýrið, teiknuðu mynd af því og bjuggu til upplýsingabók. Afraksturinn var mjög skemmtilegur og hangir upp á vegg á 4. og 5. bekkjarganginum.

Stóra upplestrarkeppnin í 7.bekk

Fyrir hönd Naustaskóla tóku þátt Friðrika Vaka Baldvinsdóttir og Regína Lind Eggertsdóttir. Þær stóðu sig með mikilli prýði og skólinn var mjög stoltur af þeim. Hér til hliðar má sjá stelpurnar með kennurunum sínum eftir keppnina.

Skólablað 10.bekkjar

Þau eru aldeilis búin að vera dugleg krakkarnir í 10.bekk í fjáröflun fyrir skólaferðalagið. Þau bjuggu til flott skólablað sem mun koma með dagskránni 10.apríl á 11 þús heimili. Aldeilis frábær vinna hjá nemendum og kennurum í 10.bekk. Hér til hliðar má sjá forsíðuna á blaðinu.
Big picture