DJÚPAVOGSSKÓLI

HUGREKKI - VIRÐING - SAMVINNA

MARS  • 20.mars Sviðið gert klárt á hótelinu.
  • 21.mars Æfingar hefjast á sviði.
  • 22.mars - Lokaæfing fyrir árshátíð.
  • 23.mars - Generalprufa og sýningardagur.
  • 24.mars - Frágangur eftir árshátíð.

NÆSTA VIKA - ÁRSHÁTÍÐAR VIKA

MÁNUDAGUR:

08:05-08:30 - Róleg stund með umsjónarkennara.

08:30-09:30 - Sameiginleg æfing í íþróttahúsinu

(sviðsmenn setja upp sviðið á hótelinu, leikmunir/búninga smiðja hjá Hildi og nemendur vinna í leikskrá).

09:30-10:00 - Allir í frímínútum og nesti eins og vanalega (í skóla og á skólalóð).

10:00-12:00 - Áframhaldandi æfing í íþróttahúsinu og smiðjum í skólanum.

(nemendur á yngstastigi fara í mat á venjulegum tíma).

12:00-12:30 - Nemendur á mið- og unglingastigi fara saman í mat.

12:30-13:45 - Æfing í skólanum...sérstök áhersla á söngæfingar hjá Berglindi og Þórdísi.

13:45-14:10 - Stöðufundur með nemendum.

14:10-14:30 - Stöðufundur starfsmanna.


ÞRIÐJUDAGUR:

08:05-08:30 - Róleg stund með umsjónarkennara.

08:30-09:30 - Fyrsta æfing á sviðinu.

(sviðsmenn vinna á sviðinu, leikmunir/búninga smiðja hjá Hildi og nemendur vinna í leikskrá).

09:30-10:00 - Allir í frímínútum og nesti eins og vanalega (í skóla og á skólalóð).

10:00-12:00 - Áframhaldandi æfing á sviði og smiðjum í skólanum.

(nemendur á yngstastigi fara í mat á venjulegum tíma).

12:00-12:30 - Nemendur á mið- og unglingastigi fara saman í mat.

12:30-13:45 - Æfing og sérstök áhersla á söngæfingar hjá Berglindi og Þórdísi.

13:45-14:10 - Stöðufundur með nemendum.

14:10-14:30 - Stöðufundur starfsmanna.


MIÐVIKUDAGUR:

08:05-08:30 - Róleg stund með umsjónarkennara.

08:30-09:30 - Æfing á sviði.

(sviðsmenn vinna á sviðinu, leikmunir/búninga smiðja hjá Hildi og nemendur vinna í leikskrá).

09:30-10:00 - Allir í frímínútum og nesti eins og vanalega (í skóla og á skólalóð).

10:00-12:00 - Áframhaldandi æfing á sviði og smiðjum í skólanum.

(nemendur á yngstastigi fara í mat á venjulegum tíma).

12:00-12:30 - Nemendur á mið- og unglingastigi fara saman í mat.

12:30-13:45 - Æfing og sérstök áhersla á söngæfingar hjá Berglindi og Þórdísi.

13:45-14:10 - Stöðufundur með nemendum.

14:10-14:30 - Stöðufundur starfsmanna.FIMMTUDAGUR - GENERALPRUFA OG SÝNINGARDAGUR.

08:05-09:30 - Róleg stund með umsjónarkennara, Hildur kallar á nemendur í búninga, nesti og frímínútur teknar á þessum tíma.

09:30-09:45 - Allir nemendur komnir á sinn stað á hótelinu.


10:00-12:00 - Generalprufa og elstu nemendur leikskólans eru gestir.


12:00-12:30 - Nemendur á mið- og unglingastigi fara saman í mat.

12:30-13:55 - Sviðsmenn og nememendur í 10.bekk gera sviðið og salinn tilbúinn. Aðrir nemendur klára ýmis verkefni í skólanum og eiga rólega stund með umsjónarkennara.

16:00 - Nemendur á unglingastigi mæta í förðun.

16:30 - Nemendur á miðstigi mæta í förðun.

16:45 - Nemendur á yngstastigi mæta í förðun.

17:15 - Sviðs- tækni- og miðasölufólk mæta á hótelið.

17:45 - Allir mættir á sinn stað á hótelinu.


18:00 - Bugsý Malone sýning, allir velkomnir.

Miðaverð auglýst eftir helgi.ATHUGIÐ AÐ ÞETTA ERU ÞÆR TÍMASETNINGAR SEM VIÐ STYÐJUMST VIÐ, EF ÞAÐ VERÐA BREYTINGAR ÞÁ MUNUM VIÐ UPPLÝSA UM ÞAÐ.Á FÖSTUDAGINN ÆTLUM VIÐ AÐ GANGA FRÁ EFTIR ÁRSHÁTÍÐ OG HAFA ÞAÐ KÓSÝ.

MATSEÐILL

Big picture

Vettvangsnám

Eins og við sögðum frá í s.l. viku þá eru kennaranemar í vettvangsnámi hjá okkur. Hér má sjá myndir frá því þegar Íris Dögg lagði fyrir kennsluáætlun í vettvangsnáminu sínu en hennar áherslur í vettvangsnámi passar vel við áherslur í árshátíðarvinnu.

Dagur stærðfræðinnar

Í síðustu viku var dagur stærðfræðinnar. Hér má sjá myndir frá skapandi stærðfræði en stærðfræðikennarar í Djúpavogsskóla buðu upp á skemmtilegar og skapandi stærðfræði smiðjur.

Það er mikill áhugi á skapandi stærðfræði hjá okkur í Djúpavogsskóla enda er það búið að vera áhersla hjá okkur í vetur undir stjórn Þórdísar.

Big picture
Big picture
Big picture

Stóra upplestrarkeppnin

Á miðvikudaginn komu nemendur úr Grunnskóla Hornafjarðar í heimsókn og kepptu við okkur í upplestri. Það voru þær Bryndís, Kolfinna, Bergþóra og Hlíf sem kepptu fyrir okkar hönd og stóðu sig frábærlega. Á endanum var það svo Bergþóra sem hreppti 3 sætið, Hlíf tók sæti númer 2 og Grunnskóli Hornafjarðar fékk sigursætið.

Hér má sjá frétt á Heimasíðu grunnskólans á Hornafirði.

https://gs.hornafjordur.is/skolinn/frettir-og-tilkynningar/6.-bekkur-med-kynningu-a-nordurlondunum.


Rökkvi Pálmason, sigurverari frá því í fyrra var kynnir og sinnti því verkefni með glæsibrag.


Það voru um 20 nemendur í 7.bekk Grunnskóla Hornafjarðar sem komu í heimsókn. Við buðum þeim að borða með okkur á hótelinu. Síðan var farið í skólaheimsókn og þar gátu nemendur spilað og spjallað meðan upplesararnir æfðu sig í kirkjunni.

Viðburðurinn hófst kl.14:00 og það var mjög góð mætig bæði frá nemendum og foreldrum.

Foreldrar nemenda í 7.bekk Djúpavogsskóla sáu um veitingar og úr var virkilega góð stund.


Dómarar voru, Bella, Kristján og Karen Hjartardóttir frá Höfn.


Við þökkum öllu fyrir þeirra framlag og óskum keppendum og Maríu umsjónarkennara til hamingju með frábæran árangur.

ÞESSAR ÆTLA AÐ VINNA Á NÆSTA ÁRI :)

Þær Eyrún og Aðalheiður er nú þegar byrjaðar að æfa fyrir næstu keppni. Það er mjög gaman að finna fyrir því hvað það er mikill áhugi og metnaður fyrir upplestrarkeppninni hjá nemendum á miðstigi.

Big picture

Myndir frá árshátíð

Síðustu tvær vikurnar höfum við nýtt 2-3 kennslustundir á dag í árshátíðarvinnu. Það hefur gengið á ýmsu en þetta er allt að smella saman og á fimmtudaginn fáið þið að sjá útkomuna :)

Hér eru myndir frá síðustu viku.

Sigurður sviðsmaður fær fallegan stuðning við sitt verk frá Birgi í 2.bekk...svona á þetta að vera :)

Big picture