Fréttabréf Leikskólans Undralands
Janúar 2023
Gleðilegt nýtt ár!
Eins er það í Undralandi, við tökum fagnandi á móti nýju ári, meiri þroska barnanna okkar og vonandi - okkar sjálfra; svo lengi lærir sem lifir.
Leikskólar standa frammi fyrir mikilli áskorun nú sem oft áður - nefnilega að fá fólk til að vinna með börnum fyrstu æviárin. Einhvern veginn er það svo að ekki gengur það of vel að ,,selja" fólki þá hugmynd að á leikskóla sé gott og gefandi umhverfi. Nú sækja leikskólakennarar mikið í grunnskólana eftir að leyfisbréf þessara tveggja skólastiga varð hið sama. Baráttan um leikskólakennara og stuðningsfulltrúa er strembin og margt sem bendir til að grunnskólinn hafi vinninginn þegar þessi hópur velur sér starfsvettvang.
Hvað sé til ráða er ekki gott að segja en ljóst er að verkefni næstu ára verður að snúa þessari þróun við með sameiginlegri vinnu starfsfólks leikskóla, sveitarfélaganna og ríkis.
Ég nefni ríkið því ég tel að jafna þurfi aðstöðumun leik - og grunnskóla til dæmis með því að leikskólar fái greiðslur frá jöfnunarsjóði vegna nemenda sinna sérstaklega þar sem snemmtæk íhlutun er lykilatriði nú til dags - grípa sem fyrst inn í og styðja við þroska barnsins sem fyrst - og best. Einnig mætti skoða að lengja fæðingarorlof og eða breyta fyrirkomulagi þess með einhverjum hætti.
Það kom kannski hvergi betur fram en á tímum heimsfaraldurs hve leikskólinn er mikilvægur hlekkur í samfélagskeðjunni. Það er því mikilvægt að hlúa sem best að honum og grípa inn í þá óheillaþróun að illmögulegt sé að manna skólana, hvað þá að ná í fagmenntaða leikskólakennara.
Að þessu öllu sögðu erum við heppin nú í upphafi árs þar sem við fáum þrjú ný til okkar.
Elma Jóhanns er komin aftur til starfa og tekur við deildarstjórn á Grænhóli um mánaðarmótin janúar febrúar. Hún verður í hlutastarfi.
Vignir Öxndal frá Auðsholti er genginn við liðs við okkur og brátt kemur líka Magni Þór Björnsson til starfa. Þá eru strákarnir okkar orðnir þrír sem er mikið fagnaðarefni. Þeir verða báðir inni á Hofi.
Vigni þekkja flestir hér og Magni Þór hefur einnig tengsl við svæðið og hefur unnið á leikskóla.
Við erum náttúrulega alveg himinhrópandi glöð með þetta enda er Margrét Elín ,,komin á aldur" á meðan aðrir hafa minnkað starfshlutfallið sitt eða eru í fæðingarorlofi.
Það er ákaflega mikilvægt að í leikskólum starfi fólk sem endurspeglar samfélagið og við fögnum fjölbreytileikanum, hvort heldur hvað varðar aldur, kyn eða þjóðerni.
Hvað er málörvun
Margrét Guðmundsdóttir janúar 2023

Er sápukúla ennþá sápukúla þegar hún er frýs?
Lífið er dásamlegt!
Á döfinni
18.01 Skipagslagur, börnin koma ekki í skólann.
20.01 Karladagur í skólanum í tilefni af komu Þorrans.
26.01 Þorrablót í skólanum - lopapeysur er kjörinn klæðnaður
Við minnum á að vetrarfrí er í leikskólanum 13. og 14. febrúar, á sama tíma og grunnskólinn