Fréttabréf Vesturbæjarskóla
Fréttir og upplýsingar um skólastarfið í Vesturbæjarskóla
Nýtt skólaár
Ekki fleiri en 20 starfmenn mega vera í hverju rými og 2 metra nálægðarmörk gilda milli starfsfólks. Þar sem ekki er hægt að tryggja það nota starfsmenn grímur.
Skólahúsið verður áfram læst og því er mikilvægt að nemendur mæti á réttum tíma í skólann. Enn er takmarkað aðgengi foreldra í skólann.
Hefðbundið skólastarf hefst þriðjudaginn 5. janúar samkvæmt stundaskrá.
Nemendur mæta á sínum tíma:
1.-4. bekkur frá kl. 8:30 - 13:40
5. - 7. bekkur kl.8:30 - 14:20
1.-2. bekkur mæta við Skýjó innganginn.
3.-7. bekkur mætir inn um rampinn.
Heimalestur

Óskilamunir

Samráðsdagar 27. - 28. janúar
Markmið samráðsfunda er að foreldrar, kennarar og nemandi meti stöðuna og komi sér saman um markmið sem allir vinna að og taka ábyrgð á.
Á samráðsdögum mæta nemendur ekki í skólann.
Skráning opnar í samráðsviðtöl og sjálfsmat 18. janúar
Fyrir viðtölin eiga börnin að gera sjálfsmat með foreldrum heima. Mjög mikilvægt er að búið sé að svara sjálfsmati fyrir samráðsfundina. Með sjálfsmati leggja nemendur mat á eigin frammistöðu og getu sem virkjar nemendur til þátttöku og ábyrgðar á námi sínu.
Hér er hægt að sjá hvernig þú bókar viðtal í gegnum aðgang foreldra https://www.youtube.com/watch?v=mEFYnJhJAsM
Hér eru upplýsingar um það hvernig sjálfsmatið er unnið í Mentor, athugið að svara verður sjálfsmatinu í gegnum aðgang nemenda https://drive.google.com/file/d/1rS7BHQQxuQsIHbJ55nf0MhprMc6pbfBE/view?usp=sharing
Náttfata- og kósýfatadagur 26. janúar
