Fréttabréf Vesturbæjarskóla

Fréttir og upplýsingar um skólastarfið í Vesturbæjarskóla

Nýtt skólaár

Gleðilegt ár og takk fyrir samstarfið á liðnum árum. Ný reglugerð tók gildi 1. janúar 2021 fyrir grunnskóla. Nú mega 50 nemendur blandast og vinna saman í öllum árgöngum. Því munu allir nemendur fá fullan skóladag. Áfram verður vel hugað að sóttvörnum og þrifum í skólanum.

Ekki fleiri en 20 starfmenn mega vera í hverju rými og 2 metra nálægðarmörk gilda milli starfsfólks. Þar sem ekki er hægt að tryggja það nota starfsmenn grímur.

Skólahúsið verður áfram læst og því er mikilvægt að nemendur mæti á réttum tíma í skólann. Enn er takmarkað aðgengi foreldra í skólann.

Hefðbundið skólastarf hefst þriðjudaginn 5. janúar samkvæmt stundaskrá.
Nemendur mæta á sínum tíma:
1.-4. bekkur frá kl. 8:30 - 13:40
5. - 7. bekkur kl.8:30 - 14:20
1.-2. bekkur mæta við Skýjó innganginn.
3.-7. bekkur mætir inn um rampinn.

Heimalestur

Nú hafa allir nemendur frá 1. - 7. bekk fengið nýjar heimalestrarbækur. Í Vesturbæjarskóla er heimanám lestrarþjálfun. Lestrarkennslan fer fram í skólanum en lestrarþjálfunin heima. Foreldrar hlusta á börn sín lesa, skrá lesturinn og skrifa hver hlustaði á barnið lesa.
Big picture

Óskilamunir

Nokkuð hefur hefur safnast í óskilamuni og erum við að reyna að koma því til skila. Ef fatnaður er merktur þá kemst hann frekar til skila og því hvetjum við ykkur til að merkja allt. Bæði starfsfólk og nemendur í 7. bekk eru að vinna í því að fara í gegnum óskilamuni og koma þeim til skila. Hér eru nokkrar myndir af óskilamunum. Vinsamlegast heyrið í kennurum ef þið sjáið eitthvað sem þið kannist við.
Big picture

Samráðsdagar 27. - 28. janúar


Markmið samráðsfunda er að foreldrar, kennarar og nemandi meti stöðuna og komi sér saman um markmið sem allir vinna að og taka ábyrgð á.


Á samráðsdögum mæta nemendur ekki í skólann.

Skráning opnar í samráðsviðtöl og sjálfsmat 18. janúar

Mánudaginn 18. janúar opnar fyrir skráningu í samráðsviðtöl og sjálfsmat nemenda. Samráðsdagar eru 27. - 28. janúar og fara fram á Google Meet eða í síma. Kennarar senda vefslóð í tölvupósti.


Fyrir viðtölin eiga börnin að gera sjálfsmat með foreldrum heima. Mjög mikilvægt er að búið sé að svara sjálfsmati fyrir samráðsfundina. Með sjálfsmati leggja nemendur mat á eigin frammistöðu og getu sem virkjar nemendur til þátttöku og ábyrgðar á námi sínu.


Hér er hægt að sjá hvernig þú bókar viðtal í gegnum aðgang foreldra https://www.youtube.com/watch?v=mEFYnJhJAsM


Hér eru upplýsingar um það hvernig sjálfsmatið er unnið í Mentor, athugið að svara verður sjálfsmatinu í gegnum aðgang nemenda https://drive.google.com/file/d/1rS7BHQQxuQsIHbJ55nf0MhprMc6pbfBE/view?usp=sharing

Náttfata- og kósýfatadagur 26. janúar

Þriðjudaginn 26. janúar mega þeir sem vilja mæta í náttfötum og kósýfötum. Bangsar eru velkomnir en reglan er að þeir verða að komast fyrir í skólatöskunni.
Big picture

Facebook síða Vesturbæjarskóla

Við hvetjum alla til að fylgjast með okkur á Facebook https://www.facebook.com/Vesturbaejarskoli en þar birtum við reglulega fréttir úr skólastarfinu.