DJÚPAVOGSSKÓLI

BREYTTAR SÓTTVARNAREGLUR

BREYTT SKIPULAG Á MORGUN

Kæru foreldrar og forráðamenn.

Í dag hafa starfsmenn Djúpavogsskóla unnið að breytingum á skipulagi skólans í tak við nýjar sóttvarnareglur.


Hér má kynna sér nýjar reglur:

https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2020/11/01/Ny-reglugerd-um-skolastarf-tekur-gildi-3.-november-Skolar-afram-opnir/

SKÓLANUM SKIPT Í ÞRJÚ SÓTTVARNARHÓLF

Á morgun munum við skipta skólanum niður í þrjú hólf, yngstastig, miðstig og unglingastig. Við munum reyna að eftir bestu getu að passa að nemendur og starfsfólk fari ekki á milli hólfa.


  • Yngstastig verður á sínum stað, alls: 32 nemendur og 7 starfsmenn (viðmið 50 í hólfi). Ekki grímuskylda og ekki 2m regla hjá nemendum.

Nemendur á yngstastigi og starfsmenn á yngstastigi koma inn um aðalinngang og nota fatahengið þar.


  • Miðstig verður uppi á palli, alls: 35 nemendur og 7 starfsmenn (viðmið 25 í hóp) miðstig verður þrískipt í þremur stofum. Með þessu getum við haldið 2m reglu og þurfa nemendur ekki að nota grímur nema í sameiginlegu rými.

Nemendur á miðstigi og starfsmenn koma inn bakdyramegin og 7.bekkur notar sama fatahengi og áður. Nemendur í 5.-6.bekk fá nýtt fatahengi.


  • Unglingastig verður í nýju listgreinastofunum, alls: 23 nemendur og 8 starfsmenn. Unglingastigið hefur einnig aðgengi að Helgafelli. Skýr 2m regla hjá nemendum og grímunotun í sameiginlegu rými.

Nemendur og starfsmenn á unglingastigi koma beint inn í nýju listgreinastofurnar. Starfsfólk tekur á móti hópnum á morgun og útskýrir skipulagið.


Athugið að nemendur mæta á sama tíma og vanalega.


Ekki verður sundkennsla.

Íþróttir fara fram utandyra.

List- og verkgreinar færast tímabundið inn í teymin.

Hvert teymi sér um að nemendur fái frímínútur og að nemenda hóparnir hittist ekki.

MATARTÍMINN Á HÓTELINU

Matartímar nemenda verða með þessum hætti:


11:00 Miðstig hópur 1

11:20 Miðstig hópur 2

11:40 Miðstig hópur 3

12:00 Yngstastig

12:30 Unglingastig


Tryggja þarf 2m á milli nemenda á mið- og unglingastigi og nemendur bera grímu milli skóla og hótels.

LENGD VIÐVERA NEMENDA

Ekki verður hægt að bjóða upp á lengda viðveru á Helgafelli en reynt verður að koma viðverunni að í grunnskólanum en mögulega með takmörkunum. Svala hefur flutt sig tímabundið á yngstastig og hún mun ásamt skólastjóra finna þessu farveg á morgun.

Foreldrar barna í viðveru fengu póst í dag og það er mikilvægt að heyra frá ykkur með hvaða hætti þið viljið nýta ykkur viðveru svo að hægt sé að klára skipulagið.

SKÓLABÍLAR

Reglur um almenningssamgöngur gilda í skólaakstri.

Sjá hér:

https://www.stjornarradid.is/library/04-Raduneytin/Heilbrigdisraduneytid/ymsar-skrar/Rg.%20um%20samkomutakmarkanir%20vegna%20sóttvarna%2031.%20okt.pdf


Nemendur í 1.-4.bekk þurfa ekki að nota grímur.

Nemendur í 5.-10.bekk þurfa að nota grímur.


Leitast skal við að halda sem mestri fjarðlægð og kostur er og huga vel að hreinlæti og sóttvörnum.


ATHUGIÐ:

Vegna veðurs má gera ráð fyrir því að skólaakstur falli niður á morgun.

TÓNSKÓLI

Tónlistarskólum er heimilt að sinna einstaklingskennslu með 2m reglu milli starfsfólks og nemenda.


Þrífa og sótthreinsa þarf búnað milli einstaklinga og hópa.

AUKIÐ VIÐ ÞRIF

Starfsfólk mun hjálpast að við að sótthreinsa sameiginlega snertifleti og búnað.

KÆRU FORELDRAR OG FORRÁÐAMENN

Það er ljóst að það verða töluverðar breytingar frá og með morgundeginum. Við erum svolítið komin aftur í sama skipulag og í mars og apríl. Munurinn er reyndar sá að nú höfum við meira rými og fjöldatakmarkanir eru ekki eins strangar. Einnig höfum við fengið nokkrar vikur í að æfa okkur í teymiskennslunni sem er að nýtast okkur vel núna. Við ætlum að reyna okkar besta til að halda úti skemmtilegu og skapandi skólastarfi þótt að aðstæður séu óvenjulegar og eins og alltaf með hugrekki-virðingu og samvinnu að leiðarljósi.


Takk fyrir að sýna okkur þolinmæði og endilega hafið samband ef eitthvað er óskýrt. Umsjónarkennarar og stjórnendur eru alltaf til í spjall.


Við munum reyna að upplýsa ykkur um öll skref.

VOND VEÐURSPÁ Á MORGUN

Skoðum veðurspánna vel á morgun, það stefnir í hressilegan blástur.

ATHUGIÐ AÐ SKÓLINN SKAFFAR EINNOTA GRÍMUR FYRIR NEMENDUR