DJÚPAVOGSSKÓLI
FRÉTTIR ÚR SKÓLASTARFI
SEPTEMBER
16. Dagur íslenskrar náttúru og göngudagur.
Á þessum degi ætla allir nemendur og starfsmenn að fara í hressilega göngu og útivist. Upplagt fyrir foreldra að koma með ef þeir eiga kost á því.
17. Endurmenntunardagur
Á þessu degi eiga nemendur frí og starfsfólk skólans tekur þátt í námskeiðum og endurmenntun.
24. Fyrsta skólaþingið okkar
Á þessum degi ætlum við að vinna að skólaþróun með öllu skólasamfélaginu. Nemendur eru í skólanum samkvæmt stundaskrá og koma svo aftur seinni partinn ásamt foreldrum og vinna í hópum að skólaþróun. Þessi dagur er tvöfaldur skóladagur hjá starfsfólki og nemendum.
NÆSTA VIKA
- Góður dagur til að ganga í skólann.
Þriðjudagur
- Þorgrímur Þráinsson hittir unglingastigið.
Miðvikudagur
- Göngum saman í skólann.
Fimmtudagur
- Dagur íslenskrar náttúru og göngudagur.
Föstudagur - frídagur nemenda - endurmenntundardagur starfsfólks
MATSEÐILL NÆSTU VIKU

ÞAÐ ER AÐ KOMA HELGARFRÍ...
Það hefur verið töluvert álag í húsinu hjá okkur þar sem mikið hefur borið á flensueinkennum hjá starfsfólki og nemendum. Margir hafa farið í Covid próf en allir hafa fengið neikvætt. Það var svo í gærkvöldi (fimmtudagskvöld) að ég fékk símtal frá smitrakningu. Upp er komið smit hjá einstaklingi sem hefur tengsl inn í skólann. Við slíkar aðstæður fer af stað ákveðið verklag og ég fékk leiðbeiningar um að upplýsa alla. Haft var samband símleiðis í gærkvöldi við alla þá sem þurftu að fara í smitgát og hraðpróf. Aðrir gátu haldið áfram með sína rútínu en allir beðnir um að fara varlega og gæta að persónulegum sóttvörnum.
Í dag mættu átta starfsmenn til vinnu og um fjörutíu nemendur. Allt gekk mjög vel og allir hjálpuðust að.
Nú bíðum við bara og sjáum hvað verður. Smitrakningarteymið lætur okkur vita ef við þurfum að upplýsa um fleiri smit eða annað.
Nú er bara að vona að allt fari vel og að allir mæti hressir á mánudaginn. Mig langar að biðja ykkur um að skoða tölvupóst á sunnudaginn ef það verða breytingar hjá okkur þá upplýsi ég um það.
Ég vil ítreka það við bæði starfsmenn og nemendur að vera heima ef þeir eru með flensueinkenni.
Meðfylgjandi eru myndir og myndbönd frá deginum í dag...og áfram höldum við með
hugrekki - virðingu og samvinnu að leiðarljósi.
Takk kæru foreldrar fyrir að grípa daginn svona vel með okkur.
Bestu kveðjur og góða helgi.
Obba
SAMSÖNGUR HJÁ 5.BEKK
Dásamlega fallegt hjá þeim.
GÓÐIR GESTIR Í HEIMSÓKN
Á facebook síðu Heimilis og skóla má lesa frétt um að þau voru alsæl með móttökur, fyrirmyndar skólastarf og öflugt starf á vegum foreldrafélagsins.
Vel gert hjá okkur.


GÖNGUM Í SKÓLANN
DAGUR ÍSLENSKRAR NÁTTÚRU
SKÓLAHJÚKRUNARFRÆÐINGUR
BREYTINGAR í STARFSMANNAHÓPNUM
Það var gaman að fá fyrrum nemanda í starfsmannahópinn en hún Hafrúnu var með okkur í nokkrar vikur. Nú er Hafrún komin í nám við Háskóla Íslands, við þökkum Hafrúnu fyrir alla hjálpina og vonum að háskólalífið verið skemmtilegt :)
Svala er á leið í tímabundið leyfi og Barbara Patk tekur við hennar starfi á meðan og verður stuðningsfulltrúi á yngstastigi og sér um frístund (viðveru) á Helgafelli eftir skóla.
Símanúmerið í viðveru er: 8958757
Teymin munu upplýsa um breytingar sem snúa að hverju teymi fyrir sig og ef breytingar verða á því hver kennir hvað.
TÓNLISTARSKÓLI DJÚPAVOGS
Búið er að útbúa rafrænt skráningarblað sem hægt er að nálgast á heimasíðu skólans https://www.djupavogsskoli.is/
Athugið að það getur farið svo að það komist ekki allir að í tónlistarnám þar sem Berglind hefur bara ákveðinn kennslufjölda til umráða.
Eins og við öll vitum þá hefur tónlistarskólinn verið á hrakhólum síðustu árin. Í næstu viku er fyrirhugaður fundur þar sem farið verður yfir húsnæðismál tónlistarskólans og þið fáið frekari frétti eftir þann fund.
Stefnt er að því að tónlistarskólinn hefjist mándaginn 20.september.
Þar sem ekki er búið að samræma gjaldskrár tónlistarskóla í Múlaþingi mun nám í tónlistarskólanum á haustönn flokkast sem hálft nám (23.898) auk hljóðfæraleigu (7.185kr) þar sem við á.
Bestu kveðjur til ykkar,
Starfsfólk Djúpavogsskóla