SAGA2ÍÞ05

Íþróttasaga

Áfangalýsing

Í áfanganum er farið yfir helstu atriði í sögu íþrótta, hérlendis sem erlendis, svo sem fornar íþróttir t.d. íþróttir Grikkja, Rómverja og annarra fornþjóða og sérstaklega fjallað um Ólympíuleika. Þá verður fjallað um ýmsar sérstæðar og óvenjulegar greinar íþrótta. Fjallað er um gildi og hlutverk íþrótta í nútíma samfélagi. Komið er inn á félagslegar rannsóknir á sviði íþrótta á Íslandi, áhrif fjölmiðla á þróun íþrótta, kynjamun og íþróttaiðkun, ásamt tengingu fjármagns og auglýsinga við íþróttir. Fjallað er um stefnur í íþróttum, ss. afreksmannastefnu íþróttahreyfingarinnar og afreksmannasjóð. Vikið er að skipulagningu íþróttahreyfingarinnar og uppbyggingu hérlendis og hvernig við tengjumst heimssamtökunum.