Stuttmynd - verkefni 6.HM

Unnið í tilefni af 30 ára afmæli Setbergsskóla

Fréttabréfið vann Steinar Bragi Sigurjónsson, nemandi í 6.HM á meðan á vinnunni stóð.

Erfitt en gaman

Samvinnuverkefni bekkjarins - allir eru góðir í einhverju.

Setbergsskóli fagnar 30 ára afmæli í ár og var því ákveðið að hafa afmælisveislu rétt fyrir sumarfrí. Þá kom upp hugmynd að gera leikrit eða mynd, að vísu frábrugðið öðrum leikritum að því leiti að hafa vélmenni í aðalhlutverki. Nemendur í 6.HM tóku að sér verkefnið eftir að það var kynnt fyrir þeim rétt eftir áramót. Áður hafði Gunnar Björn Guðmundsson kvikmyndagerðarmaður komið og frætt bekkinn um gerð kvikmynda allt frá handriti til frágangs og bekkurinn hafði áður gert útvarpsþætti.


Lagt var upp með að hæfniviðmið þessa verkefnis væru fyrst og fremst:

- Nemandi getur gert sér grein fyrir eigin hlutverki í samstarfi og verið virkur félagslega.
- Nemandi getur unnið með öðrum að skipulögðum verk­efnum sem tengjast námi og félagsstarfi innan skóla á jákvæðan hátt.


En fljótlega kom í ljós að verkefnið kemur inn á lykilhæfni samkvæmt Aðalnámskrá grunnskóla og tengdist flest öllum námsgreinum. Neðst í fréttabréfinu má sjá myndrænt skipulag kennara ásamt yfirlitsmynd yfir lykilhæfnina og samþættinguna tengda verkefninu.


Hugmyndin þróaðist smátt og smátt og varð að veruleika. Allir lögðu hönd á plóg en verkefnið þurfti að vinna frá A-Ö, ekkert var tilbúið þegar verkefnið var kynnt nemendum eða aðeins hugmyndin, restin var komin í hendur nemenda:

Verkefnið frá A - Ö

1. Handritagerð

Byrja þarf á að gera handrit. Skipaður var sérstakur handritahópur sem sá um að skrifa handritið. Hópurinn komst að þeirri niðurstöðu um að blanda saman ævintiýrunum: Latabæ, Iron-man, Rauðhettu og tölvuleiknum: Pac-man. Síðan kom hópurinn sér saman um gott handrit sem var síðan fínpússað áður en halda mátti áfram.

Hollráð:

Mikilvægt er að taka sér góðan tíma í handritið áður en halda á áfram.
Forritahornið: Docs frá Google.

Í Google skjöl (e. Docs) er hægt að búa til allskonar skjöl sem meðal annars er möguleiki á að prenta. Docs skjal býr maður til í Google DriveDrive viðkomandi sem er tengt Google aðgangi. Handritið var búið til í docs

2. Senuborð (e. Storyboard)

Nú er komið að því að teikna senurnar. Þetta hjálpar þeim sem sjá um kvikmyndatöku og forritun að skilja hvað á að gerast en storyboardið er teiknaða útgáfan af handritinu. Við getum hugsað okkur að storyboardið líti út eins og andrésblað þar sem margt gerist á milli rammana en grunnatriðin eru teiknuð niður
Big picture
Big picture

Hollráð:

Ekki gleyma senuborðinu ef gera á góða kvikmynd

3. Leiklestur

Einhver þarf að sjá um það að tala :) Leiklesararnir sjá um að tala fyrir allar persónurnar sem tala þarf fyrir. Leiklesararnir fengu handritið í hendurnar og byrjuðu þá strax að lesa. Þeir æfðu lesturinn vel. Leiklesararnir skelltu sér síðan í “stúdíóið” og töluðu fyrir persónurnar.
Upptökurnar eru síðan látnar inn í myndina í síðasta skrefinu:Hljóð,klipping og frágangur.
Forritahornið: Irigvoice frá IK multimedia/Mic Room Le

Irigvoice er geggjaður hljóðnemi sem var notaður í upptökunum fyrir hljóðið. Smáforritið Mic Room Le var notað fyrir hljóðnemann, aðalega vegna þess hve appið er notendavænt og þægilegt í notkun.

4. Búningagerð

Hvað ef við værum með leikrit, allir leikararnir/róbótarnir væru alveg eins, færu fram og aftur og við vissum ekki hver væri hver, vélmennin væru ekki einu sinni með smá útlit eða sérstöðu. Þarna kemur búningahópurinn inn. Þeir föndruðu bjórglös sem síðan er látið yfir sætu kringlóttu vélmenin. Einnig gerðu þau ömmubúninginn fyrir Dashinn/pacmanætu

5. Forritun

Ekki viljum við að vélmennin standi bara og biði eftir bara...einhverju! Forrita þarf vélmennin til að þau virki. Forritararnir sáu um að vélmennin vissi hvað þau áttu að gera! Forritararnir prófuðu vélmennin og fyldu síðan handritinu og storyboardinu til þess að vita hvað vélarnar áttu að gera. Þannig tákna vélmennin persónurnar og gera það sem persónurnar eiga að gera!

Vélmennin; Sphero kúlur og Dash.

Sphero

Framleiðandi: Sphero.
Meðal söluaðila: Sphero,Apple og Epli á Íslandi.
Sphero sér um að leika öll hlutverkin fyrir utan pac-man og Iron-man. Sphero hefur gaman að því að rúlla sér og hafa gaman. Möguleikarnir með Sphero eru endalausir en m.a er hægt að prófa að láta Sphero snúast í hring,fimmhyrning eða kassa :)
Big picture

Dash

Framleiðandi: Wonder workshop.
Meðal söluaðila: Wonder Workshop, Amazon og A4 skólavörur.
Dash sér um að leika pac-man. Dash hefur meira gaman að því sem í kringum hann er heldur en Sphero og er jafnframt smá yngri en Sphero! Dash hefur hæfileika til að tala og gera margt,margt annað en fyrir þá sem finnst Dash of stór geta þeir fengið sér litla-bróðir Dash sem heitir Dot!

5. Kvikmyndataka

Svo þarf að taka allt þetta upp. Tökumennirnir sáu um það að taka upp róbótana og sáu síðan til þess að allt í tökunni væri samkvæmt áætlun. Tökuhópurinn sér þannig um að við sjáum eitthvað á skjánum. Magnað ekki satt
Forritahornið: Green screen frá: DK pictures

Green screen er frábært að nota til að gera smá bakgrunn. Green screen by do inc. er snilldarapp sem einfalt er í notkun. Taktu mynd eða vídeó, skelltu bakgrunn fyrir aftan og þá er það komið! Green screen var notað í kvikmyndatöku.

6. Klipping, hljóð og frágangur

Klippa þarf og sjá til þess,

að nú eitthvað heyrist.

Láta inn og senda frá,

svo við njótum lífsins.


Þetta ljóð að ofan heitir ,,Klippingin og frágangurinn" og er um frágangshópinn sem sér til þess að allt sé á réttum stað, að eitthvað sé örugglega að heyra og að myndin sé vel fínpússuð og fín. Eftir að frágangshópurinn hefur lokið verki sínu er myndin tilbúin.

Við eigum meira fjör

Myndir

Afraksturinn: Stuttmyndin ,,Ferðin til ömmu".

Hér að neðan má sjá hvað kom úr þessari erfiðu vinnu
https://youtu.be/P-dXHi0GvH4

Heimildarmynd um verkefnið

Hér að neðan má sjá heimildarmynd um verkefnið sem Steinar ásamt fleirum gerðu um verkefnið.
https://youtu.be/a6PNHgI5GUM

Faglegar hugleiðingar kennara.

Helga Magnúsdóttir umsjónarkennari hélt utan skipulag verkefnisins og vann að því í samvinnu við Hildi Ástu Viggósdóttur UT kennsluráðgjafa.
https://youtu.be/fRfVnDQWigY

Eftirmáli

ÞETTA ER EKKI BÚIÐ

Þótt að þessu verkefni sé lokið er ekki hér með sagt að þetta er búið.

Tækninni fleytir áfram og hver veit nema að á morgun verði gerð heil kvikmynd þar sem vélmenni eru í aðalhlutverki. Innan Setbergsskóla starfar spjaldtölvu teymi sem stöðugt leggur áherslu á að finna nýjar leiðir til að gera nám nemenda fjölbreyttara og skemmtilegra. Nemendur hafa verið duglegir að tileinka sér nýbreytnina og hafa mörg skemmtileg verkefni komið frá spjöldunum úr smiðju Setbergsskóla.
En nú er vert að minnast á að sumarið er að ganga í garð svo áður en lengra er haldið skulum við njóta þess sem framundan er


Gleðilegt sumar og takk fyrir okkur. :)

Setbergsskóli

Setbergsskóli er rétt um og yfir þrítugur en hann stendur við hraunið í fallegu umhverfi í Setberginu í Hafnarfirði. Skólinn var stofnaður 1989 og er hann því þrítugur í ár. Leiðarljós skólans eru Virðing, Víðsýni og Vinsemd. Í skólanum eru um það bil 400 nemendur og 100 starfsmenn.

Teikningin hér til hliðar er unnin af Vígdísi Weisdóttur í 2. RÁ.