Grunnskóli Hornafjarðar

Fréttir úr skólanum 18. nóvember

Förum gætilega í vetrarfríinu

Á föstudaginn er foreldraviðtalsdagur í skólanum og í framhaldinu hefst vetrarfrí við skólann bæði á mánudag og þriðjudag. Vonandi nýtist það fólki vel en þó viljum við hvetja alla til að fara varlega í vetrarfríinu og gæta sérstaklega að sóttvörnum því þetta er ekki alveg búið. Við viljum öll eiga notalega og veirulausa aðventu og mikilvægt að muna að við erum öll almannavarnir.


Að öllu óbreyttu munu sömu sóttvarnarreglur gilda í skólanum fram til 2. des. og ef vel gengur á landinu öllu verður grímuskyldu vonandi aflétt þá.

Það er dásamlegt að komast aftur í íþróttir og sund

Dagur gegn einelti - skilaboð til þín

Samskipti er eitt af þeim atriðum sem þú kennir ekki bara einu sinni og þá eru þau í lagi. Við þurfum endalaust að tala um góð samskipti og hjálpast að við að gera þau betri. Góð samskipti eru eins og vöðvi sem þarf að æfa og æfa svo hann virki.

Þessi þurfa enn að hafa grímu

Næring skólabarna - mikilvægi morgunverðar

Hér er farið yfir nauðsynlega næringu fyrir skólabörn og m.a. minnt á að þau börn sem ekki borða morgunmat þurfa að taka með sér nesti til að borða með ávaxtabitanum.

En þessi eru laus við grímurnar

Siðareglur fyrir foreldrahópa á facebook

Góð samskipti milli foreldra í bekkjum, árgöngum og skólum eru ein grunnstoðin að góðu skólasamfélagi og einnig er það mikilvægur partur af forvörnum að þekkja foreldra skólafélaga barnanna.

Skólaþing um áhrif Covid-19 á nemendur

Á morgun 19. nóvember verður skólaþing þar sem viðfangsefnið er áhrif Covid-19 á nemendur og hvernig við getum unnið með ástandið á sem jákvæðastan hátt. Vegna sóttvarnareglna verður skólaþingið í hverjum bekk fyrir sig og vonandi nýtast niðurstöður þess okkur öllum.
Heimili og skóli

Eitt af stórum verkefnum skólans er að efla samstarf foreldra og samstarf heimilis og skóla. Heimili og skóli stendur fyrir frábæru starfi þar sem hægt er að afla sér allskonar gagnlegra upplýsinga til að efla foreldrastarf.