Imovie

Krógaból

Imovie - myndbandagerð


Imovie fylgir með öllum Ipödum og Apple. Appið er einfalt og þægilegt, auðvelt að læra að nota það. Hægt að klippa saman myndir og myndbönd, lesa inn á eða bæta við tónlist. Einnig er sniðugt að nota Imovie t.d. til að bæta tónlist inn á verkefni úr öðrum forritum eins og t.d. Puppet Pals eða myndbönd úr Book Creator.

Imovie trailer er innbyggt í Imovie og því frítt í öllum nýjum Ipödum. Imovie trailer gefur möguleika á að búa til örstutt myndbönd (um það bil mínúta) með því að velja þema, skrifa texta og draga myndir inn í ákveðið tilbúið form, appið sér síðan um að búa til myndbandið úr myndbrotunum. Mjög skemmtilegt til að búa til stutt myndbönd úr starfinu.

Þemaverkefni, sköpun og myndbandagerð


Oftast nýtum við snjalltæknina í tengslum við þemaverkefni. Við vinnum mikið út frá bókum en nýtum líka kveikjur úr daglega lífinu og tengjum verkefnin við sköpun, lífsleikni og vinnu með tungumálið.

Enn sem komið er eru það kennararnir sem búa til myndbönd en börnin eru aðalpersónurnar. Við notum myndböndin til að gera starfið sýnilegt og gefa foreldrum innsýn inn í ferlið sem liggur að baki verkefnum barnanna en einnig til að sýna viðfangsefni daglegs lífs í leikskóla á skemmtilegan hátt.

Stundum vinnum við líka ákveðin verkefni í gegnum myndbandagerð eins og þetta stórskemmtilega tónlistarmyndband sem var samvinnuverkefni barna og kennara, þar var áhugi barnanna látinn ráða ferðinni og búið til myndband við vinsælt popplag með áhugaverðum texta.

Hér fyrir neðan er einnig hægt að skoða myndband sem gert var í tengslum þemaverkefni um Nínu Tryggvadóttur en börnin fóru á listasýningu í Listasafninu og unnu svo fjölbreytt verkefni í kjölfarið, lærðu ljóð eftir Nínu og kynntu sér ævi hennar og störf.

Lagið um það sem er bannað...

https://youtu.be/Gt_LcsQkIpg

Nína Tryggvadóttir

https://youtu.be/sJouLl1A-3A

Imovie trailer


Í Imovie appinu er hægt að búa til stutt myndbönd sem svipar til sýnishorna eða auglýsingamyndbanda úr bíómyndum enda nefnist þessi möguleiki Trailer.


Trailer býður upp á fyrirfram ákveðin þemu sem notandinn raðar myndum og myndböndum inn í. Mjög fljótleg og skemmtileg leið til að búa til myndbönd sem sýna brot úr starfinu á áhugaverðan hátt.


Hér á eftir koma myndbönd búin til í Trailer sem sýna að oft þarf ekki meira en mínútu til að koma efninu til skila.


Annars vegar er um að ræða tvö myndbönd sem bæði eru auglýsingar fyrir vorhlaup Krógabóls sem haldið er árlega á frjálsíþróttavellinum. Það er áhugavert að skoða umgjörðina í kringum þau en þau eru búin til í ólíkum þemum þó svo að þau fjalli um sama viðfangsefnið. Þriðja myndabandið er í Bollywood stíl og sýnir hvernig lífsleikni og hreyfing er samtvinnuð í íþróttatímum.

https://youtu.be/9bt3huJXnDU
https://youtu.be/Vb3OeBcyUzI
https://youtu.be/Mo36zREswwM

Kennslumyndband fyrir Imovie á íslensku

https://youtu.be/f5oDLIzsETM

Myndbandið er unnið af Björgvini Ívari Guðbrandssyni og öllum opið á Youtube.