Mars

Mánaðarheitið eftir Mars. rómverskum stríðsguði

Mikilvægar dagsetningar í Mars

11.mars og 14.mars - Vetrafrí, enginn skóli

15.mars - Heimsókn Amnesty á Unglingastig.

18.mars - Stefnt er á fjallaferð. Nánari upplýsingar koma síðar.

21.mars - 10.bekkur tekur Bendil áhugasviðskönnun

22.mars - Samskiptdagur > nánari upplýsingar neðar.

23. og 24.mars - Leiksýningar 9.bekkjar

28.mars - Heimsókn til 9. og 10.bekkjar frá Framhaldsskólanum á Laugum

28.mars - 1.apríl - Heimsókn Erasmus nemenda.

Hvað er Bendill?

Mat á starfsáhuga


Mikilvægt er að taka mið af eigin áhugasviðum þegar ákvarðanir um nám og störf eru teknar. Bendill er samheiti fyrir þrjár kannanir sem meta starfsáhuga fólks á ólíkum aldri. Niðurstöður birtast myndrænt. Bendill ýtir undir sjálfsskilning og öflun upplýsinga um nám og störf. Sérhönnuð upplýsingaveita hjálpar til við markvissa og skilvirka leit að námi og störfum. Bendil er aðeins hægt að nálgast með því að hafa samband við náms- og starfsráðgjafa sem aðstoða við fyrirlögn, túlkun og næstu skref.


Bendill - I metur sex almenn áhugasvið og miðast fyrst og fremst við þarfir grunnskólanema á lokaári á leið í áframhaldandi nám í framhaldsskóla eða til starfa.


Bendill - II metur sex almenn áhugasvið og brýtur starfsáhuga einnig niður í 28 sértækari undirsvið. Hann miðast helst við þarfir ungs fólks á aldrinum 16-25 ára bæði meðan á námi stendur og að því loknu.


Bendill - III metur sex almenn áhugasvið og einnig 27 sértæk undirsvið. Hann tekur mið af þörfum fullorðinna sem hafa hug á háskólanámi fyrst og fremst.


Bendill IV

metur sex almenn áhugasvið og einnig 35 sértæk undirsvið. Hann tekur mið af þörfum fullorðinna sem eru á vinnumarkaði.

Vinasel á samskiptadegi

Þriðjudaginn 22.mars er samskiptadagur í Nesskóla og verður Vinasel opið.

Öllum nemendum í 1.-4.bekk er boðið upp á dvöl á Vinaseli frá 08:00 - 13:00 og eftir 13:00 tekur svo við almenn opnun Vinasels fyrir þá nemendur sem eru skráðir.


Nemendur fá hádegismat en þurfa að taka með sér nesti fyrir morgunkaffi.


Viljum við biðja foreldra um að fylla út eftirfarandi eyðublað svo við getum skipulagt starfið þennan dag.

SAMSKIPTADAGUR

Kennarar hafa opnað fyrir skráningu í viðtöl á samskiptadaginn 22.mars.


Á unglingastigi mun samskiptadagurinn verða með öðru sniði. Nemendur verða í aðalhlutverki, nemendaspjall, og munu þeir deila námi sínu með foreldrum sínum, forráðamönnum og kennurum.


Á þessum degi er ekki ætlast til að foreldrar og kennarar ræði önnur málefni en þau sem tengjast kynningu nemenda.

Leyfisbeiðnir

Skólar innan Fjarðabyggðar eru nú að samræma verklag sitt hvað varðar leyfisbeiðnir.

Skila þarf inn rafrænni umsókn um leyfi frá skóla ef um EINN eða fleiri daga er að ræða.

Á heimasíðu skólans eru leiðbeiningar varðandi leyfi nemenda. Mikilvægt er að foreldrar ígrundi vel umsóknir um leyfi á skólatíma og verði tímanlega í umsóknum ef þeirr er þörf.

Hér má nálgæst leyfisbeiðnir fyrir Nesskóla.

https://www.nesskoli.is/is/skolinn/eydublod/leyfi-nemenda


Ef óska þarf eftir leyfis vegna læknisheimsókna og/eða tannlæknaheimsóna úr stökum tímum á skólatíma skal senda póst á ritarinesskoli@skolar.fjardabyggd.is og umsjónarkennara með dags fyrirvara.


ATH ekki verður hægt að óska eftir leyfi á Mentor frá og með þriðjudeginum 15.mars og eru ekki veidd leyfi ef nemandi sefur yfir sig. Nemandi fær þá seint eða fjarvist.

Big picture

Ungt fólk og heyrnavarnir

Heyrnar- og talmeinastöð Íslands vill vekja athygli á mikilvægi heyrnarvarna með því að fræða börnin og foreldra þeirra um örugga hlustun. Þann 3. mars árlega er alþjóðlegur Dagur heyrnar og áhersla Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) var í ár á ungt fólk.

Að hlusta á hávær hljóð skemmir taugar í eyrum og getur leitt til heyrnartaps eða stöðugs suðs í eyrum (tinnitus). Heyrnartap er óafturkræft. Ekki eru allir sem vita að til eru ýmis úrræði og leiðir til að minnka líkur á heyrnartapi vegna hávaða og okkur langar að koma þeim upplýsingum á framfæri.

Þú getur lagt mikið til heyrnarverndar með því að vekja athygli á Öruggri hlustun.

Meðfylgjandi er fræðsla en einnig er efni inni á vefsíðu okkar: https://hti.is/index.php/is/dagur-heyrnar-2022.html sem við hvetjum þig til að nota við fræðslu.

Með fyrirfram þökk og kærri kveðju,

Fh. Heyrnar- og talmeinastöðvar Íslands

Brynja

Umhverfisdagar VA og Nesskóla

Hér fyrir neðan má sjá myndir frá umhverfisdögum VA og Nesskóla.

Þann 1.mars var Hjördís Sveinsdóttir, sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun, með erindi og flutti erindið Saman gegn sóun. Í erindinu fjallaði hún um umhverfismál út frá sjónarhóli nemenda og hvað við gætum gert hvert og eitt til þess að standa okkur betur í umhverfismálum. Inntak erindisins var að við þyrftum ekki öll að vera fullkomin í umhverfismálum en margt smátt gerir eitt stórt. Nemendur tóku virkan þátt, spurðu spurninga og vakti erindið alla til mikillar umhugsunar.


Nemendur sóttu erindið í tvennu lagi, 8.og 9.bekkur sóttu hann í Nesskóla og fór 10. bekk upp í húsnæði VA.


Koma Hjördísar er hluti af Sprotasjóðsverkefninu Umhverfismál til framtíðar. Í gær 9.mars var svo umhverfisdagur VA og Nesskóla þar sem nemendur á unglingastigi byrjuðu daginn á bygggraut frá Vallanesi upp í Heimavist VA ásamt kennurum sínum, sóttu þar fræðslu frá NAUST og svo voru nemendur í vistfræði í VA með erindi.


Næst tóku við vinnustofur þar sem nemendur unnu ásamt nemendur VA að hinum ýmsu verkefnum. Deginum lauk svo á kynningum í VA frá þremur aðilum.


Skemmtilegt verkefni í alla staði :)

Nesskóli

Í Nesskóla eru 218 nemendur frá 1 - 10. bekk. Skóladeginum er skipt upp í þrjár vinnulotur:

  • Yngsta stig (1. – 4. bekkur) er í skólanum til kl. 13:00
  • Miðstig (5. – 7. bekkur) er í skólanum til kl. 13:50
  • Unglingastig (8. – 10. bekkur) er í skólanum til 13:50 - 14:30 sem er mismunandi eftir dögum

Nesskóli fer eftir uppeldi til ábyrgðar, ART og Olweusaráætlun varðandi Einelti