FÉLA3KY05

Kynjafræði

UNDANFARI: FÉLV1IF05 og JAFN1JK03

Áfanginn fjallar um stöðu kynjanna og staðalmyndir í samfélaginu út frá helstu kenningum kynjafræðinnar og tengingu við mannréttindi í lýðræðissamfélögum á Vesturlöndum. Fjallað er um kynferði sem félagslegan áhrifaþátt og tengingu við hugtök eins og jafnrétti, réttlæti, karlmennsku/kvenmennsku, fötlun, klám, kynbundið ofbeldi, lýðræði og fleira. Rýnt verður í ýmsar birtingarmyndir kynjaskekkju, ýmis önnur svið mismununar og rökrætt hvaða hlutverkum mannréttindi eiga að þjóna í samfélaginu.

Menntaskólinn á Ísafirði